Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 8
SIGURÐUR VILHJÁLMSSON SKÁLHOLT „Ketilbjörn hinn ganili bjó at Mos- íelli ok átti margt barna. Teitur hét sonur Ketilbjarnar. Hann var sá gæfumaður, at hann byggði þann bæ fyrst, er í Skálholti heitir, er nú er allgöfgastur bær á öllu íslandi. Sú var önnur gæfa hans, at hann átti at syni Gizur inn hvíta, er með kristni kom til íslands ok bjó í Skálaholti eftir Teit föður sinn“. Þannig segir Hungurvaka frá upp- hafi að byggingu Skálholtsstaðar. Og enn segir þar: „Gizur hvíti lét gera ina fyrstu kirkju f Skálholti ok var þar grafinn at þeirri kirkju, en ís- leifur bjó í Skálholti eftir föður sinn“. Það hefur verið á fyrstu árunum eftir þúsund, sem Gissur hvíti lét gera kirkju í Skálholti. ísleifur var vígður 1056 til biskups yfir íslandi. Sonur hans, Gissur, var svo vígður biskup að föður sínum látnum. Hann settist í Skálholt og gaf Skálholt til biskupsstóls með þeim ummælum, „at þar skyldi ávallt biskupsstóll vera, meðan ísland væri byggt ok kristni má haldast“. Þessu var þá líka fylgt og Skálholt var biskups- setur fram undir lok 18. aldar. En þá bregður svo við, að Skálholt, þessi höfuðstaður íslenzkrar kristni, er orð- inn svo niðurníddur, að biskup helzt þar ekki við lengur. Ekkert skal ég um það segja, hvaða tilfinningar hafa bærzt með þeim biskupi, sem yfirgaf Skálholt. En eitthvað hefur hann verið risminni en Gissur biskup og ísleifur faðir hans, sem tóku staðinn og reistu hann til öndvegis í íslenzku þjóðlífi. Að vísu höfðu valdhafar rú- ið staðinn að tekjulindum og vildu ekki sjá af neinu til endurreisnar. En fleira kom til. Undanhaldið, sem gerði vart við sig hjá forráðamönn- um stólsins, var ekki síður áberandi. Undanhald, sem jafnframt leiddi til þeirrar hnignunar kirkjunnar, sem gætir að nokkru enn £ dag. Það er nú orðið tímabært að snúa þessu und- anhaldi í sókn. Vonandi eru aðgerðir þær, sem farið hafa fram í Skálholti, fyrirboði þess, að kirkjan hristi af sér þá deyfð, sem virðist hafa verið yfir henni og sumum þjónum henn- ar. Það er talað um, að siðferðis- ástandi þjóðarinnar sé mjög ábóta- vant nú á þessum tímum. Um það skal ekki dæmt hér, hvort svo er nú fremur en oft áður. En óhætt er að segja, að vakning í þeim efnum mundi leiða til bætts ástands. Engum aðila eða stofnun stendur nær að hafa forystu um úrbót í þeim efnum eu kirkjunni og þjónum hennar. En kirkjan og prestar ásamt biskupi eiga þá einnig rétt á því, að rikisvaldið veiti þeim fullan stuðning í baráttu sinni fyrir því að efla kristindóm í landinu og þá um leið almennt sið- gæði. Ég er sannfærður um, að endur- reisn biskupsstóls í Skálholti og raun ar á Hólum einnig mundi hafa miklu meiri áhrif í þessa átt en annað, sem gert yrði. Raunar er kirkjulíf og kristnihald £ Reykjavík það umíangs mikið, að ekki væri óeðlilegt, að biskupsstóll væri þar einnig. En er nokkur fjarstæða, að nú séu þrír biskupar í landinu? Hin öra fólks- fjölgun gerir kröfur til margs konar ráðstafana, sem voru óþekktar, með- an mannfjöldi í landinu var langt innan við 100 þúsund. Framhaid á 46. síðu. SKÁLHOLT. (Ljósmynd: Páll Jónsson). a' T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.