Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Síða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Síða 11
fótunum, aS hún ætti eftir að láta kveða að sér síðar. — Og þín afkvæmi — hafa þau ekki erft hestamennskunáttúruna? — Eg á jafnmörg börn og hross- in: Valgerði 25 vetra, Erling 20 vetra, Ævar 18, Ólaf 12 vetra og Þuríði 13 vetra, en guð hefur alveg gleymt að skapa í þau reiðmanninn. Svo prjónaði ég einum við fyrir 2 árum, Gunnþóri. Það er ekki gott að segja, hvernig til hefur tek- izt með hann. Eg gaf eldri börnunum sitt hvort hrossið í fermingargjöf, en þau hafa engan áhuga á þeim, svo að ég og konan mín, sem er mjög hesthneigð og hestfær og kölluð Snúlla, sitjum uppi með þessa hvítu belgi. — Sumum finnst þessi hesta- mennska mesta fíflska. — Já, og sennilega sveitamönnun- um mest. Það var að minnsta kosti svo, þegar maður reið fram hjá sveitabæjum fyrir tuttugu árum, var horft á mann eins og viðundur. Þá- var helvítis vélamenningin að ganga f garð hjá bændunum. En nú er þetta að breytast. Hestamennsk- an upp til sveita er í mikilli uppsigl- ingu, og nú beizla þeir frekar hest- inn og láta traktorinn eiga sig. — Kanntu betur við hófadyninn en vélardyninn? — Drottinn minn, líktu því ekki saman. Þegar þú ert í bíl, þýtur allt hjá og verður að engu, en á hesti skynjarðu allt umhverfið eins og hluta af sjálfum þér. Það er ótrú- lega. mikil fegurff í lítilli þúfu, og heiðablómin eru fegurstu oióm, sem ég þekki, þótt þau séu lítil og láti ekki mikið yfir sér. — Fer ekki hestamennska bara að verða ríkramannaspört? — Því miður virðist þróunin frek- ar færast í þá áttina. En þó eru dýr- ustu hestar í dag, — ca. 30.000 krón- ur — ekki nema hálfvirði þeirra dýr- ustu fyrir 60 árum. —- Faðir mmn var í vinnumennsku hjá Halldóri Steinsen, lækni í Ólafsvík, um alda- mótin og fékk 250 kr. fyrir árið, sem var gott kaup. Halldór keypti þá hest fyrir 300 krónur. Pabbi man líka eftir því, að menn hafi unnið í heilt ár fyrir einum reiðliesti. — Finnst þér meira gaman að syngja á hestbaki en í sal? — Skemmtilegasti konsertsaiur- inn, sem til er, er einhvers staðar uppi í heiði, þar sem maður er einn á hesti sínum. — Það kemur stund- um fyrir, þegar ég er einn á gömlu merinni á slíkum stað, að söngþörf- in kemur að mér, og ég rek upp skaðræðisöskur, en ef sú gamla hristir sig, veit ég, að eitthvað er að og. hætti. — Rakstu kannski upp þinn fyrsta tón á hestbaki? — Nei, í barnaskóla. Erling bróðir kenndi mér. Hann hafði eitthvert hugboð um, að ég tæki við aí sér, — grunaði skapadægur sitt. Við vor- um sendir tveir strákar úr Miðbæj- arskólanum til þess að skemmta i Austurbæjarskólanum, og þar söng ég einsöng undirleikslaust. En þeg- ar ég var þrettán ára, varð ég kirtla- veikur, og þá voru hálskirtlarnir teknir úr mér með miklum hót-niung um. Eg tók ekki deyíingu og brauzt um eins og ljón, og læknirinn klippti úf-inn með. Svo gróf ; öllu saman, og ég missti eiginlega alveg röddma. Eg fór þá til Jens Jóhannessonar læknis. Hann hafði heyrt mig syngja og kíkti upp í mig: — Hver andskot- inn, sagði hann. Nú geturðu aldrei sungið meira, Siggi minn. Og þegar hann sagði þetta, brast eitthvað í Framhald á 94. síSu. I í í Þessi mynd var tekin á siSustu kappreiðunum, sem Gletta tók þátt í, þá 23 vetra. Hún ber sig talsvert öSru vísi að viS skeiSiS en aSrir hestar. YfirferSin er mjög mikil, og hún er alltaf reist. — Til gamans má geta þess, aS áriS 1947 var Gletta dæmd úr leik í keppni á þeirri forsendu, aS fótaburðir hennar væru ekki skeiS, en kvikmyndir og liósmyndir, sem teknar voru af hennl, sýndu alltaf rétta fótítöSu. — Hún er glæsileg á sprettinum, enda segir Sig- urSur: „Ég verS ósköp gangandi, þegar hennar nýtur ekki lengur viS." (Ljósm.: Vignlr). r r / T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 83

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.