Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 20
Dreyfus dvaldist eftir að hann hafði verið dæmdur í lífstíðarútlegð. Þá beindust allra augu að þessari litlu eyju. Síðan Dreyfus leið, hefur nafn ið Djöflaeyjart ranglega verið notaf um alla sakamannanýlenduna i frönsku Guyana. Þegar menn eru dæmdir til vistar í fangabúðunum Guyana, segir fólk, að þeir séu dæmd ir til fangavistar á Djöflaeyju, er raunin er sú, að flestir fanganna frönsku Guyana koma þangað aldrei. Samnefni þessara þriggja eyja er „Iles du Salut“. Þær líta vel út í aug- um farþeganna á áætlunarskipunum meðfram ströndinni, sem rriega ekki koma nær þeim en í 4 mílna fjarlægð: Húsin eru hvítmáluð með rauðum þökum og kókospálmar vagga krónum sínum i þeynum. Samt er það svo, að hið andstyggilega nafn „Djöflaeyja" stendur nær verulejkanum en augað sér. Á Djöflaeyju eru einkum menn, sem hafa verið dæmdir fyrir stjórn málalega glæpi, njósnir, föðurlands- svik og annað svipaðs eðlis. Þeir hafa beztan aðbúnað allra fanga í frönsku Guyana og skortir fátt, sem líkamann vanhagar um, en einangr unin leikur þá grátt. Margir þessara fanga sökkva smám saman niður ■ sljóleika og vesalmennsku. — Það er nær ógerningur að flýja frá Djöl!a eyju, og hefur aldrei tekizl Miðeyjan heitir Royale, og er hun stærst, tæpir tveir kílómetrar á lengd og rís hátt úr sjó. Þar eru hættuleg- ustu afbrotamennirnír geymdir; marg ir þeirra eru „tattóveraðir" um allan líkamann, meira að segja í andlitinu. Þessir „tattóveruðu" fangar eru venjulega lífstíðarfangar. Möguleik arnir á fló'tta frá Royale eru hverf andi litlir, sundin umhverfis eyjuna eru mjög straumhörð og full af há- körlum, og hafa mjög fáir stroku fangar sloppið þaðan með lífi. Þeir fanganna, sem heppnastir eru, slepp-j við nauðungarvinnu, en þarna á eyj- unni eru einnig handiðnaðarverk- stæði eins og a meginlandinu Hinir, sem ekki eru eins heppnir, voru til skamms tíma látnir vinna við grjótburð, því að auðvitað varð að fullnýta vinnuaflið. Þessi nyt sami grjótburður fór fram með þeim hætti, að fyrir hádegi drösluðu fang- arnir stórum steinum, sem lágu < haug við fangelsismúrana út á fjar- lægustu brún eyjarinnar, en eftir há degi báru þeir þá sömu leið til baká 'Þannig var haldið áfram dag eftir dag og hafði verið gert síðan 1852 — Gagnsemi þessara vinnubragða ei náttúrlega vandséð, en sennilega hef- ur hún átt að vera föngunum til sáluhjálpar, enda trónar kirkja efst á eynni til vitnis um guðrækni yfir- valdanna. Þessi vinnubrögð voru énn við líði, þegar fangi 44792 slapp ár prísundinni. Það er stuttur róður frá Royale lil St. Joseph, þegar gott er veður, en annars er sundið milli eyjanna bæði strauma- og sjóamikið. Á þessari litlu eyju, sem er aðeins um kilómetra á hvern veg, er heill heimur mann- legrar óhamingju. Þessi heimur er „botn“ fanganýlendunnar. Þar er geðveikrahælið og einangrunarhúsið, og þar enda þeir fangar ævi sína, sem misst hafa vitið af þjáningum í sökn uði og sjúkdómum. Hinir þykku mtu veggir megna ekki að halda inni óp unum, sem berast frá klefum hinna geðveiku. Aftur á móti ríkir alger þögn í einangrunarhúsinu, rétt eins og þar sé dauðinn einn til húsa. — Þannig lýsir fangi 44792 þessum stað. en vonandi hefur eitthvað breytzt til batnaðar síðan hann eyddi ævidög- um sínum sem sakamaður: — Fang arnir í einangrunarhúsinu eru í ein menningsklefum í algeru myrkri Refsivist þessi getur varað frá mán uði upp í fimm ár. Þeir sitja tuttugu daga samfleytt í niðamyrkri, en þá eru þeir fluttir í hálfmyrkvaðan klefa, því að lengri vist í algeru myrkri leiðir til blindu. Þeir eru grafnir lif andi í steingröf, — þrjú skref frair, og þrjú skref aftur eftir steingólfinu, planki með hlekkjum til að sofa á og tvær blikkdollur — þannig er svart- hol. — Fæði þessara innilokuðu manna var þurrt brauð í tvo daga. en almennt fangafæði þriðja hverr, dag, nóg til þess að halda í þeim líf inu, en kemur ekki í veg fyrir skyr bjúg og berkla. f>egar gengið hafði nægilega á líkamlegt þrek þessara vesalinga, gat fangavörðurinn til tilkynnt, að fangi nr. XXX væri orð- inn að hákarlafæðu. Það eru nefni- lega engir kirkjugarðar á Royale og St. Jóseph — eða voru það að minnsta kosti ekki — þeim látnu var varpað í sjóinn, þar sem hákarlarnir voru stundvíslega mættir. Hraustustu karl- menni urðu að aumingjum við þessa meðferð á skömmum tíma, en þó eru til dæmi um það, að hún hafi vakið svo örvæntingarfulla þrjózku, að nærri stappaði geðveiki. Óhugnarileg asta dæmið um þetta var fangi að nafni Roussenq. Hann kom árið 1908 til fangabúðanna, og að fimmtán ár- um liðnum hafði hann eytt 4000 dög- um í myrkraklefa — það er að segja rúmlega tíu árum. í hvert sinn, sem hann hafði tekið út refsingu sína, varð hann sér úti um nýja: Hann kall- aði á fangavörð, og hrækti í andlit honum, hann reif föt sín í sundur eða neitaði að láta taka hlekkina af sér, Hann fann alltaf upp á einhverjtt, sem varð til þess að hann var dæmd- ur í marga mánaða svarthol. Hann brann af þrjózku og hatri, en líkam- Iega var hann svo þrautpíndur, að hann vó ekki nema 50 kílógrömm, þótt hann væri 175 cm. á hæð. Að lok- um áttuðu fangelsisyfirvöldin sig á því, að mesta refsingin væri að refsa honum ekki. Það var alveg sama, hvað hann braut af sér, — honum var aldrei refsað. — Þá loks gafst hann upp og skrifaði æðstráðanda fangelsisins, að hann hefði beðið ósig- ur eftir fimmtán ára ójafna viður- eign. (f næsta blaði segir nánar frá fanga 44792 og flóttatilraunum hans). „Undir Bambusnum" — fanginn sifur á bekknum, og skammt frá eru hauskúpur fyrrverandi fanga. 44 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.