Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 14
Þr * angu,, sem Vilhjálmur hlaut í æsku undlr Skar8sfialli, yrkir hann til þess með þessum hættl: „Fagur- skrýdda fjallið mitt/ friðarboga Ijómi vefur/ úða döggvað enni þift/ yndislega fjallið mitt./ Prýða hlíðar hárið sitt/ heita kossa morgunn gefur./ Fagurskrýdda fjallið mitt/ friðarboga Ijóml vefur". — — — „Fagurskrýdda fjalllð mitt/ friðarsvali um þig líður./ Drifið gulll er djásnið þitt/ dásamlega fjallið mitt./ Þegar hinita sólbros sitt/ sendir hlíðum aftann blíður,/ fagur skrýdda fjallið mltt/ friðarsvall um þig líður". fyrstu hræringuna. Þær voru að drep- ast fram eftir hausti og urðu 70 dauð- ar, áður en lauk. Þannig fylgdi eitt tjónið öðru, og þá voru ekki trygg- ingarnar til að bæta mönnum skað- ann. Þannig segir Vilhjálmur frá jarð- skjálftunum miklu, og hann bætir við: Sá, sem hefur lifað jarðskjálfta, gleymir því aldrei. Og Vilhjálmur hefur gilda ástæðu til að muna þá betur en flestir, því að þeir undirstrikuðu tilvist sína síð ar í lífi hans, þegar hann var orð- inn bóndi í Skarðsselú — Það var 1912, segir hann. Sá jarðskjálfti kom harðast niður í Næfurholti. Þar féll allt, og drengur varð undir rústunum og dó. í Hauka- dal féllu einnig öll hús. Ég kom þang að daginn eftir. Baðstofan hjá mér varð fyrir miklum skemmdum, en hékk uppi í eitt ár. Þá varð ég að rífa bæinn og byggja nýjan. Árið eftir varð eldgos í Hrafnabjörgum. Eldarnir blöstu við okkur og voru að sjá úr Skarðsseli eins og glóandi sjávarbrim. Já, þau eru þrjú eldgos- in, sem orðið hafa i nágrenni við mig á minni tíð. — Þeir, sem lifað hafa þarna austur frá, komust í kynni við náttúruöflin. Birgir. Bergsteinn Kristjánsson safnaSi FYNDNl OG FLÓNSKA PALLI GAMLI þótti í meira lagi mat- gefinn. Eitt sinn komst hann svo að orði: — Eg hefi ekkert étið í dag nema eina köku og dálítið af kjöti. ★ JÓNAS KARLINN sá ráð við innrás Þjóðverja í Danmörku: — Ætli það hefði ekki verið reynandi að sýna þeim byssu, sagði hann. ★ SÉRA JÓN var nokkuð svaðafenginn, er hann fann á sér. Eitt sinn lenti hann í deilum og áflogum við bónda í sókninni. Kom prestur honum undir og klóraði hann í andlitið, svo að hvarmarnir þrútnuðu. Þegar nágrann ar bóndans spurðu hann um áverka þessa, svaraði hann: — Þeir ,eru ekki góðir fyrir augun, þessir lærðu djöflar. ★ ÓLAFUR GAMLI sagði á þessa leið frá klukku, sem faðir hans hafði átt: — Það var sú langsamlega maka- lausasta klukka, sem ég hef þekkt, klukkan hans föður míns sáluga. — Henni skyldi aldrei misdægurt verða, nema þegar hann faðir minn kom blindfullur heim og kastaði henni á gólfið. En þá var eina ráðið ag senda hana til Páls i Hömrum, því að hann var svo langsamlega enieraðastur og demúnerastur fyrir öllum instrúment um, maðurinn sá. ★ GÍSLI BÓNDI þótti nokkuð grunn- hygginn og fljótur til svars. Eitt sinn var hann i samkvæmi, og var þar rætt um það, hvað timbur væri nú miklu lélegra en áður hefði verið. Nú væri það fúið eftir eitt eða tvö ár, en áður hefði það dugað árum saman. Gall þá Gísli við og sagði: — Svona var hann faðir minn, hann var mæniás í þrjátíu lamba húsi í Framhald á 45. síðu. 33 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.