Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 13
að haustnóttu. FólkiS fór að hrófla saman skýlum úr brakinu fyrir börn- in, en öðru hvoru gekk jörðin í öld- um, svo að ekki var stætt. Eittjítið tjald var til. Það var sett út undir kálgarðsvegg, og þar var látinn rúm- fastur sjúklingur, Gunnar, faðir Jóns bónda. Mikið dró úr jarðskjálftunum eftir miðnættið. Ég svaf um nóttina, en fólkið sagði, að aldrei hefði verið kyrrt alla nóttina. — nema veðrið, sem var blítt og stillt. Þegar birti af degi, sást enn betur, hvernig jarðskjálftarnir höfðu leikið húsin. Ég læddist að baðstofuglugg- anum og kíkti inn: Það hafði verið skápur í baðstofunni með borðbún- aði, en nú var gólfið þakið tætlum og leirbrotum, svo að ekki sást í það. Það eina, sem stóð uppi, var lítill hest húskofi, og fjörutíu kinda hús hékk uppi frekar en stóð. Allt annað var flatt eins og heyflekkur. Það var dauft hljóð í fólkinu, og óttinn lá í loftinu, flestir svefnvana. Ekkert fréttist frá öðrum bæjum. — Kýrnar voru reknar heim og mjólkað ar og mjólkinni skipt milli munn- anna. En einmitt í því reið að þung og djúp duna. Skelfingin greip fólk- ið, og hestarnir í túninu hlupu sam- an í einn hnapp. Skyndilega svipt- ist jörðin til, menn og skepnur steypt ust til jarðar, og 13. og 14. brekkan féll úr Skarðsfjalli. Eftir skamma stund kyrrðist, en ruggaði þó fram eftir degi. Fólkið tók að grafa í rústunum og leita að mat- björg og fann mjöl og ýmislegt ann- að, þótt allt' væri meira og minna spillt. Það var ekkert aðhafzt í viku, fólkið hírðist í skýlunum og vildi ekki byrja á neinum framkvæmd um, því að það óttaðist að það yrði tU einskis. Og vikan endaði eins og hún hafði byrjað — með ægilegum jarðskjálfta, sem hristi allt og skók, en það var ekkert að skemma, — allt var hrunið, nema timburhúsið hans Eyjólfs, sem hann hafði verið að byggja; það hékk utan í grunninum og hallaði undir flatt, en enginn þorði að leita skjóls þar. Nú tóku bændumir tal saman og sögðu bezt að flytja sig, því að þeir voru hræddir um, að fjallið hryndi yfir fólkið þá og þegar. Síðar fréttum við, að í þessari hræringu hefði mest hrunið í Árnessýslu. Við fluttum okkur neðar í heiðina í dálitla laut og höfðumst þar við fram undir réttir. Þar voru gerðar tvær hlóðir í bakkabroti og allur mat ur eldaður úli. Vonleysið var mikið, og erfiðleikarnir virtust óyfirstígan- legir. Vetur og veður á næsta leiti og hvergi hús né skjól fyrir menn og skepnur. Eyjólfur hressti fólkið við, og síð- an var farið að byggja yfir fénaðinn. Verkamenn komu til hjálpar, bæði úr Mýrdal og úr Reykjavík. Þeir dreifðust á bæina eftir því, hvernig ástatt var, á Landi voru flestir bæ- irnir rústir einar, einstaka bær, þar sem eitthvað stóð. Það var unnið fram á rauðar nætur og allt notað, sem mögulegt var, úr rústunum. — Öld- Vilhiálmur Ólafsson. urnar höfðu risið hæst við Skarðs- fjallið, og á næstu bæjum við fjallið, 'Hvammi, Hellu og Múla var hver kofi jafn jörðu. En af aflíðandi vet- umóttum var flutt inn í bæinn. — Það var ekki ein báran stök hjá okkur, því að fyrsta kindin drapst í haganum úr bráðapest daginn eftir (Liósmynd: TIMi'NN,—RE). IÍMINN - SUNNUDAGSBLAO 37

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.