Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Blaðsíða 8
stekk á Bárunum. Þegar þau komu heim, vantaði Steíán, og sögðu syst- kin hans svo frá, að hann lægi afl- vana við stekkinn. Fór Þorvaldur um kvöldið að leita hans og reiddi hann heim um þverbak, því að hann var ekki rólfær. Nóttina eftir dó dreng- urinn. Það var raunar aimæli, að misþyrm ingar hefðu orðið drengnum að fiör- tjóni, og voru þær eignaþar föður hans. Sögðu sumir, að hann hefði fært hann heim dauðan, en það mun ekki hafa verið satt. Ekki verður þó annað sé en séra Jón Míkaelsson í Vesturhópshólum hafi jarðað dreng inn umyrðalítið, og lét hann svo ummælt-í prestsþjónustubókinni, að hann hefði dáið úr aflleysi í fótum og fásinnu eftir þriggjc vikna vesöld. Sé mark takandi á því, hefur hann verið rekinn sjúkur á stekkinn með systkinum sínum. Bættí þessi atburður að sjálfsögðu ekki um fyrir Þorvaldi, þótt raunar væri það ekki einsdæmi, að börn óg unglingar dæju með snöggum og grun samlegum hætti. Það var oft virt til vorkunnar, þótt húsbændum yrði stundum þyngri höndin á ungviðinu en það þoldi. XVII. Guðrún gamla Björnsdóttur lagðist 1 kör um þetta leyti eða jafnvel fyrr, og þyngdist þá enn hagur hennar, þegar hún var ekki lengur sjálf- bjarga. Seinni kona Þorvalds var að sönnu talin henni mildari, en matur var naumur útilátinn, sem áður og umhirða var fyrir neðan allar hellur. Hírðist gamla konan lítt eða ekki ræst í fleti sínu misserum saman, markvik af óþrifum. Sagðj húsfreyja, ið angur sækti svo ákaft á hana, að ;ún væri jafnilla farin að morgni, þótt af henni væri hreinsað að kvöldi. Gegn slíku fári var ekki létt að stríða. Þannig mornaði gamla konan og þornaði, unz hún sálaðist í vetrar- lok 1812. Svo vildj til, að Guðrún Einars- dótbir, kona Þorvalds, kom um þetta leyti að Bjarghúsum til Sæ- mundar bónda Brynjólfssonar og gisti þar eina nótt. Næsta dag, mið- vikudaginn síðastan í vetri, íylgdi Sæmundur henni að Sigríðarstöðum. Komu þau þangað seint á degi, og var þá séra Jón Míkaelsson í Vesturhóps- hólum þar fyrir, nýbúinn að þjón- usta kerlingu. Var gnægð matar bor- in fyrir þá Sæmund og prest og á enga lund til sparað, því að Þorvald- ur var geslrisinn og veitull, þegar sá gállinn ' ar á honum. Þegar þeir höfðu matazt, kvaddi prestur og snerj heimleiðis, en fyrir þráláta bón húsbændanna féllst Sæmundur á að gista. Hann veitti því athygli, að gamla konan var sífellt að krjá eftir- ein- hverju um kvöldið, líkt og hún væri að biðja um næringu. Ekki varð hann þess þó var, að neinu væri vikið að henni, en einu sinni fór tengdadóttir hennar til hennar og var hjá henni litla stund. Skreið hún þá kvik af lús, er hún kom frá henni. Um óttubilið gaf gamla konan upp öndina. Var þá undinn btáður bug- ur að því að hefja hana út þaðan, sem hún lá. Komst Sæmundur svo að orði, að það hefðj „fært með sér stærsta viðbjóð“, og þá sjón, sem hann sá, kvað hann lengi verða sér minnisstæða. Líkami gömlu konunn- ar var allur mórauður sem torfa og líkastur því sem legið hefði í garði. Beinin voru með öllu holdlaus, svo að ekki vottaði einu sinni fyrir lær- um, og héngu saman á sinum einum. Sæmundur hraðaði sér brott morg- uninn eftir. Kom hann við á Þor- finnsstöðum, sagði bóndanum þar, Þorláki Þorlákssyni, andlátsfregnina og lét liggja orð að því um leið, að hann „hefði aldrei önnur eins mold- arbein séð“. „Biddu guð um þig“, svaraði Þor- lákur. „Hvemig átti það öðru vísi að vera eftir þvílíka meðferð?" Undraðist Sæmundur með sjálfum sér, hve lengi líf hafði getað fólgizt í svo aumlegri hryggðarmynd &em gamla konan var, en kveinkaði sér við að tala margt um þetta. Samt frétti Þorvaldur eftir honum orða- skipti þeirra Þorláks á Þorfinnsstöð- um og veitti honum ákúrur fyrir að bera út óhróður um heimili sitt og kvað honum hollast að gæta tungu sinnar. Ekki fékkst séra Jón Míkaelsson neitt um fráfall Guðrúnar gömlu, fiekar en drengsins tveimur árum áð- ur. En það heyrðu nágrannarnir, að Guðrúnu Einarsdóttúr þótti miður á- mæli það, sem heimilið varð fyrir vegna dai\.-a kerlingar. XVIII. Þorvaldur fluttist frá Sigríðarstöð- um vorið 1812 og keypti Gauksmýri í Línakradal af Jónasi bónda Jóns- syni á Gili. Þegar Eggert Rafnsson frétti, að Þorvaldur væri að kaupa jörð, sagði hann: „Nú — hann hefur nóg af pening- um. Ég sikal þegja“. Svo er að sjá, að Þorvaldur hafi komið sér miklum mun betur á Gauksmýri en Sigríðarstöðum. Þó dó þar annað barn hans með þeim að- draganda, að ekki var tortryggnis- laust. Það hafði legið sá orðrómur á i Vesturhópi, að Þorvaldur væri sér- lega harðleikinn einni dóttur sinni, Björgu að nafnj. Þess gætti einnig eftir að hann var fluttur í Línakra- dalnn. Flúði hún stundum að heiman af ótta við föður sinn og leitaði at- hvarfs á öðrum oæjum. Var hún þá oft illa til reika og klæðvana mjog. Jósef nokkur Tómasson bjó eitt ár í Múla, og kvartaði Björg litla iðulega við heimilisfólk hans um atlæti það, sem hún átti við að búa. Einu sinni kom Þorvaldur að Múla að leita telp- unnar. Var hún þá þangað komin, svo sem hann hafði getið sér til, en faldi sig, þegar hún varð hans vör. Fjölyrti hann við konu Jósefs um ótryggð telpunnar, en hún bar í bætifláka fyrir hana. Eftir nokkurt þóf var þó telpan framseld gegn því loforði, að hann skyldi ekki hefnast á henni. Ekkj er þess getið, hvernig það loforð var efnt. En langlíf varð Björg ekki. Þegar fram í sótti, tók að þjá hana einhvers konar þemba eða of- fylli, og andaðist hún að lokum eftir langan vesaldóm veturinn 1815, fimm tán ára gömul. Var talið, að mein- læti hefðu orðið henni að bana. En ýmsir köstuðu því á milli sín, að sultur og seyra og hrakleg meðferð hefði orðið henni að aldurtila. En ekki kipptu menn sér upp við það. Einn sinna beztu bænda í nágrenn- inu sagði síðar svo frá, að sig ræki minni til þess, að einn krakki Þor- valds, „ótuktarskepna sögð og ódygg, hefði vesældazt einhvern veginn upp“. Þannig var illt uppeldi barns- ins notað til þess að afsaka dauða þess: Það hefði farið fé betra. XIX. Þótt Þorvaldur reyndist grönnum sínum friðsamari eftir að Gauks- mýri kom en áður hafði verið, kom þó fyrir, að í svarra slægi. Haustið 1817 fóru bændur í leitir fíam á heiði, og voru Þorvaldur og Símon bóndi Bjarnason í Múla meðal þeirra. Nokkrar slettur gengu milli manna, og sneiddu sumir Símon fyrir hrossa- kjötsát. Teitur bóndi Einarsson á Þóreyjarnúpi sagði, að hann skyldi ekki svara þessari tilbekkni. Þá gall Þorvaldur við: „Þessi gat latið þig þegja, Símon“. Símon sagðist ekki fyrirverða sig fyrir að þegja við hrossakjötsdylgjun um, því að hann ætti ekki neina pen inga í, kístli. Þorvaldur reiddist þeg- ar og spurði, hvort hann væri sá helvítis fantur að skensa heiðarlegt fólk til hefnda við aðra menn. Símon spurði, hvort hann tæki þessi orð til sín, og játti Þorvaldur því. Símon sagði, að hann mætti þá eiga það sín vegna. „Ég skal hugsa til þín, Símon“, svaraði Þorvaldur með mikilli þykkju, „það er nú ekki liðin öll nótt enn, meðan hún er ekki liðin ncma hálf“. Símon sagði, að hann skyldi koma undir eins, ef hann þyrði, en Þor- valdur svaraði því ekki. En nokkru síðar kom Símon með rekstur að Framhald á 93. sKSu. 80 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.