Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 5
að þetta var jakt sú, sem hann hafði alllengi átt von á. En kynlegt þótti honum, að hún sveigði ekki í átt til lands, þótt komin væri inn á móts við kaupstaðinn, heldur sigldi beint inn flóann, djúpt úti. Varð' Schram það fyrir, að liann bað Jóhannes að sækja hesta og tygja þá, og riðu þeir síðan sem mest sem lcið lá inn Skagaströnd, því að sýnt var að skipstjórinn á jaktinni hugðist taka land einhvers staðar inn frá. Fylgdust þeir með siglingu skipsins inn flóann austan Vatnsness meðan til vannst. III. Nú víkur sógunni inn á Ása. Um þessar mundir var séra Rafn Jóns- son prestur á Hjaltabakka, nokkuð hniginn á efri ár og nefndur Rafn rauði manna á meðal. Hafði hann hlotið viðurnet'nið sitt af rauðri við- Ihaílnarkápu, sem hann skartaði á ferðalögum. En tveimur áratugum áður en hér var komið sögu, hafði það verið á orði naft, að á Hjalta- bakka var ofn i stofu hjá presti, harla fágætt þing á þeim tímum. Virðist mega af þessu ráða, að séra Rafn hafi haldið sig allvel á fyrri árum. Kona séra Rafns var Kristín Egg- ertsdóttir, ættuð frá Stóra-Dal ogvoru á heimilinu fjögur börn þeirra, Egg- ert, Valgerður Kristín og Anna María, öll fulltíða, og Jón þrettán vetra gam- all. Þar var' og vinnukona ein, mað- ur sá, er hét Þcrvaldur Jónsson, með konu sína, Guðrúnu Jónsdóttur, og eitt eða tvö börn, og kona í hús- mennsku, Guðrún Guðmundsdóttir að nafni. Hjáleiga var í túnjaðri og hét Hjaltabakkakot. Þar áttu heima miðaldra hjón, Þorsteinn Jónsson og Guðrún Jónsdóttir og voru ein síns liðs í kofunum. Á Húnsstöðum, næsta bæ innan við Hjaltabakka, bjó Jón Gislason, aldurhniginn maður, en á Akri hjón nálægt miðjum aldrii, Guðmundur Guðmundsson og Steinunn Jónsdóttir, og áttu margt oarna á bernskuskeiði. f Holti bjuggu hjónin Jóhannes Guð- mundsson og Jarþrúður Eiríksdóttir og á Skinnastöðum Björn Eiríksson, gamall maður, og kona hans, Rann- veig Helgadóttir, lítið eitt yfir miðj- an aldur. Á Torfalæk bjó einn af hreppstjór- um sveitarinnar, Erlendur Guðmunds- son, sá hinn sami og hvarf nokkrum árum síðar. Hann var hálffimmtug- ur og í nokkrum efnum. Annar hrepp- stjóri, Ólafur Björnsson, bjó á Reykj- um á Reykjabraut, en á léttasta skeiði. Hann v.ar í góðum metum, en öllu misjafnara orð hvíldi á Erlendi, er sumir kölluðu beggja handa járn. Á Þingeyrum sat um þessar mund- ir Oddur nótaríus Stefánsson, hálf- bróðir Ólafs Stefánssonar stiftamt- manns, hniginn á efri ár og enginn skörungur. Umsýslu hafði hann þó mikla, og var hjá honum fjöldi hjúa. Þeirra á meðal var maður, er hét Jón Illugason. Þóttust Þingeyrahjú nokkru fremri vinnukindum fátækra bænda, svo sem titt var fólk, er hreppt hafði vist á stórbýlum höfðingja. IV. Að kvöldi laugardagsins 17. októ- bermánaðar hafði tvo gesti borið að garði á Hjaltabakka. Voru það séra Árni Illugason á Hofi á Skagaströnd, faðir Jóns þjóðsagnaritara, og fylgd- armaður hans ónafngreindur. Skyldi Hofsklerikur messa í Hjaltabakka- kirkju hinn næsta dag í stað séra Rafns. Þá þótti ekki annað hæfa en fólk gengi að guðs borð'i að minnsta kosti einu sinni á ári, og var þó ekki vel, nema tvisvar væri. Urðu prestar að leita hver til annars til þess að njóta ábergingar. Hugðist nú séra Rafn og fjölskylda hans neyta tækifærisins og þiggja ábergingu af séra Árna, og má jafnvel vera, að ferð hans inn á Ása hafi beinlínis verið gerð í því skyni að láta Hjaltabakkapresti í þá þjónustu í té. Séra Árni var látinn hvíla í ofn- stofunni góðu, og deildi hann rekkju með Eggerti prestssyni. Segir ekki af draumförum þeirra, en morguninn eftir var Eggert snemma á fótum og gekk að fé. Hafði vantað, þegar rekið var saman kvöldið áður, en veður- útlit skuggalegt, þótt hægvirði væri. Eggert hafði tíðindi að segja, þeg- ar hann kom heim. Hann hafði séð duggu með segl uppi framundan Blönduósi, og var slíkt nýlunda mikil á þessum slóðum, þar sem slík skip komu aldrei að sjálfráðu. Séra Árni hafði verið með allan hugann við skriftaræðu sína, og heimamenn voru búnir að setja upp alvörusvip, sem hæfði þeirri athöfn, er var í vænd- um. En nú straukst allur guðræknis- blær af prestsheimilinu á svipstundu. Menn þustu út á hlað til þess að huga að skipinu, og ekki hafði fólk lengi skyggnzt um, er það sá hvar lítið, útlent skin sigldí vestur með bökkun- um. Horfðu menn á það um stund furðu lostnir Þegar það nálgaðist, mátti greina, að það haf'ði uppi veifu, er af var ráðið, að skipverjar vildu ná tali af mönnum í landi. Ekki þeklktu pírestarnir skipið, en þeir gizkuðu á, að þetta væri jakt sú, sem von hafði verið á f Spákonufellshöfða hvernig sem stóð á siglingu hennar inni við Hjaltabakkasand. Þetta var að jöfnu báðu, dagmála og hádegis, og að því komið, að menn gengju í kii'kju til hinnar heilögu at- hafnar. Gátu fyrirmenn lítt gefið sig að þessari nýlundu, því að ekki hæfði, að prestarnir steðjuðu með söfnuðinn niður í flæðarmál, þegar meðhjálp- arinn var tekinn að búa sig undir hringingu. Bag því séra Rafn Jón litla, son sinn, að hlaupa niður að sjónum og benda skipverjum á þann stað, þar sem hann taldi hentast, að skipinu yrði lagt, og forvitnast um það, hvað skipverjum væri á höndum. Jón var albúinn til þess, enda va’- enginn á bænum, sem fíknari var í að vita, hverju þessi skipakomu sætti. Tók hann því þegar á rás til sjávar. En í sama mund og hann kom niður í fjöruna, suður undan bænum, vörp uðu skipverjar akkerum skammt und- an landi. Sá drengurinn, að fjórir menn voru á þiljum uppi, og horfðl hann um stund á bjástur þeirra úr fjörunni. Þegar mennirnir höfðu rennt tveim- ur akkerum í sjóinn, fóru þeir að sinna öðrum verkum á þilfari. Virtist drengnum þeir vera að losa bátkænu. En þetta tók nokkurn tíma, og leidd- ist Jóni litla biðin, því að engan gaum gáfu mennirnir honum og það- an af síður nokkra bendingu. Hvarf!- aði liann upp úr fjörunni og hljóp i áttina suður að Laxá, því ag hann átti þá og þegar von á Húnsstaða- hjónum til kirkjunnar. Mun liann hafa hugsað sér að verða fyrstur til þess að segja þeim fréttirnar. Drengurinn gat sér rétt til. Húns- staðahjónin voru á leið til kirkjunnar, og fylgdist hann með þeim heim ■'< staðinn. í sama mund kom þangað heirn úllendur sjómaður, og var einn mannanna á skipinu, sem lagðist við sandinn. Staðfesti hann, að það' var Höfðajaktin Hákarlinn, er hér hafði náð landi. Höfðu hásetarnir báðir ró- ið í land á skipsbátnum, en skip- stjórinn orðið eftir á skipinu, ásamt hinum kostaða matsveini og hundi sinum. Hafði annar hásetinn haldið í liumátt eftir drengnum til þess að leita bæja, en hinn orðið eftir við bátinn. Þegar afturkoma félaga hans dróst, reikaði hann einnig upp frá sjónum og slangraði heim að Hjalta- bakka, þar sem hann sá mannsöfnuð á ferii. En nú var hvorki staður né st.md til langra samræðna. Klukkurnar kölluðu fólk t.il tíða, og það var eng- inn mannasiður að hlaupa frá kirkju- dyrum við upphaf messu. AUur hóp- urinn flykktist í kirkjuna, þar sem og danskan skipshund, sem harmaði týndan húsbónda sínn T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 29

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.