Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 22
GESTUR í SKÁLHOLTI arnir að hlaupa til með tréreku til þess að hrekja rakkann frá honum. En hundurinn lét ekki skipast, og varð Þorvaldur jafnan að gæta sín fyrir honum og forðast að koma ná- lægt honum. Þóttj það einkennilegt og vakti eftirtekt manna, að hundur- inn skyldi leggja Þorvald í einelti í svo fjölmennum hópi, og vissi eng- inn, hverju það sætti. Jafnskjótt og öllu hafði verið bjrag að úr jaktinni, var haldið uppboð á strandstaðnum. Dreif þá að fjöi- menni, því að oft gáfust góð kaup á strandfjöru. Annað uppboð var haid ið heima á Hjaltabakka, og keypti Þorvaldur þar úr skipstjórans, er fundjzt hafði í káetu hans. Sumt seld- ist þó ekki, og gaf Schram fólki á Hjaltabakka einhverja smámuni, og brennivín á tunnum, er úr skipinu komu, mun hann hafa falið Hjalta- bakkamönnum að selia fyrir sig. Framhald af 27. síSu. Ifyrstu þeirra, þegar vatn áttá að verða að blóði, er öllu verra að átta sig á. Margar skýringar hafa verið bornar fram á þessu fyrirbrigði, eft- ir því sem tímar liðu fram, en það er hægt að bæta einni við, sem mikil rök styðja — nefnilega því, sem kall- að hefur verið blóðregn. Til eru forn-grískar frásagnir um blóðregn á ýmsum stöðum, og er auð- séð, að þetta fyrirbrigði hefur vakið mikla skelfingu meðal manna. í kvæðum Hómers er ein lína, þar sem skáldið virðist vera að tala um blóð- regn, og rómverski sagnaritarinn Li- vius segir frá blóðregni, sem varð í rómverskum bæjum árin 214, 181 og 169 fyrir Krist. Svipað regn í Frank- furt árið 1296 varð til þess, að 10.000 Gyðingar þar í bær voru myrtir með hinum hryllilegasta hætti vegna þess, að múgurinn áleit, að blóðregnið væri ábending drottins um, að Gyðingarnir hefðu myrt kristin börn. Þótt blóðregn væri þekkt frá göml- um tímum, kom ekki rétt skýring á því fram fyrr en -608 Það var fransk ur heimspekingur, að nafni Peiresc, sem skýrði fyrirbrigðið: í júlímán- uði þetta ár sáu íbúar bæjarins Aix- en Provence sér til mikillar skelf- ingar rauða dropa á steinum, veggjum og staurum og víðar. Þeir lögðu strax þann skilning í þetta, að hér væri um blóðregn að ræða, og boðaði það dauða og ógæfu bæjarbúa. Prestarn ir í bænum lýstu því yfir, að þetta væri verk djöfulsins. en náttúrufræð ingarnir sögðu, að hér væri um að ræða fok frá rauðum jarðlögum. En Peiresc var ekki ánægður með neina af þessum skýringum. Hann hafði af tilviljun fundið fiðrildispúpu og tekið Framhald af 32. síðu. Það er ekki nóg að þykjast vera með alls konar viðreisnartilraunir á srviði fjármála og atvinnumála. Al- hliða viðreisn er það, sem þjóðin þarfnast. Og við verðum að byggja okkur þannig upp, að uppbyggingin miðist við vaxandi þjóð. Mér fyndist eðlilegast, að Skálholts- bisktfp yrði yfirbiskup. Jafnframt því, sem biskupsstóll yrði endurreistur í Skálholti sýnist mér, að þar yrði sett á stofn deild úr guðfræðideild há- skólans, sem byggi guðfræðinga há skólans undir lokapróf. Skálholts- biskup ætti að hafa yfirumsjón með þessu stigi námsins. Þetta ætti að vera eins vetrar nám. Ég tel, að verð- andi prestar mundu sækja heilbrigð- an, kristilegan anda með dvöl sinni i Skálholti. sem mundi verða þeim hana heim með sér í lítilli öskju tli þess að sjá, hverju fram yndi. Og morgun einn, þegar hann vaknaði, heyrði hann skrjáfa í öskjunni. Þeg- ar hann opnaði hana, sá hann „ný- fætt“ fiðrildi, og það sem þýðingar- meira var, — rauðan dropa á botni öskjunnar. Þetta var vökvi, sem er í þarmi púpunnar, meðan fiðrildið er á púpustiginu, og það losnar ekki við hann fyrr en það yfirgefur púp- una. Peiresc renndi strax grun i, að „blóðdroparnir" væru einnig tilkomn- ir vegna hamskipta þessarar fiðrilda- tegundar, og þegar hann komst að því, að dropamir fundust aðeins á veggjum, steinum og staurum og svipuðum stöðum, en ti] dæmis ekki á húsþökum, þar sem þeir hlutu þó að vera, ef um raunverulegt regn væri að ræða, varð grunur hans að vissu. Frekari staðfestingu á þessu fékk hann, þegar hann sá, að næstu daga á eftir „blóðregninu" var óvenju mikið um þessa sérstöku fiðrildateg- und t görðum bæjarins. — Eins og svo oft áður hafði ein af gátum nátt- úrunnar leystst við samvinnu heppi- legrar tilviljunar og glöggs huga, sem ekki lét gamla fordóma slá ryki í augu sér. (Naturens Verden: Torben W. Langer). Lausn 43. krossgátu drjúgt veganesti í starfi sínu. Sögu- helgi staðarins talar skýrara máli en hægt er að mæla í fyrirlestraformi og kennisetninga. Talað hefur verið um kristilega ungmennafræðslu í Skálholti, og er það út af fyrir sig mjög gott. En það ætti ekki að vera neitt sérstakt, því að allir skólar eiga að byggja starf sitt á kristilegum grundvelli. Það ættu ekki aðrir að fá kennarastöður en þeir, sem aldir væru upp í kristi- legum skóla. í raun og veru er kirkjan félag borgaranna til þróunar í andlegum efnum, viðhald kristindómsins þar með eflingu siðmenningar, auk aðal- hlutverks sín sjálfrar, guðsdýrkunar. Kirkjuhúsið sjálft er samkomustaður, þar sem cddviti og leiðtogi hvers safnaðar, presturinn, flytur guðs orð og boðskap. Með þátttöku í guðsþjón- ustunni gefst söfnuðinum kostur á að verða aðnjótandi þess boðskapar, sem fluttur er, og annars þess, sem helgihaldið býður upp á. En vegna þess, að kristnihald og kristinn siða- lærdómur er fullkomið alvörumál, verða prestar að vera starfi sínu vaxn- ir og jafnframt að vera öðrum til fyrirmyndar. Vegna þess, hvað staða prestsins er þýðingarmikil, er nauð- synlegt, að prestaefnin fái hinn bezta undirbúning undir stöðu sína, og Skálholt virðist mér heppilegastur allra staða, til þess að þar séu prest- ar undirbúnir undir vígsluna Skálholt er sögumettaður staður, sem býr yfir töfrum, sem óhjákvæmi- lega hafa göfgandi áhrif á góða menn. Þess vegna og vegna áhrifa- mikils umhverfis á Skálholt að verða höfuðstaður íslenzkrar kirkju og kristni. FIÐRILDI f HJÁTRÚNNI - 46 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.