Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 12
Jörðin gekk í bylgjum og bað- stofurisið sat á grjótdyngju Sandstormarnir, sem ruku inn yfir Landið og Rangárveliina, þegar þeir voru hvað atkvæða- mestir, voru eins konar vasaút- gáfa af nöfnum sínum á Sahara, þótt svartir væru. Menn kunnu engin ráð við þessum mold- svörtu og aðsópsmiklu gestum, þegar þeir geystust innan af af- réttum og gerðu ýmist að reka grasið undan sér eða leggjast á það. Fyrsti bóndinn, sera reyndi að setja sandinum stólinn fyrir dyrnar, var Eyjólfur í Hvammi. í» Hvammi var tvíbýli, og Vilhjálmur Ólafsson ólst upp hjá mótbýlismanni Eyjólfs, Jóni Gunnarssyni, sem kvæntist móð- ur Vilhjálms. Vilhjálmur segist hafa hjálpað til að hlaða grjótgarðana, sem Eyjólfur lét gera til þess að sporna við sandinum. Fellisvorið svokallaða árið 1882 urðu ógurlegir sandbyljir á Landi og Rangárvöllum. Þetta varð áður en Vilhjálmur var kominn til sögunnar í þessum heimi, en hann heyrði fólkið oft tala um ,,fellisvcrið“ og sandbyljina, þegar hann var að vaxa úr grasi. — Hann rauk upp u,n sumarmálin með aftakaveðri, stanzlausri norðan- hríð og sandbyljum. Veðrið stóð á aðra viku og var helzt ekki út farandi til þess að^Jjjarga fénaði. Ég heyrði Hver aldan af annarrl valf að bænum. SkárSsfJall- ið klofnaði, óg brekkurnar , féllu fiiður á jafnsléftu. Hann • var þrifinn upp úr . . ' V..-' . rúminu, og sterkar hendur fleygðu honi/fn út um bað- stofiigluggann. fólkið segja, að þá hefði verið ljótt um að litast, þegar veðrið lægði, fé lá dautt og grafið undir snjó og sandi. Þáð hafði blindazt í sandrok- inu. Veðrið drap það, og sumt grófst svo djúpt í sandinn, að það fannst aldrei. — Þetta var einhver mesta út- rás sandsins í manna minnum. Hann lagði undir sig margar jarðir í Land- mannahreppi og á Rangárvöllum. — Sumar fóru alveg í eyði, en aðrar réttu þó við aftur. Menn voru alltaf á glóðum um þess ar jarðir sínar, þegar sandátt var. Sandbyljirnir voru stundum svo mikl ir á vorin, að ekki sá til sólar eða næstu bæja, þótt skafheiðríkja væri. Það var stundum nær myrkur um miðjan dag, þegar byljirnir voru verstir. Sandurinn smaug inn í hús- in og settist í matinn og skildi eftir svartar fannir undir veggjum bæj- anna, sem bágast stóðu. Maður vand- ist þessu, húðin hertist, en verst var með augun. Eftir sandbyljadag var maður nær sjónlaus og augun bólgin. Sandurinn fór líka í fannir á túnun- um, og menn voru stundum að reyna að moka hann burtu. Heima í Hvammi var svo sem enginn ágang- ur af sandinum; aðalblásturinn var fyrir norðan Skarðsfjall, suður með Þjórsá. En Eyjólfur gekkst þó fyrir því, að bændur létu gera garða. Af þeim var takmarkað gagn, en þó vann sandurinn ekki eins ört á fyr- ir bragðið. — En svo kom Gunnlaug- ur Kristmundsson, sandgræðslustjóri. Hann bjargaði öllu við. Hann notaðist eitthvað við grjótgarðana og sáði við þá. En honum var ljóst, að það var nauðsynlegt að friða landssvæði, sem sandurinn var að leggja í auðn, svo að þau færu að gróa. En kallarnir voru nízkir á löndin. Þeim fannst hann taka of mikið. En hann fór sínu fram, þrátt fyrir alla mótspymu, og girti smátt og smátt stærra svæði, og nú hefur sandurinn látið undan síga. Eitt er það náttúrufyrirbrigði á þessu landsvæði, sem hefur haldið til jafns við sandfok og uppblástur og heldur meira þó. — Jarðskjálftarn ir. Þeir eru þeim mun óhugnanlegri fyrir þá náttúru sína, að þeir eiga sér felustaði innan í jörðinni og koma, þegar minnst varir: — Ég var ellefu ára gamall. Við höfðum verið að hirða allan daginn, góðan þurrkdag 26. ágúst 1896. Það var allt hirt af orfum um daginn, og fólkið gekk fegið til hvílu. Ég var ný- sofnaður, en vaknaði skyndilega við, að baðstofan lék á reiðiskjálfi og var að fara niður á okkur. Svo var ég þrifinn upp úr rúminu og fleygt út um glugga á suðurgafli baðstofunnar, áður en ég vissi, hvaðan á mig stóð veðrið. Ég vissi ekki, hvað var að gerast, en sá allt fólkið koma þessa sömu leið út um gluggann, fatnaðinn og sængurföt sömuleiðis, allt í mesta hasti. Fötunum var fleygt í kálgarð, >sem var rétt hjá bænum, og þar var ég klæddur í. Ég fann titring undir fótum mínum og hlustaði agndofa á það, sem fólkið sagði. Karlmennirnir þustu að fjósinu; það var fallið og þeir hömuðust við að rífa þakið til þess að reyna að bjarga kúnum, sem lágu þar undir. Þær náðust allar lif- andi, og það gladdi fólkið mikið, en þær voru hræddar og rispaðar og marðar eftir hellur, sem voru á lang böndunum undir torfþakinu til að verja timbrið fúa. Þær voru reknar út á tún. — Skarðsfjallið ofan við bæ inn var hræðilega útleikið. Sumar brekkumar höfðu hrapað ofan frá brún og niður á jafnsléttu, og eitt jarðhlaupið hafði staðnæmzt á tún- inu norðan við bæinn og grafið undir sér lambhús. Seinna komumst við að því, að fjallið hafði klofnað að endi- löngu, og sú sprunga er ekki gróin enn. Risið á bænum sat á moldar- og grjótdýngju, sem fyrir skömmu hafði verið veggir hússins. Baðstofan hafði verið skarsúðuð með sperrum. Þær brotnuðu ekki, og það bjargaði okk- ur. — Ilver aldan eftir aðra hafði oltið að bænum, og ekki hafði verið nein leið að gera sér grein fyrir, hvað gerðist eða hve lengi það var að ger- ast. En nú stóðum við þarda í lág- nættinu og jörð'in titraði undir fótum okkar. Við vorum hrædd. — Ekkert hús uppistandandi og tekið að líða u T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.