Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 19
kornunum og hrísgrjónunum, sem þeir fóðruðu hænsnin með, af vistum, sem föngunum voru ætlaðar. Það var því ekki að furða, að fangarnir stælu hver sem betur gat, en samt sem áð- ur voru þjófnaðir þeirra aðeins lítill hluti þess, sem stolið var af þeim Þjófnaðir frönsku embættismann- anna, sem unnu í þágu sakamannaný- lendunnar, — eða réttara sagt, áttu að gera það — voru svo gegndarlaus- ir, að eftir nokkurra ára þjónustu gátu þeir dregið sig í hlé frá störfum, sem ríkir menn. — Sem dæmi urn aðferðir embættismannanna má nefna, að blaðamaðurinn Londre mætti einu sinni þrem föngum, sem voru á leið lil markaðstorgsins í St Laurent með kerru. Hann spurði, hvað væri í kerrunni, og fékk það svar, að það væri kjöt, sem fanga- vörðurinn í sláturhúsinu seldi á hverjum morgni á torginu. Blaðamað- urinn rannsakaði strax, hve mikinn kjötslcammt hver fangi fékk. Það kom í Ijós, að kjötskammturinn var ekki einu sinni helmingur þess, sem hann átti að vera. Londre kom þvi til leið- ar, að fangavörðurinn var dreginn fyrir dóm. Játaði hann, að hann hefði selt kjöt í sex ár og stungið ágóðan- um í éigin vasa. Hann hafði sett bein og trjágreinar j kjötpokana, sem hann lét eldhúsi fangelsisins [ té, til þess að þeir hefði rétta þyngd. Auk þess hafði hann látið nöfn dauðra fanga standa á matarlistanum mánuð eftir að þeir voru komnir undir græna torfu, en selt kjötskammt þeirra á torginu. Til þess að bægja frá sér allri hættu, kærði hann fangana, sem störfuðu í sláturhúsinu, á mánaðar- fresti fyrir að stela kjöti. Þá var þeim stungið í svartholið, en hann fékk nýja í staðinn. Sá emhættismaður, sem hafði yfir- umsjón með vistum og klæðum fang- anna, stal svo rækilega af þeim, að hann varð milljónamæringur. Þeir, sem fengu fötin, skyrturnar, skóna og stígvélin, sem franska stjórnin sendi til fanganýlendunnar, voru blökkumennirnir í St. Laurent. Þeir voru fastir viðskiptavinir þessa ágæta embættismanns. Fangarnir áttu líka að fá greiður þriðja hvert ár, en þær sáust aldrei í fangabúðunum, — þæi fóru beint á markaðstorgið. Þannig notaði hver einasti embættismaður og fangavörður aðstöðu sína til þess að hagnast á kostnað fanganna og franska ríkisins. — Hve mörg manns- líf skyldu þeir hafa á samvizkunni, sem stálu mat og klæðum og meðul- um frá hungruðum og sjúkum föng- um, sem urðu dauðanum a-ð bráð? — Hefð fangarnir sjálfir ekki stolið eins og þeir gátu, þ.e.a.s. þeir, sem höfðu aðstöðuna til þess, hefði ævi þeirra verið enn verri og styttri en hún varð. Fangarnir í smiðjunum smíðuðu hnífa, skeiðar, gaffla, lása, skrín, — allt, sem hægt var að selja. í fanga- búðunum var unnið við alls konar iðnaðarstörf, blikksmíði, húsgagna- smíði, bókband, vefnað o.s.frv., hver fangi notaði tímann, sem n fyrir sjálfan sig, og fangaverðirnir voru síður en svo á móti því; þeir fengu bróðurhlutann af ágóðanum Fyrir það fé, sem áskotnaðist með þessu móti, gátu fangarnir keypt séi það, sem þá vanhagaði um eða hafði verið stolið af þeim. Þannig gátu þeir, sem hugðu á flótta, einnig sparað saman. Það er í sjálfu sér ekki ýkja erfiti að flýja úr fangabúðunum, ef í hlut á fangi, sem ekki er hlekkjaður eðt í svartholi, — en öllu erfiðara er af komast langt frá þeim. Þúsundii fanga á ýmsum tímum hafa reyn brjótast í gegnum frumskóga Guyan, til Brazilíu, en aðeins örfáum hefur tekizt það. Flestir hafa gefizt upp, aðrir villzt og flækzt um mánuðun saman, og að lokum komið aftur til þess staðar, sem þeir fóru frá í byrj un, oft nær dauða en lífi, og ótald; eru þeir, sem látið hafa líf sitt ein hvers staðar inni í frumskógunum. Samt sem áður reyndu margir af strjúka þessa leið á þeim tíma sem fangi nr. 44792 dvaldi í sakamanna- nýlendunni. Vonin um að sleppa við hörmungar fangabúðanna og þræla haldsins rak þá áfram. í frumskógunum er fjöldi lífs- hættulegra dýra. Þar eru hræðilegar eiturslöngur, kyrkislöngur, krókódíl- ar, baneitraðar flugur, og i fljótum og díkjum blóðþyrstar fisktegundir, sem ráðast á allt, sem fyrir er. Þó eru smádýrin hættulegust, sandflær, sem éta sig inn í iljar berfættra stroku mannanna og valda óbærilegum kvöl um, og maurar og flugur, er bera malaríu og hitagótt, sem ógerlegt er að lækna nema með kínín, og hvaða fangi hefur birgðir af því? Margir fangar hafa einnig reynt að flýja sjóleiðina til Brazilíu, en þangað er 6—7 sólarhringa sigling á opnu hafi, þar sem stormar og stór sjóir eru tíðir. Reyndin hefur líka verið sú, að þeir lélegu farkostir, sem strokufangar hafa komizt yfir með einhverjum ráðum, hafa annað hvort brotnað og sokkið eða þá hefur rekið til sama lands aftur. Þeir eru heldur elcki svo fáir, flóttamennirnir, sem hafa hafnað i mögum hákarlanna við strendur landsins eftir misheppn aðar flóttatilraunir. Og meðfram ströndinni liggur breitt leirbelti, — þeir, sem einu sinni festast þar, eiga ekki hægt með að losa sig aftur. — Og svo eru það mennirnir; þeir eru ekki hættuminni en hákarlarnir. Það voru til sérstakir menn á þessum slóðum, sem kallaðir voru ntanna- T I M I N N — SUNNUDAGSBLA’’ veiðarar. Þeir veiddu strokufanga með blóðhundum og fengu drjúgan skilding fyrir. Fangarnir gátu heldur ekki treyst því, að hjálparaenn þeirra utan fangelsismúranna brygðust þeim ekki Fangarnir keyptu oft og tíðum hjálp þessara manna dýrum dómi, en uppskáru oft svik og jafnvei dauða. f frönsku Guyana var um þetta leyti — og er sjálfsagt enn — fullt af alls konar lýð, sem gerði hvað sem var fyrir peninga. Fangi 44792 segir frá einu atviki, sem átti sér stað skömmu eftir að hann kom til fangabúðanna, og varp- ar það ljósi á siðferði sumra þessara hjálparmanna: Meðal hinna mörgu smáskútna, sem annast flutninga milli St. Laurent og strandbæjanna í Brazilíu, var ein, sem hét „Bláa skút- an“, og var skipstjóri hennar Evr- ópumaður, góðrar ættar. Það var vitorði margra fanganna, að hann flutti flóttamenn til Brazilíu gegn 1000 franka gjaldi. Þessu hafði lengi fram undið, en fangarnir undruðust, að þeir fréttu aldrei neitt frá stroku- föngunum, þótt það væri viðtekin regla, að strokufangi, sem komst unc an, lét hina, sem eftir sátu, vita högum sínum. En einn góðan veður dag skýrðist málið: Fangi með hræ« legt skotsár á hægri öxl, reikaði einn daginn inn í lögregluvarðstöð. frá- vita af hræðslu og nær dauða en lífi af blóðmissi og þreytu. Strokufang- inn skýrði frá því, að hann og 5—6 meðfangar hans hefðu beðið skip- stjórann að sigla með sig til Brazilhi gegn 3000 franka gjaldi, og hefði hann lofað þvi. Eftir nokkúrra stunda siglingu, snéri hann skipinu og sigldi að landi, svo að skipið kenndi grunns við leirbakka Flóttamennirnir fengu skipun um að fara fyrir borð til þess að létta bátinn. Þeir gerðu það allir og stóðu þá í leir upp í mitti og gátu sig lítið hreyft Skipstjórinn varð eft- ir í bátnum, og um leið og þeir voru orðnir fastir, lyfti hann riffli sínum og skaut þá hvern af öðrum. Aðeins þessi eini hafði komizt undan — ill mennið elti hann, en missti af hon- um. — Við rannsókn kom í Ijós, að skipstjórinn hafði stundað þessa iðju í langan tíma, en hanr, fékk tiltölu- lega vægan dóm, yfirvöldin hafa sjálfsagt litið svo á, að þar sem það voru „aðeins“ strokufangar, sem hann myrti, gerði það sekt hans minni. — Ifann var settur sem sakamaður ti! eyjarinnar Royale, en þar hefndi einn meðfangi hans félaga sinna og stakk hann til bana með hnífi sínum. Eitt af því, sem fangarnir á þessum píslarinnar stað óttast meira en flest annað, er að þeir verði sendir lil lít- illa eyja, sem liggja skammt undan ströndum frönsku Guyana. Hin minnsta þeirra, en frægasta, er hin svokallaða „Djöflaeyja", þar sem

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.