Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Page 4

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Page 4
Beinamálið húnvetnska — þriðji frásöguþáttur XIII. ÞORVALDUR sá JÓNSSON, sem rvo ótæpilega var kcnnt hvarf skip- stjórans á Hákarlinum, var kominn aí fólki, sem allmikils mátti sin um skeið. Faðir hans, Jón garðyrkjumað- ur, var sonur Gríms lögsagnara Gríms sonar á Stóru-Giljá, og var því séra Jón Grímsson í Görðum á Akranesi, fað'ir Gríms amtmanns á Möðruvöll- um og móðurfaðir Gríms Thomsens, föðurbróðir Þorvalds. Móðir Þor- valds var Guðrún Björnsdóttir, Bene- diktssonar lögmanns, Þorsteinsson- ar. Var Þorvaldur í það kyn í nán- um skyldleika við marga presta og fyrirmanna um Norðurland og Aust- urland. Bræður Þorvalds tveir, Grím- ur Laxdal og Jón Laxdal, gerðust smákaupmenn í Reykjavík, fljótlega eftir að einokunarverzluninni var af- létt, o,g fór nokkug misjafnt orð af þeim. Jón Grímsson var um skeið garð- yrkjuráðunautur upp úr miðri átj- ándu öld. Gerðist hann bóndi norður í iandi, en fluttist á efri árum sín- um til Reykjavikur, ásamt konu sinni. Þorvaldur fæddist á Þverá i Laxárdal í Þingeyjarsýslu 17. júlí 1774, en mun hafa borizt ungur vest- ur í Húnavatnssýsiu. Gerðist hann þar vinnumaður, þegar hann hafði aldur tii og var á ýmsum bæjum í héraðinu. Þótti hann snemma alló- dæll og hrekkióttur við menn og skepnur, og var í minnum haft, að hann batt eitt sinn tvo kettj saman á rófunum og hengdi upp á stag á Guðrúnarstöðum i Vatnsdal. En það var lcngum talið á landi hér, að hrekkir unglinga við skepnur væru óheiliaboði. Þótti bað oft rætast, enda speglaðist í slíku ógæfusamlegt inn- ræti og gallað uppeldi, sem löngum hefur dregið hala á eftir sér. Lagðist það orð á, þegar Þorvaldi óx íiskur um hrygg, að hann væri fólskur og ka;dgeðja og vílaði fátt fyrir sér. Um það leyti er Þorvaldur varð fulltíða, bjuggu að Fjósum í Svart- árdal systkin, sem þóttu einkenni- leg um margt. Var mest fyrir þeim bróðir, sem hét Þorbergur Árnason. Ein Fjósasyslra, Guðrún að nafni, hafði átt tvíbura í lausaleik með Jóni einhverjum og alið þá.í graslaut við Fjósasel. Þetta þóttj Fjósasystkinum hin mesta smán og nefndu þau systur sína Fortöpuðu Gunnu upp frá því. Systur hennar litu svo til, að lautin, þar sem hún ól börnin, hefði saurg- azt, og fóru þær því á vettvang, kveiktu bál og sviðu svörðinn með eldi. Annað barn Fortöpuðu Gunnu dó, en hitt náði aldri. Var það stúlka, sem nefnd var Guðrún. Um aldamót- in, þegar Guðrún Jónsdóttir var gjaf- vaxta, gerðist Þorvaldur vinnumaður á Fjósum og gekk að eiga stúlkuna. En þrátt fyrir þessi venzl varð sam- komulag hroðalegt með Þorvaldi og Þorbergi. Eitt sinn vildi Þorbergur senda vinnumann sinn í ver suður á land, en hann neitaði að fara, og margt fleira bar þeim á milli. Virð- ast þeir iðulega hafa látið hendur skipta, og einu sinni sló Þorvaldur steini fyrir brjóst Þorbergi, svo að blóð gekk upp úr honum. Fleiri'sög- ur voru sagðar af skráveifum, sem vinnumaðurinn gerði húsbónda sín- um, og var svo hermt í Svartárdal, að hann hefði stundum elt hann á aðra öæi til þess að fljúgast á við hann. Árið 1800 hafði Þorvaldur reist bú i Holti á Ásum, og fékk þó aðeins til umráða Jítinn skika, enda búskap urinn harla smár í sniðum. Þá bjuggu og í Holti Jóhannes Guðmundsson og Jarþrúður Eiríksdóttir, sem áð- ur hafa komið við þessa sögu, og kom brátt í Ijós, að ekki myndi Þor- vaJdi semja stórum betur við þau en Þorberg á Fjósum. Eitt sinn um vet- urinn bar það við, er þeir Jóihannes og Þorbergur stóðu yfir fé í haga, að . í odda skarst með þeim, og kom Jó- hannes illa leikinn heim til Jarþrúð- ar og kvað Þorvald hafa á sig ráðizt. Skömmu síðar fór Jarþrúður niður að Hjaltabakka og sagði þar frá því, að Þorvaldur hefði með öðru meira slit- ið buxurnar niður um bónda sinn, og var af því ráðið, að hann hefði flengt hann í haganum. Sambýlið í Holti varð líka skamm- vinnt. Fékk Þorvaldur inni á Hjalta- bakka vorið 1801 og virðist hafa haft þar nokkur jarðarafnot, en jafnframt þjónað séra Rafnj að einhverju leyti. Þar átti hann einkum í útistöðum við húskonuna, Guðrúnu Guðmunds- dóttur. Hún átti að gæta fjárins einn dag í viku, og færði Þorvaldur það hennj til saka, að hún lét kindur sín- ar fara saman við annað fé á bæn- um í haganum. Sleit hann meðal annars af henni svuntu og tætti í sundur, veittist að kindum hennar og hótaði að drepa þær allar og lagði undir sig ýmsa smámuni, er hún hreppti af strandinu. Kom þar loks að Guðrún þorði ekki annað en hrckj ast brott með kindur sínar um há- vetur og koma þeim fyrir á Hnúk- um, og þangað bar hún síðan þeim hey úr stakki sínum á Hjaltabakka. Þóttu henni þetta að vonum þungar búsifjar. Um svipað leyti lagðist á Þorvald sá grunur, að hann hefði gert inn- brot í Sauðanesi og stolið þar miklu af mat — hangikjöti, tólg og kæfu. — Raunar voru ýmsir menn í Þingj og á Ásum orðaðir vig þetta, þeirra á meðal Erlendur hreppstjóri á Torfa- læk, en það jók grunsemdir á Þor- valdi, að hann fór skömmu síðar norð ur í Fljót og hafði þá meðferðis tals- vert af tólg til sölu. Létust menn vita, hvaðan honum kæmi sú tólg, þvi að hann áttj fáar skepnur. En aldrei gekkst Þorvaldur við þessu, og er alls óvíst, hver það var í rauninni, sem lét greipar sópa um forðabúr Sauðanesbóndans. XIV. Það er líklegast, ag Þon’aldur hafi farið frá Hjaltabakka þegar vorið cft- ir strandið, og setzt að á Sigríðarstöð- um í Vesturihópi, þar sem hann bjó síðan alimörg ár. Þessi sömu misseri andaðist faðir hans í Reykjavik, og tók hann þá Guðrúnu, móður sína, norður til sín og fékk með henni búshluti nokkra. Þess var ekki langt að bíða, að menn vestur þar kæmust að raun um, að þeir höíðu fengið ágengan og 76 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.