Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Qupperneq 18

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Qupperneq 18
ur, spilltur maður, sem íhafði eitt pen ingum sínum og haft hják-onur. En guði sé þakkandi, að hann hafði ekki látið á sér bóla síðustu níu árin. Sjálfur hafði hann tekið málstað föður síns og saknað hans afskap- lega. En móðirin vildi ekki heyra um hann talað, nema þegar hún byrjaði sjálf: Þú ert nákvæmlega eins og hann . . . . ! Hann reis upp. „Bf við hefðum haft með ökkur nesti,“ sagði hann óvart. „Ég er líka svöng.“ „Eigum við að keyra eitthvað ann- að.“ Hún hristi höfuðið. „Ég vildi óska, að við hefðum haft nesti með okkur.“ Matarkarfa, skógarferð, hugsaði hann hæðnislega. En kannski var það ekki svo vitlaust, hugsaði hann sekúndu síðar og furðaði sig mjög á sjálfum sér. Hann hugsaði. Þjóðveg- urinn var ekki langt undan, og það var söluturn skammt undan. Þar var hægt að fá snarl. Hann hafði ávísana heftið í vasanum. Hún rétti honum höndina og hann reisti hana á fætur. Andartak héldust þau í hendur og hann brosti. „Allt í lagi,“ sagði hann. „bíddu þá hérna.“ Hann kom aftur með stóran poka með samlokum i, ávaxtasafa og appel sínur. Auðvitað gat hann ekki annað en glott svona innra með sér: Það var betur við hans hæfi að sitja á sjoppu og hlusta á argandi plötu- spilara. Og i dag, þegar hann var á heimsins smartasta bíl! En Gunn- hildur hafði bara spurt kvíðin, hvort hann hefði fengið leyfj til þess að vera með þennan bíl. Allt var svo öfugsnúið, sagði hann við sjálfan sig. Hann átti auðvitað að velta henni um koll eins og skot og sýna henni En þetta var ekki rétta stundin .. þau, sem sátu með samlokurnar á hnjánum. Ef hann hegðaði sér nógu svínslega, þá . . . ,.Hérna!“ Appelsínan kom fljúgandi til hans og honum tókst að grípa hana. Hún stökk hlæjandi upp og rétti fram hendurnar til þess að fá hana aftur. Það var asnalegt, hvernig hann lét Hann reis upp til hálfs. Þegar hún kastaði öðru sinni. stóð hann upp Þriðia sinni hélt hún henni og kallaði: „Komdu og taktu hana.“ hrópaði hún Hún sneri sig úr faðmi hans, þau þvældust dálítið og duttu síðan í gras ið Hún hélt á appelsínunni í annarri hendi. en með hinni hélt hún hon um frá sér Hann hafði gaman af leiknum í aðra röndina, en hann var líka gramur Hann fann heitan andar drátt hennar á vanga sér, blússan 90 hennar hafði runnið út af annarri öxl inni . . . Skildi hún þá ekki, í hvaða hættu hún lagði sig? Þau voru engin böm, ekki hann að minnsta kosti . . . En þegar hann hafði að lokum náð appelsínunni, færði hann sig í stað- inn eilítið fjær henni. Því að hann hafði allt í einú séð eitthvað í augna ráði hennar, sem ekki kom heim og saman við allt: Það var skýrt og sa'k leysislegt, en jafnframt .... „Hvað ertu að hugsa um?“ Hún hvíslaði, en samt hrökk hann við. „Hvað? Ekkert . . . . “ Hann settist upp og spennti hend- ur um hnén. „Kannski um benzínpeningana, sem við spörum." Hún andvarpaði: „Hér gæti ég ver ið í alla nótt.“ Hamingjan sanna, hún var ánægð, ef hún fékk bara að sitja við hlið hans. „Það þætti þeim víst varið í heima hjá þér,'“ sagði hann. Gunnhildur laut höfði. „Ég veit ekki, hvort þau tækju það svo nærri sér,“ sagði hún skjálf rödduð. Hún hikaði, en sneri sér síð an að honum með einkennilegum á- kafa: „Þú veizt, þau streitast við að tala ekki saman. Kannski myndi það gefa þeim tæíkifæri til þess að ráðast hvort á annað aftur, ásaka hvort ann að . . . . “ Hún faldi andlitið í hönd- um sér: „Ef þú bara vissir.“ Hann starði á hana. Nei, hann hafði ekki vitað. Eftir því sem Birgita sagði var tónninn heima hjá henni svo fág- aður. Maður fann, að maður var hjá menntuðu fólki .... Undrunin bland aðist einhvers konar hátíðleikatilfinn ingu. Hann vissi, að það var í fyrsta sinn, sem hún barmaði sér við nokk- um mann. Hún var líka einmana. Líka? Hver í andskotanum var ein- mana? Svoleiðis nokkuð þýddi ekk- ert, þegar maður var huggulegur gæi og kaldur kall .... Það þýddi ekki, hann komst ekki yfir þessa feimnistilfinningu. „Ja-há,“ sagði hann o,g færðj sig ögn nær henni. „Ó, Tommi!“ hún snökti og þrýsti sér að öxl hans. Hann strauk henni varlega um Framhald á 94. síöu. SVEINN BERGSVEINSSON: ÞA - OG ...? Mær fögur varstu, mundir þínar hvítar. Mér ertu í minni mærin eina, væna. Sól leift úr suSri, sá ég þig, hin bjarta. Heitt var mitt hjarta. Hratt reií ég hrossi Hréfbergs víðar grundir. Leit ég til Staftar, lóa fló af hreiðri. Lást hú í túni, leit ég big, mín fagra. Hestar heimfúsir. Yndifö mitt eina, ö'íSrum fegri varstu. Sá ég b’g sí<Sar, seytján ámm Ii<$num, mó'Sur og konu. Man ég enga fegri. Einni ég þér unni. Fimmtán ára var ég, feiminn eins og gengur. Alla ævi hef ég elskuna mína flúift. I þínu skjálga auga þóttist ég finna allt sem ungur þrátSi. Mær fögur varstu, méSir sælust ertu. Manstu, meyjan væna, mig frá Kirkjubóli? Sól rennur sunnan, senn ríí ég um dalinn. Kemur'Öu, kæra? Berlín 1958 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.