Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 11
TILBÁÐU ÞEIR SAUÐI SÍNA? SÍÐUSTU fjörutíu árin hafa margvíslegir fomleifafundir varp- að ljósi yfir fornsögulega tíma í Mesópótamíu, þar sem löngu fyrir daga hinna súmersku borgríkja bjó þjóð með fasta bústaði og margháttaða verkmenningu. Meðal þess, sem nýlega hefur fundizt, er ærhöfuð úr brenndum leir, og er upphaf þess rakið til siðara hluta þessa fornsögulega tímabils. Höfuð þetta fannst í héraðinu Úr í suðurhluta Mesópó- tamíu. Það er holt innan, og hafa eyrun verið gerð sér í lagi og felld á höfuðið fullgert. Þau hafa verið föst saman á spöng, sem lá yfir hnakkann. Auðséð er, að höfuðið hefur upphaflega setíð á bol. Margar minjar frá þessu tíma- bili hafa og fundizt við fornleifa- rannsóknir Þjóffverja í Warka í Mesópótamíu, og meðal annars fundu þeir annað ærhöfuð og brot úr hinu þriðja í fornri þirgffa- skemmu. Voru þau bæði úr sand- steini, en báru mjög keim af höfði því, sem hér er gert að umtals- efni. Með samanburffi og hliðsjón af fomleifafundi Þjóffverja má telja sennilegt, að það sé frá síð- ara hluta fjórða árþúsunds fyrir tímatal okkar. Þaff verður ekki staðhæft með neinni vissu, hvern- ig þetta ærhöfuð er til komið. En hin foma skemma í Warka, þar sem hin höfuðin fundust, var á helgi- svæði, og voru í henni innanstokksmunir og skreyt- ingar úr musteri. Virffist svo sem þeir munir, sem þar voru hafi aðeins verið notaðir endrum og eins, en ekki að staðaldri. Hafi ærhöfuðin setið á kindarlíkönum, hafa þau veriff álíka stór og bronsnaut þau, sem fundust í musterinu í Nín-húr-sag við A1 Úbæd í grennd við Úr. Það er sennilegast, að þessum nautslíkneskjum hafi veriff raðað meðfram vegg í musteri og látin horfa yfir sal, eða svið og vafalaust hafa kindar- líkönin verið notuð á svipaðan hátt. Þau hafa því þjónað einhverju markmiði í fornum átrúnaði þeirra þjóða, sem byggðu þetta land og verið heilagir gripir. Frá listrænu sjónarmiði verða þau að teljast mjög vel gerð, og bera þau ótvírætt vitni um háþróaða menningu og tístrænt skyn þjóðar, sem byggði Mesó- pótamíu fyrir meira en fimm þúsund árum. hana. Ást mín til hennar var alltaf jafn sterk. En þaff kom aldrei til þess, aff ég færi — ekki þá. — Nú, hvers vegna ekki? — Ég frétti um giftínguna hennar, sveitungi minn sagði mér frá því eins og hverjum öðrum lítílsverðum hlut. Hann sagðist hafa lesið um það í Akureyrarblaði. Og það reyndist rétt, það var frétt um það í þessu blaffi. Ég hélt, að ég myndi aldrei komast yfir það. Síðast tók ég upp á því aff drekka mig fullan — í fyrsta skipti á ævinni var ég fárveikur dag- inn eftir. Meistarinn komst að því, kom heim til mín og las yfir mér. Ef ég hætti ekki svona kúnstum, eins og hann komst að orði, þá væri búið með námið hjá sér. — Nú, ég tók mig á, mætti hvern dag í vinnu eins og vera bar og lauk náminu. Heldurðu, að þú eigir aftur í glasiff handa mér? — Þórdís hélt áfram að eiga heima á Akureyri ásamt manni sínum, og þau eignuðust mörg börn. En ég elsk- aði hana alltaf, ég gat aldrei gleymt henni. — Furðulegt, mjög furðulegt, sagði ég hógværlega. — Þér finnst það, sagði hann. Mér finnst aftur ámóti furðulegt, að nokk- ur maffur skutí nokkurn tíma geta elskaff nema eina konu. Svona var þaff í fyrra, að hún missti manninn sinn af slysförum eftir tutí. ugu ára hjónaband. Skömmu seinna tók ég mér ferð á hendur til Akureyr ar í fyrsta skipti á ævinni. Þegar hér var komið, varð löng þögn. — Og hittírðu hana svo? spurði ég, þegar mér tók að leiðast. — Já, ég hitti hana. Hún þekkti mig ekki. Meira að segja ég þekkti hana ekki strax. Hún var orðin svo fjarskalega feit og mikiff breytt — nema augun — þau voru eins. Þau verða alltaf eins. — Þegar hún kom til dyra, héngu tveir krakkar í pilsi hennar, rifust við hana og höfðu mjög hátt. Það stoðaði ekkert, þótt hún hastaði á þau, svo að þau hljóta að Framhald á 45. síðu. / T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 35

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.