Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 2
Þegar unnið var aö bókinni „Sommerfugler fra hele ver- den“, sem íjallar — eins og fram kemur í bókartitlinum — um fiðrildi frá öllum heimshlut- um og hefur að geyma ýmiss konar fróðleik, auk vísindalegra athugana, um þessi skordýr, kom oftar en einu sinni í Ijós,: að nauðsynlegt er að skilja á milli hinna líffræðilegu atriða í lífsháttum þessara dýra og áhrifanna, sem þau hafa haft á Myndirnar eru allar af færeyskum fiBriltfum. Hér að ofan er Herse convolvuli L., er Færeyingar nefna kóngafiðrildi. FIÐRILDI / HJÁTRÚNNI goðafræði og alþýðutrú gegnum aldirnar. Til þess að leiða þessi áhrif í ljós, þyrfti að skrifa sér- stakt rit um þennan þátt fiðr- ildafræðinnar En hér á eftir fara nokkur sýnishorn um það. hvernig menn á ýmsum tímum og ólíkum stöðum í heiminum hafa tengt þessi fögru skordýr hjátrúnni.' Skordýrin, og þó sérstaklega fiðr- ildin, hafa verið ríkur þáttur í hjá- trú kynslóðanna svo langt aftur í aldir, sem sögur greina. Mörg þeirra eru meira að segja guðaættar eins og til dæmis skortítan, sem sam- kvæmt hinni giísku goðafræði var eitt sinn fagur unglingur, sem naut ástar gyðju einnar. Hún sárbændi Seif um að gefa ástvini sínum eilíft líf, en hún gleymdi að biðja honum eilífrar æsku og varð því ag horfa upp á hann verða eilinni ag bráð, þótt hann slyppi við dauðann Að lokum hrærðist hig harða hjarta föður guð- anna, Seifs, <il meðaumkunar, og hann umskapaði unglinginn í skor- títu. í fornöld var fiðrildið tákn Psyche, sem guðinn Amor elskaði, og er í rauninni mannssálin. Þessi hugmynd er þekkt um alian heim. En elzta frá- sögnin um fiðnldi í heimsbókmennt- unum á rót sína að rekja til Kína og er frá fimmtu öld fyrir Krist. Einn af lærisveinum hins mikla spekings Lao-tse, sem hét Tshuan Sang, dreymdi eitt smn, að hann væri kál- fiðrildi, og meistari hans skýrði drauminn á þann veg, að fiðrildið væri tákn liinnar ódauðlegu sálar hans. í hugmyndaheimi hinna fornu Egypta var fiðrildig einnig sálin, sem hafði yfirgefið bústað sinn, manns- líkamann, og senmlega hefur þessi hugmynd borizt frá þeim til Grikk- 1. Pyrameis atalanta L. (aSmíráls fiðrildi). — 2. Pyrameis cardui (þistilfiðrildi). — 3. Vanessa 10 L. (páfuglafiðrildi). — 4. Vanessa urticae L. 26 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.