Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 9
FRIÐJÓN STEFÁNSSON: SÖNNÁST VIÐ BJUGGUM í einstaklingsher- bergi á rishæ'ðinni í stóru sambýlis- húsi — enda báðir piparsveinar, mið- aldra piparsveinar. Hann hét Þórmundur, rauðhærður, með vel ræktað rautt hökuskegg,, húsgagnasmiður að atvinnu, mjög sér kennilegur náungi. Eiginlega fannst mér hann leiðinlegur, að minnsta kosti fyrst í stað, en sérkennileiki hans vakti smátt og smátt áhuga minn á honum. Hann hafði fyrir fasta regiu að drekka sig ölvaðan á laugar- dögum. En þar sem hann var kyrrlát- ur maður og óáleitinn, mátti segja, að það færi jafn lítið fyrir honum drukknum sem ódrukknum. Stundum kom hann þá yfir til mín með flösk- una, barði hæversklega að dyrum og stóð hikandi fyrir utan, þangað til ég bauð honum inn. Hann var þá alla jafnan orðinn þéttkenndur, augun fljótandi. Þá vildi hann alltaf vera að gefa mér vín. Ég er í hópi þeirra, sem aldrei drekka sig ölvaða, enda þótt ég geti tekið eitt eða tvö staup. Og það þáði ég venjulega hjá honum. Mér leiddist hann, þegar hann var orðinn drukkinn, eins og mér leiðast undantekniugarlaust allir drukknir menn — ekki sízt, þegar það kom upp á, að hann fór að gráta. Það gat komið fyrir, að hann yrði svo angur- vær yfir einstæðingsskap sinum, að hann færi að gráta. Þá reyndi ég að losna við hann með einhverju móti. Venjulega þóttist ég hafa mælt mér mót við einhvern, sem ég þyrfti nauð synlega að hitta. Síðasta kvöldið, sem við vorum sam býlismenn, kom liann eins og venju- lega. Ég hafði raunar ekki minnzt á það við hann, að ég ætlaði að flytja. Nú stóð líka þannig á, að ég hafði snúizt um annan öklann og gat varla tyllt í fótinn. Það var því fyrirsjáan- legt, að ég gæti ekki losnað við hann með því að segjast ætla á stefnumót, jafnvel þótt ég yrði að horfa upp á hann gráta yfir einmanaleik sínum. — Heyrðu, sagði ég við hann, þeg- ar við höfðum setið um stund og rabbað saman um daginn og veginn, hvers vegna nærðu þér ekki í kven- mann og gengur í hjónaband? Hann starði á mig grábláum, vot- um augunum. Og nú í fyrsta sinn veitti ég því athygli, að hann hafði góðleg og greindarleg augu. — Maður kvænist ekki, sagði hann, nema maður elski konu — og — og fái þá ást endurgoldna. — Þú segir það. Ég held það gerist allur gangur á því. Og ef maður er mjög einmana eða finnur hjá sér mikla þörf fyrir að hafa konu hjá sér í bólinu, hví skyldi maður þá elcki kvænast? Hann hristi höfuðið. — Það — það hlýtur að vera við- urstyggilegt, að maður og kona búi saman sem hjón, ef þau elska ekki hvort annað, sagði hann. — Já, elska og elska, það er nú víst nokkuð teygjanlegt. Venjulega elskast þau nægilega mikið til þess að geta átt börn saman, þrátt fyrir allt ósamkomulag. Hann leit niður fyrir sig og tók til að fitla við neðsta hnappinn á vestinu sínu — einna líkast og hann færi hjá sér vegna þessarar athuga- semdar minnar — þangað til hann leit skyndilega beint framan í mig og spurði: — Hvers vegna hefur þú ekki kvænzt? Ég hló. — Ætli ég hafi ekki alltaf verið smeykur við ófrelsi hnappheldunnar — eða ég held það sé ástæðan. Nema það sé hitt, að ég myndi aldrei geta ákveðið mig. Sjáðu, ég er nefnilega ýmist skotinn í þessari stelpunni eða hinni. T. d. er ég núna skotinn í þess- ari, sem stundum kemur að heim- sækja mig á kvöldin, ef þú hefur tek- ið eftir henni. — Skotinn? Meinarðu að elská? — Ja, það er svona af sömu art- inni. Við getum sagt, að það sé frum stigið af því, sem í efsta stigi er að elska. — Það er ekki hægt að elska nema ema konu i einu, sagði hann — raun- ar get ég ekki skilið, að það sé nokk- urn tíma hægt fyrir mann að elska nema eina konu. Aldrei þessu vant hafði verið mjög lítið á flöskunni, sem hann kom með, ekki nægt nema einu sinni í glösin og nú var það búið. Að vísu er það regla mín, að veita ekki drykkfelld- um mönnum vín. En i þetta sinn FRiÐJÓN STEFÁNSSON braut ég hana. Ég opnaði skrifborðs- skápinn minn og tók upp viskípela og sódavatnsflöskur. — Ég mætti víst ekki bjóða þér viskíblöndu, úr því að svo vill til, að ég á leka? sagði ég. Það hýrnaði yfir honum. Meira að segja færðist bros yfir andlit hans, meðan ég hellti í glösin. Annars var afar sjaldgæft að sjá hann brosa. — Þú segir það, að ekki sé hægt að elska nema eina konu í einu, sagði ég. Auðvitað hef ég ekki þá reynslu á þessu sviði, að ég geti mikið sagt. En þó fullyrði ég það, að ég var einu sinni skotinn í tveimur kvenmönnum í einu. Og aðalvandamálið var, fannst mér, að þær kæmust ekki að þvi, hvor um sig, að ég bar hlýjan hug til þeirra beggja. Nú, en svo leystist mál ið með því, að önnur þeirra giftist. Ég gat ekki betur séð en að fyrir- litning, ef ekki viðbjóður, birtist í svip hans, um leið og hann spurði: — Varstu kannski í tygjum við þær báðar? — Ég aftek ekkert, en á hinn bóg- N inn fer alltaf bezt á því, að slíkir hlutir séu einkamál. En ég get bent HANN VAR HÚSGAGNASMIÐUR MEÐ RAUTT HÖKUSKEGG T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 33

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.