Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 16
FYRRI HLUTI FRÁSAGNAR ÚR FANGANÝLENDUM FRAKKA: 24 KlLÓMETRARKOST- UÐU24000 MANNSLÍF Fangi nr. 44792 fæddist i Kaupmannahöfn, yngstur ellefu systkina. FaSi? hans var vélfræSingur, og þegar fanga nr. 44792 óx fiskur um hrygg, fetaSi hann í fót- spor föSur síns og lærSi vél- virkjun* Samkvæmt venju- legum þjóSfélagsIegmálum, átfi harcn a® verSa venjuleg- ur maSur, elotn af feessum óþekkfu sterSasm, sem Sifa og deyga án þess aö nokkur verði þess var nema þeirra nánustu. En í brjósti þessa unga manns, sem um þessar mundir hafði ekki grun um að hann ætti eftir að verða fangi í þrælabúðum frönsku Guyana, brann ævintýraglóð, og hún varð ekki slökkt nema með því einu að láía undan kalli hennar, þar til hún yrði að ösku. Þá, en ekki fyrr, var tími til kominn að eyða árum sínum á verk stæði, þar sem fátt er um ævintýri, en þeim mun meira um algenga við- burði. — Fangi nr. 44792 iagði frá sér verkfærin strax að námi loknu til þess að kynnast hinum stóra heimi. Hann fór til Þýzkalands Sviss og ítalíu, og eftir fyrri heimsstyrj- öldina hafði hann í hyggju að fara til Asíu eða Afríku. En árið 1920 tók sambýli við þá. Það er annars kunn- ugt, að lindýr ýmiss konar, einkum skeldýr, krabbadýr og kuðu'ngar, eru aðalfæða æðarfugla, en fiskur er að- eins tuttugasti hluti af fæðu hans í Noregi, samkvæmt rannsókn, sem náttúrufræðingurinn Madsen gerði. En talið hefur verið, að æðarfuglinn neyti ekki jurtafæðu, að minnsta kosti ekki svo, að neinu næmi. Lund varpar fram þeirri spurningu, hvort þetta kunni að benda til þess, að æðarkollur hafi þörf fyrir græna þöi unga um varptímann. hann ákvörðun, sem átti eftir að valda straumhvörfum í lífi hans: Hann ákvað að ganga í Útlendinga- hersveitina frönsku. Um hana lék mikill ljómi, og hann var þess full- viss, að þar fengi hann svalað ævin- týraþrá sinni til fulls. — Útlendinga- hersveitin þarfnaðist hraustra manna til þess að berja á nýlenduþjóðum Frakka, og á veggjum víðs vegar héngu spjöld, þar sem máluð mynd af feitum og sællegum hermanni blasti við auganu: „So diclc wird man in der Fremdenlegion-1 — Svona feit- ur verður maður í Útlendingaher- sveitinni — þetta var skömmu eftir stríðið og margur gekk með hálftóm- an og tóman maga — en í Útlend- ingahersveitinni var hægt að verða feitur, sagði auglýsingin. En það var líkt með þessa auglýsingu og beit- una, sem rénnt er í sjóinn: Öngullinn finnst ekki fyrr en fiskurinn hefur bitið á. Beitan í sjónum er fögur og tæl- andi, og fögur voru orð liðsforingj- anna, sem tóku á móti „fiskinum" í nóvember 1920. Hann fékk bros og hlýleg tillit, nóg að reykja og drekka. Hann vildi verða flugmaður; — já, það skyldi nú ekki standa á því. Hann skyldi fá að verða flugmaður. — En eftir að hann hafði undirskrif- að fimm ára hermennskujsamning sinn hjá Útlendingahersveitinni, datt gríman af „ljúfmennunum", vínið og sígaretturnar hurfu og kokkurinn hætti að búa til mat en bar þess í stað óþverra á borð. — „Fiskurinn" hafði bitið á og gat enga björg sér veitt. Hann hafði beðið franskan liðsfor ingja fyrir peninga sína og fengið kvittun fyrir, — hann sá þá aldrei framar. Hann hafði danskan passa, en hann hvarf. Og hvað um flugið? — Hann var gerður að óbreyttum fótgönguliða, — og bölv og formæl- ingar, pústrar og hrindingar voru hið daglega brauð. Þetta var upphaf „ævintýrisins*', en hann vildi ekki lifa endi þess: í borg- inni „Sidi bel Abbes1- gerði hann og nokkrir félagar hans tilraun til að flýja úr þessu sjálfskaparvíti. Þeir tóku bifreið traustatáki og óku um borgina þvera og endilanga til þess að reyna að koma auga á höfnina, því ag þaðan lá leiðin til frelsisins. Lög- reglan var á hælum þeirra, og skyndi- lega stóð lögreglumaður fyrir framan þá. Hann hafði komið á móti þeim á reiðhjóli. Þeir óku yfir hann, héldu ferðinni áfram, földu síg í gömlum skúrræfli og biðu myrkursins. Úti á höfninni voru tvö skip, danskt og norskt. Þeir syntu út í það norslca, sem var nær landi, og komust um borð óséðir. En þegar skipið kom til Algier, voru þeir sviknir'f hendur frönsku lögreglunnar, og þar með var frelsisdraumurinn að engu orð- inn. Næsta sviðsmynd í ævi fanga nr. 44792 er herréttur. Þar stendur hann ásamt fjórum félögum sínúm. Hann er álitinn upphafsmaður flóttatilraun arinnar, lilýtur fimm ára nauðungar- vinnu í þrælabúðum frönsku Guyana, auk þess tuttugu ára útlegð. Félagar hans fengu vægari dóm, enginn þeirra var sendur í þrælabúðir. — Fyrir fá- einum mánuðum hafði hann verið frjáls maður, fullur af ævintýraþrá og spenningi gagnvart því, sem framtíðin kynni að bera í skauti. En eftir dóms- uppkvaðninguna stóð hann hlekkjað- ur við hlið morðingja og forhertra glæpamanna, og framundan blasti við margra ára þrælavinna í hinni alræmdu og djöfullegu, frönsku Guy- ana, þar sem hitabeltið ríkti í öllu sínu veldi. Hann yrði ekki einu sinni laus eftir fimm ár, því að hver fangi var dæmdur til þess að vera jafn mörg ár í landinu sem „leysingi" n" dómurinn hljóðaði upp á, og líf þess- ara „leysingja“ var í mörgum tilfell- um enn hræðilegra en hinna, sem voru innan fangelsismúranna. Tin hlaut hann að vera í þessu víti, sem „Djöflaeyjan“ hefur gert frægt ef hann þá lifði. — Umhugsunin um þetta byltist í brjósti hans þegar hlekkirnir luktust um hendur hans og fætur. — Héðan í frá var hann glat- aður umheiminum, aðeins núme skýrslum þrælabúðanna j frönsku Guyana — 44792. Skipið hét „Duala“. Það var vöru- skip, en flutti stundum lifandi varn- ing í lestum sinum —■ fanga i til frönsku Guyana. Þá voru sett upp þúr I lestunum í stað hinna venjulegu skilrúma. Þessi búr voru átta talsins og inn í hvert þeirra lágu tvö rör. 40 T f Rt I K N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.