Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 10
á það, að margur kvæntur mað- urinn, sem fullyrðir, að hann elski konu sína, hefur samt sem áður hald- ið rækilega fram hiá henni. Og myndi það ekki geta heyrt undir að elskf- tvær konur? Það komu grettur í andlit hans svo sem stæði hann frammi fyrii miklum óhugnaði. Og hann tæmd glasið sitt næstum. áður en hann tó1 til máls: — Slíkt er skepnuskapur og á ekk skylt við ást. Slíkir menn eru ógeð: legir. — Já, það er þín skoðun, anzaó ég. En menn eru víst ekki allir sam máia þér um það. Hvernig er það með þig, ferð þú aldrei á kvennafar? — Nei, sagði hann og hnyklaði brúnirnar. Mér finnst óskiljanlegt að menn hafi slík afskipti af konum. sem þú átt við, nema þeir elski þær Dýrin eðla sig, án þess að önnur til finning komi til en kynhvötin. Ei menn gera það, þá eru þeir eins og dýrin. Ég hafði ekki svar á reiðum hönd um við þessari ádrepu hans, tautaði aðeins: Þú segir það, já. Og til þess að gera eitthvað bætti ég í glasið hans. — Þú hefur máske einhvern tíma orðið alvarlega ástfanginn, — elskað á þennan hátt, sem þú átt við? spurSi ég hikandi. — Já, ég hef elskað, sagði hann, eftir að hafa horft alvarlega á mig um stund. Mér hefur alltaf fallið vel við þig og ég lít á þig eins og vin minn. Þess vegna ætla ég að trúa þér fyrir leyndarmálinu um ást mína. En ég bið þig að geyma það aðeins í huga þínum og segja það engum. — Þér er óhætt að treysta því, lof- aði ég. Og enda þótt ég skrifi frá- sögnina niður, hefur mér tekizt að spekja samvizku mína með smávegis útúrsnúningi — ég segi hana engum, aðeins skrifa hana — og með því að breyta nöfnum á viðkomandi fólki og stöðum. Hann saup rösklega á glasi sínu, á ur en hann tók til máls: — Ég var fjórtán ára, þegar ég si hana í fyrsta sinn. Foreldrar mínir áttu heima þrjár bæjarleiðir frá þorp inu, sem stóð við botn fjarðarins. Hún átti heima fyrir handan fjörð- inn. Þennan vetur var haldinn dans- leikur fyrir börn í þorpinu, og ég fékk leyfi til að fara þangað eins og fleirí krakkar úr sveitinni. Þar sá ég hana. Hvort sem þú trúir því eða ekki, þá elskaði ég hana frá því að ég leit hana í fyrsta sinni. Hún var falleg — yndisleg. Allt var jafn að- laðandi við hana. Ég kunni mjög lítið að dansa, ekki nema það sem hún systir mín hafði reynt að kenna mér síðustu dagana fyrir skemmtunina. Hann þagnaði, og ég spurði: — Og svo héfurðu dansað við hana, ég meina stúlkuna, sem þér leizt svona vel á? — Já, ég dansaði við Þórdísi. Ég iansaði einn dans við hana — eina skiptið á ævinni, sem ég dansaði við hana. Og aldrei síðar hefur það skipt mig máli að dansa, þá sjaldan ég hef borið það við. En þessari stundu gleymi ég aldrei. Ég hef kannski ver ið stirður, en þó gekk okkur dans- inn sæmilega. Þetta var líka ræll, og mér hefur alltaf veitzt léttast j iansa hann. — Og þú varðst svona ástfanginn af henni við fyrstu sýn, þótt þú værir ekki eldri en fjórtán ára? Var hún á svipuðu reki og þú? — Hún var einu ári eldri en ég. — iá, hún var fimmtán ára. Og ég var feiminn og óframfærinn, jafnvel við foreldra mína. Aðstæðumar voru eins og tíðkaðist í þá daga í minni sveit, unglingarnir voru bundnir við störí heima fyrir eins og fullorðna fólk- ið. Ég sé hana ekki aftur fyrr en við ferminguna mína. Hún tók í hönd- ina á mér, óskaði mér til hamingju og brosti til mín. Ég gat ekkert sagt nema þakka henni fyrir. En lengí á eftir nagaði ég mig í handarbökin fyr ir þann aumingjaskap að hafa mig ekki upp í það að spyrja hana, hvort ég mætti skrifa henni. Svo leið ár, þangað til ég sá hana Það er að segja, raunverulega sá ég hana nokkrum sinnum þennan tíma. — Hvað áttu við? spurði ég. — Jú, það var sjónaukinn. Ég keypti mér vandaðan sjónauka af farandsala, sem flæktist um sveitina þetta vor. Foreldrum mínum þótti það talsverð óráðsía af mér að nota spariaurana mína til þess arna. En oftsinnis, þegar bjart var veður, not- aði ég frístundir mínar til þess að horfa í sjónaukann yfir að bænum hennar hinum megin við fjörðinn. Það henti nokkrum sinnum, að mér tókst að sjá hana, þegar hún var við heyvinnu úti á túninu. Gallinn var bara sá, að það var helzt í brakandi þurrki, þegar mest var að gera heima. En ég stalst til þess, þegar ég komst höndum undir. Ég man hve hjartað í mér hoppaði af gleði, þegar lánið var með mér. Ég fékk ævinlega mikinn hjartslátt, þegar ég kom auga á hana. . — En hittirðu hana aldrei? — Nei, ekki fyrr en eftir um það bil ár, það var þegar hún var að (flytjast til Reykjavíkur með foreldr- um sínum. Hún sagði mér, að hún ætlaði í skóla þar. Og hún sagði við mig, að ég ætti líká að reyna að kom- ast í skóla fyrir sunnan. Meðan hún sagði þetta við mig, brosti hún til mín. Á þeirri stundu varð mér Ijóst, að favað sem það kostaði, yrði ég að komast til Reykjavíkur, helzt í skóla. En eins og fyrri daginn hafði ég mig lekki upp í það að fá til leyfis að skrifa henni, enda voru foreldrar hennar með henni. Samt skrifaði ég henni nokkrum mánuðum síðar, gerði mér það til erindis að biðja hana að komast eftir því, hvar frændi minn, sem var trésmíðameistari, ætti heima, enda þótt ég vissi það. Hún svaraði mér og sendi heimilisfangið. Það bréf á ég enn, ég hef geymt það eins og helgan dóm — eina bréfið frá henni. — Og svo hefur þér tekizt að kom- ast suður? — Ég gerði allt, sem í mínu valdi stóð, til þess að fá að fara til Reykja víkur til trésmíðanáms. Það tók mig á annað ár að fá því framgengt. Fað- ir minn vildi endilega, að ég yrði bóndi. Ég held honum hafi fundizt allt annað svik við þau foreldrana, sveitina og ég veit það. En það tókst. — Reyndirðu svo ekki að koma þér í kynni við stúlkuna eftir að þú komst suður? Hann tæmdi glasið sitt, áður en aann hélt áfram: — Ég hef alltaf verið mjög ófram- íærinn, sagði hann. Jú, ég reyndi það. Hún þekkti þá orðið margt ungt fólk og var oft á skemmtunum hingað og þangað, skUdist mér. Ég þóttist sjá, að hún kærði sig ekkert um mig. Ég hélt áfram að elska hana jafn óend- anlega mikið þrátt fyrir það. Ég von- aði, að eitthvað myndi gerast — breyt ast. Ég bauð henni tvisvar í leikhúsið eftir að ég kom ttt Reykjavíkur. í þriðja skiptið gat hún ekki komið með mér, var víst að fara á dansleik með einhverjum öðrum. Þá reyndi ég líka að bjóða henni á dansleik. En hún vildi ekki koma, einhverra hluta vegna. Hann bætti við eftir nokkra þögn: — Svo var hún allt í einu farin norður til Akureyrar, réðist þangað sem þjónustustúlka á hótel, sem frændi hennar átti. — Heyrðu, Þórdís? Hvers dóttir •egirðu, að hún sé? — Sveinsdóttir, anzaði hann. Dísa Sveinsdóttir, hugsaði ég og vissi á samri stundu, að ég þekkti hana. Dísa á hótelinu hafði hún verið kölluð í þá daga. Og hún var fyrsta stúlkan, sem ég hafði átt ástarævin- týri með. Já, hún var nú raunár álit- in talsvert léttúðug þarna fyrir norð an. — Þekktirðu hana? spurði hann. —- Nei, laug ég, það er að segja, ég þekkti hana í sjón þennan stutta tíma, sem ég var á Akureyri. — Það var ekki hátt lærlingskaup- ið í þá daga, hélt hann áfram, en ég rembdist við að draga saman af því, svo að ég gæti átt fyrir fari til Akur- eyrar, þegar sumarfríið mitt kæmi. Ég varð að geta séð hana og talað við 34 T 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.