Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 4
BEINAMÁL FYRSTI FRÁSÖGUÞÁTTUR I. Menn nefndu veturinn 1802 Langa- jökul. Þá rak hafís að Norðurlandi um áramót, og hvarflaði hann ekki síðan frá landinu, fyir en undir höf- uðdág. í byrjun sumars sást ekki munur hafs og lands við Húnaflóa, og var þá víðast slétt yfir dalverpi og hæðir, gil og brekkur. Svo var hjarn- ið mikið, að í ofsahláku, sem stóð samfleytt í fimm daga snemma í maí- mánuði, komu aðeins upp rindar móti vestri. Um fardaga sá ekki nema á þrjár þúfur á vellinum í Gafli í Svína- tíal, og í áttundu viku sumars var enn isbrú á Blöndu og stöðuvötn cll á haldi. Aldrei leysti til fulls snjó af Hrafnabjargatúni um sumarið. Þetta sumar var mikil sigling til landsins, en skip þau, sem áttu að fara á norð'urhafnir, komust ekki ieiðar sinnar. Festust sum í ísnum og höfðu langa utivist og stranga, en önnur leituðu hafnar á Austfjörðum og biðu þar langtímum saman færis að komast norður fyrir. Náðu nokk- ur þessara skipa ið lokum höfnum nyrðra, önnur sneru aftur til Dan- merkur, en allmörg strönduðu hér við land eða fórust i hafi. Um þessar myndir var nýr kaup maður setztur ið í Spákonufellshöfða. Hét sá Kristján Gynther Schram. Var sú nýlunda í raðagerð, að þrjú skip kæmu í Höfðann í stað eins áður. En þetta ár fó'- ekki allt að óskum Aðeins eitt þeirra komst á leiðai'enda seint í septembermánuði. Eitt Höfðaskipa var lítil jakt, sem hét Hákarlinn Var á henni fjögurra manna áhöfn — ungur skipstjóri. Knútur Herluf Petersen, tveir háset- ar, Jakob og Priðrik, og matsveinn, em ekki er kunnugt, hvað hét. Há- arlinn koni. undir Austurland um sumarið, er enn voru hafþök af ís, lenti þar í hrakningum og náði loks höfn á Vopnafirði. Þar lá skipið síð- an i átta vikur samfleytt, unz skip- stjórinn treystist loks til þess að halda ferð'inni áfram. ís virðist þó ekki hafa bannað með öllu sigling- ar með ströndum fram eftir að kom fram um höfuðdag, en vera má, að jaktin hafi varið löskuð og þurft mikillar viðgeröar, áður en látið yrði út frá Vopnafírði. Skipshöfninni var daufleg vistin á legunni í Vopnafirði og fátt til af- þreyingar, Helzt varð henni til dægra styttingar að gæla við hund.f sem skipstjóri átti og hafði með sér í sjóferðum sínum. Hafð'i hann látið gera handa honum sérstakt hús eða skýli á þiljum uppi. Mjög var hund- urinn elskur að húsbónda sínum og mátti hver gæta sín, er lagði illt til hans í viðurvist hundsins. Gerðu há- setamir sér stundum að leik í fásinn- inu að byrsta sig við' skipstjórann og bera sig til sem þeir ætluðu að berja hann. Hljóp þá hundurinn ávallt upp og gerði sig líklegan til þess að ráðast á þá, svo að skipstjóri varð að aftra honum. Eitt var það, sem skipstjórinn hafði með höndum á meðan hann beið á Vopnafirði. Hann hafði komið með talsvert af varningi, sem hann átti sjálfur, svo sem alsiða var. Drýgðu farmenn tekjur sínar með því að verzla við landsmenn með' þess kon- ar varning, og var þá tíðast um vöru- skipti að ræða, enda voru þau að jafnaði ábatavænlegust fyrir sjómenn- ina. Kaupmenn litu það þó ekki hýru auga, ef mikil brögð voru að' þess- um viðskiptum. Knútur Petersen vildi selja varning sinn á Vopnafirði, því að liðið var á sumar og tvísýnt. hvar hann tæki höfn næst. Eri þegar til kastanna kom, var lagt bann við þvi, að hann >æki þar nokkra verzlun, og hefur það'vafalaust verið gert að tilhlutan Vopnaf.iarðarkaupmanns. Eigi að síð- ur seldi skipstjórinn varning sinn, svo að lítið bar á, en ekki þorði hann að taka fyrir hann meira af íslenzk- um vörum en hann gat komið fyrir í skipskistu siuni eð'a annars staðar í káetunni, þar sem þær voru ekki á glámbekk. Þegar hann hafði eignazt níutíu til hundrað duggarabandspeys- ur, hætti hann vöruskiptum og seldi það, sem eftir var, gegn peningum. Galzt sumt í bankaseðlum, en annað í mótaðri mynt af ýmsu gildi. Pen- inga þessa lét skipstjóri í boldangs- poka, sem hann geymdi í læstum kistli. Sáu hásetar, að allmikið fé safnað'ist í pokann, þegar á leið Vopnafjarðardvölina, svo að líklegt er, að hinn ungi skipstjóri hafi haft með sér í rífara lagi af vamingi og ætlað að bera nokkuð úr býtum þetta sumar. Hásetar hans höfðu einnig haft með sér Jálítið af smávarningi, sem þ( -ieldu í laumi og þó með vitund s.vipstjórans, því að þeir fengu honum til varðveizlu þá skildinga, sem þeir drógu saman. Það er ekki fullljóst, hvenær Há- karlinn lét loks úr höfn á Vopnafirði. Þó er líklegast, að komið hafi verið undir haust og veður mjög tekið að spillast. Að mínnsta kosti velktist skipum vikum saman fyrir Norður- landi, án þess að koma þar til hafn- ar. Hermir sögn, að matsveinninn hafi fallið úr reiðanum á þessari sigl- ingu og meiðzt svo illa, að hann var lítt eð'a ekki rólfær. Hefur þá verið fáliðað á Hákarlinum í vondum veðrum og sjóróti og vökur miklar hjá þremenningunum, sem fullfærir voru. Við þetta bættist svo, að eldur dó á skipinu, en eldfæri engin til þess að bæta þar um, svo að þeir gátu hvorki soð'ið mat né yljað sér sopa í þrjár visur. Má af þessu ráða, að útivistin fyrir Norðurlandi hefur að minnsta kosti numið þremur vik- um, ef ekki mun lengri tíma. II. Laust eftir miðjan októbermánuð var Jóhannes bóndi Jónsson á Breiða- vaði í Langadai staddur í Höfðakaup- stað. Sunnudagsmorguninn 17. októ- bermánaðar var hann árla á fótum, og sá hann þá um dögun duggu á siglingu bera víð hafsbrún norður á fióa. Mun þá hafa vcrið norðlæg átt og þægilegur byr Þetta voru að sjálfsögðu ekki lítil tíð'indi. Skaut Jóhannes undir sig fótum og hljóp heim til Schrams kaup- manns til þes= að segja honum tið- indin. Kaupmenn og verzlunarstjórar áttu jafnan sjónauka, því að slíkra gripa var þörf, ef huga skyldi aS Skipaferð- um. Tók nú Schram sjónauka sinn og skundaði með ’nann upp á Spákonu- fellshöfða. Þegar hann hafð'i virt skip- ið fyrir sér, sannfærðist hann um, ______ __________L_ Um óvænta gesti, sem hlýddu skriftaræðu á Hjaltabakka, 28 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.