Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Page 7

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Page 7
Ekki vildi Schram biða og sjá, hverju fara gerði. Kvaðst hann ekki treysta sér til þess að horfa á skipið farast. Tygjaðist hann til ferðar frá Hjaltabakba, þegar kom fram á dag- inn, og vildi komast að Þingeyrum til Odds nótaríusar. Slóst séra Árni í för með honum, og fengu þeir Erlend á Torfalæk sér til fylgdar. Flutti hann þá yfir Húnavatn að Geirastöðum á bátkænp, sem hann átti, og urðu þeir síðan allir sam- ferða að Þingeyrum. Þeir Erlendur og séra Árni ætluðu aftur austur yfir um kvöldið, en þeg- ar þeir komu að Geirastöðum, hafði veður harðnað svo, að ekki þóttu til- tök að komast yfir u.m. Giistu þeir því báðir á Geirastöðum, Þessa nótt var mikið veður, og brakaði í hverju tré í bað-stofunni á Geirastöðum í hörðustu hviðunum. Hélzt þessi ofsi framundir morgun, en þá hægði smám saman. Þeir séra Árni og Erlendur reru austur yfir, þegar veður hafði lægt nægjanlega. Kom Guðmundur bóndi á Akri, sem geymt hafði hesta þeirra, á móti þeim og sagði þeim þau tíð- indi, að Hákarlinn hefði rekið upp um nóttina, og vissi enginn til þeirra onanna að segja, sem á skipinu höfðu verið. Bað séra Árni þá Guðmund að fara til Þingeyrar og herma Schram kaupmanni tíðindin. Sjálfir héldu þeir Erlendur áfram að Hjalta- bakka. Sáu þeir glöggt, þegar þeir komu á bakka Laxár, að jaktin var strönduð við sandinn, nokkru nær Húnsstöðum en Hjaltabakka. VI. Síðdegis á mánudaginn höfðu þeir Hjaltabakkamenn, Þorvaldur og Jón Rafnsson, farið i kindaleit, bæði með sjó fram og upp um hagana. Kom Jón heim litlu fyrr en Þorvaldur, en báð ir þó, áður en dagsett var. Háset- arnir dönsku, Jakob og Friðrik, voru þá heima á Hjaltabakka, og spurðu þeir Þorvald, hvað hann hefði siðast séð til duggunnar. Sagði hann sió hafa drifið yfir hana, þegar hann sá til, og kvaðst ekki vera „hreins hug- ar um, að hún hefði lítið bærzt til lands“. Var margt rætt um skipið og hrakninga þess um kvöldið, og spurði Þorvaldur skipverja grannt um háttu þeirra og atferli á sjó og i höfnum. Síðan var gengið til náða. Svaf Þorvaldur sér í húsi, ásamt fjölskyldu sinni, en Eggert hvíldi hinn þriðji í rúm; með Dönunum. Engar ráðstafanii voru gerðar til þess, að vakað ,vrði á sandinum þessa nótt og gát höfð á, hverju fram yndi. Schram kaupmaður hafði ekki ýjað einu orði að slíku, þegar hann fór frá Hjaltabakka, og hreppstjórar sveitarinnar töldu sér ekkj skylt að hlutast til um þetta. úr því að um- ráðamaður skipsins var sjálfur nær- staddur, auk þess sem Erlendur á Torfalæk, sem átti heima nær strand staðnum en aðrir hreppstjómarmenn, var tepptur vestan ósa, og annar son- ur séra Rafns á Hjaltabakka hermdi þag á föður sinn, að honum mundi hafa verið óljúft að neinn sinna heima manna væri á sandinum, ef skipið færist. Er svo að skilja, að hann hafi óttazt freistingarnar og grunsemdirn ar, því að löngum þótti við brenna, að íslendingar gerðust fingralangir á strandfjöru. Að hinu virðist enginn hafa leitt hugann, hversu mönnun- um á jaktinni, langhröktum útlend- ingum, farnaðist í vonzkuveðri í nátt myrkri, ef þeim skolaði upp á ókunna strönd. Að morgni lék þó mörgum forvitni á því, hvernig skipinu hefði reitt af. Var fólk á bæjunum snemma á fót- um, og fer ýmsum sögum af því. hverjir fyrstir urðu á vettvang. Jón bóndi Gíslason á Húnsstöðum skyggndist snemma út, og var rétt byrjað að skíma, þegar hann rölti ofan á brekkúna til þess að gæta að, hvað í hafði skorizt. Sá hann þá. að skipið hafði borizt að landi, og var ýmiss konar rekald á sandinum. Þar á meðal var tunna, sem sat kirfilega á botninum, og sögðu það sumir eftir honum, að hjá henni eða jafnvel uppi á henni hefði verið flaska með brenni vínslögg í. Hundur var þarna á flökti, hnípinn mjög, ag Jóni virtist, og þýddist hann ekki köll bónda, þótt hann reyndi að laða hann til sín. Ekki þótti Jóni ráðlegt að hætta sér of nærri skipinu eða rekaldi því, sem upp hafði borizt, og skundaði hann því heimleiðis, áður en fullbjart var orðið. Á leiðinni heim eða í sama mund og hann kom í hlað, sá bæði hann og vinnukona hans, Margrét niugadóttir, að maður gekk niður með Laxá að utanverðu móts við Húnsstaði, og hafði bóndi orð á því, ag þetta myndj vera Árni vinnumað- ur Jónsson í Holti. Var þó ekki kom- in full birta, svo að glöggt sæist til mannsins. Maður þessi hafði enga við stöðu hjá jaktinni, heldur kom aftur að vörmu spori. Síðar kannaðist Árni í Holti ekki við, að hann hefði komið í námunda við strandstaðinn þennan morgun. Jón á Húnsstöðum sendi vinnukonu sína að Hjaltabakka til þess að láta vita um strandið. Fóru þrír menn þangað, og er þó eins líklegt, að það hafi verið áður en vinnukonan kom með skilaboðin. Voru það skips- mennirnir dönsku og Eggert Rafns- son, rekkjunautur þeirra. Fjara var, þegar þeir komu á vettvang, og lá skipig svo ofarlega á sandinum, að þurrt var við það, þegar öldunni sog- aði frá. Sáu þeir þar tunnu þá hina sömu og Jón á Húnsstöðum og spor eftir einn mann í nánd við skipið. Þeir þremenningarnir hlupu að skipinu með útsoginu og vógu sig upp á borðstokkinn. Ekkert bar fyrir augu þeirra á þilfari, er sérstaka athygli vekti. Þegar þeir komu niður í káet- una, lá matsveinninn þar dauður á gólfinu undir kistum, alklæddur og í kafíu yzt fata, líkt og hann hefði brugðið sér niður af vakt á þiljum uppi, en rekkjuklæði á víð og dreif ofan á öllu saman. Skipstjórann sáu þeir hvergi, en hundur hans var á flökti á landi, enda hafði hundahús- inu skolað útbyrðis. Hásetunum varð það fyrst fyrir að leita uppi brennivínsflösku, og dreyptu þeir á henni, allir þrír. Síð- an fleygðu þeir sængurfatnaðinum upp í rekkjurnar, en skiptu sér ekki af líkinu. Fóru þeir svo aftur upp á sandinn við svo búið og sneru heim. Þegar séra Árni á Hofi kom að Hjaltabakka, spurði hann embættis- bróður sinn, hverjir settir hefðu verið til þess ag gæta góss þess, sem upp var rekið. Kom þá upp úr kafinu, að ekkert hafði verið um það hirt. Sendi þá séra Árni Eggert og annan Danann niður á sandinn og bað þá víkja ekki þaðan, fyrr en . Schram kaupmaður kæmi sjálfur á vettvang. VII. Það var komið langt fram á dag, er Schram kom frá Þingeyrum. Voru þá hásetarnir báðir á strandstaðnum og höfðu tínt saman ýmislegt, sem upp hafði rekið. Var meðal þess einn sokkur, sem legig hafði í fjörunni, og stígvél af öðrum fæti skipstjór- ans. Schram spurði hásetana þegar eftir skipstjóranum, en þeir kváðust ekki hafa orðið hans varir né vita, hvað af honum hefffi orðið. Var nokkuð svipazt um, einkum ,á svæðinu frá strandstaðnum vestur að Húnaósi, því að menn ályktuðu, að hann kynni ag hafa borizt inn með landinu. En hvort tveggja var, að ekki mun hafa verið leitað vandlega, enda kom skip- stjórinn ekki fram. Þung alda gekk upp á sandinn, og svo stóð á sjó, að illt var að komast út í skipið um sinn, enda þótt það krakaði niðri og nokkurt afdrep væri af flötum klöppum, sem voru austan við það. Svo er þó að sjá. að þeir Schram hafi farið út í það um kvöld- ið, þegar falla tók út Kom þá í ljós, að sjór var mikill í því. Schram fór niður í káetuna til þess að svipast um, en var dimmt fyrir aug um. Vissi hann þá ekki fyrrtilenhann rak sig á annan fót matsveinsins. sem enn lá undir kistunum á káetugólf- inu .Var nú líkið borið heim að Hialta Framhald á 45. síSu T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 31

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.