Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Side 22

Tíminn Sunnudagsblað - 27.01.1963, Side 22
NÁMAGRÖFTUR A STEINOLD VIÐ HIJGSUM okkur liklcga helzt, aí steinaldar- menn hafi verið vesall hrakningslýður, sem læddist skelfdur og umkomulaus um skóga og merkur í enda- lausri leit að bráð, eða einhverju æti. Og svo hefur mannskepnunni verið farið í öndverðu. En löngu áður en steinöld lauk, voru risin upp skipulögð samfélög með miklum umsvifum og fjöl- þættu starfslífi. Þó mennirnir hefðu ekki önnur verk- færi en þau, er þeir gerðu sér úr steinum, tré eða beini, hikuðu þeir ekki við að ráðast í hin mestu stórvirki. Það hefur verið sagt frá því hér í blaðinu, hvern- ig þeir ruddu skóga og smíðuðu sér skip. En þeir stund- uðu einnig námagröft, hjuggu sig langar leiðir niður í jörðina. Frá því segir í næsta blaði. Spjallað við Sigurð Ólafsson Framhald af 83. síSu. brjóstinu á mér. Eg opnaði ekki munninn alveg fram að tvítugu. Á þessum árum fór maður á böll og gerði hosur sínar grænar fyrir kven- fólki, og þá var oft tekið lagið, en ég söng aldrei með, og þá sagði fólk: Það er leiðinlegt með hann Sigga litla; hann getur ekki sungið, eins og hann Erling, bróðir hans, söng vel. Svo var þá einu sinni á gamlárs- kvöld, að ég fór í hús til hjóna, og þar var haft sem skemmtiatnði. að allir urðu að syngja, hvort sem þeir gátu eða ekki. Eg kom mér lengi ve) undan, og stóð að síðustu einn eftir. Það var lagt fast að mér að skorast ekki undan, og að lokum gaf ég eft- ir.------Sígasta lagið, sem ég hafði sungið, áður en ég missti röddina. var „Hátt ég kalla“ eftir Sigfús Ein- arsson, og ég hugsaði sem svo, að bezt væri að byrja aftur, þar sem ég hafði endað. — Eg söng víst lagið furðuvel og alla setti hljóða, því að fólkið hafði búizt við, að ég væri bæði raddlaus og laglaus Húsfreyi an á heimilinu, sem hafði leikii' ; orgel, sagði við mig: Þú syngur nú þetta lag Við jarðarförina mina. í kæti minni yfir því að geta sungið. lofaði ég því. Þessi kona var ekk: nema nokkrum árum eldri en ég, en svo einkennilega og sorgleg3 vikl til, að hún dó eftir viku. Fólkið mundi vel eftir þvi, serr okkur hafði farið á milli, og lagð; fast að mér að standa við gefið lof orð Eg færðist undan, en fór svo til Sigfúsar Einarssonar, tónskálds, sem var bæði strangur og hreinskil- inn, og sagði honum eins og var: Þvj ekki að reyna, sagði hann. Eg get það ekki, sagði ég. — Ekki hef ég dæmt um það, sagði hann þá, og svo fórum við niður í dómkirkju og ég söng lagið. — Hver hefur kennt þér þetta lag? sagði hann og hvessti á mig augun. Mér féll allur ketill í eld, þegar ég leit í þessi leiftrandi augu — bróðir minn, sagði ég. — Þú ert einn af þeim fáu, sem syngja þetta lag taktrétt. Við skulum syngja það aftur. Svo spurði hann mig, hvers son ég væri, og þegar kom í ljós, að ég var bróðir Erlings, sagði hann: Já, hann söng það líka takt- rétt. Þannig byrjaði minn jarðarfarar- söngur, og síðan hef ég sungið meira og minna við jarðarfarir. Maður venst þvi aldrei. Það er ákveðinn hluti, sem maður gefur af sér í hvert sinn. Mér finnst bezt að fara í bíó eftir að hafa sungið við jarðarför eða á hestbak til þess að létt.a lund- ina — Dægurlögin létta lundma, er það ekki? Lausn 45. krossgátu — Jú, það er ekkert að því að syngja dægurlög, ef fólkið er kátt og fjörugt, og í sjálfu sér er alltaf gam- an að syngja. Eg byrjaði hins vegar á dægurlagasöng bara af fjárhags- ástæðum. Annars hef ég sungið alls konar músik, — allt frá sálmum til óperettulaga og ,dægurlaga, og auk þess hef ég fengið nokkur smáhlut- verk í óperum, enda kölluðu þeir mig óperusöngvara í þýzku blaði, þar sem birtist mynd af mér á Glettu! — En maður verður varla óperusöngvari á því að fá að vera hjálparkokkur í óperu. Eg er líka lítið sigldur — jú, til Vestmanna- eyja. Birgir. Júníkvöld Framhald af bls. 90. hárið. Nei, það var ekki alltaf auð- velt, hugsaðj hann. En að hún væri líka .... Ilmurinn úr hárinu á henni, þand- ir vöðvar, sm slöknuðu .... Það losaði um eiiH'iverja stíflu í hon- um . . . . O, skrattakornið, víst var maður einmana. Svo einmana, að stundum fannst mannj það værí skít sama, þótt maður keyrði beint inn í kvöldþokuna með benzínið í botni. „Tommi, mér þykir svo vænt uffl þig-“ Gott og vel, hugsaði hann, án þess að glotta innra með sér. Okkur þykir víst vænt um hvort annað. Það er sýnilega ekkert við því að gera. — Hann lagði höndina utan um hana og hallaði vanga sínum að hennar. Þau sátu og héldu hvort utan um annað, og júníkvöldið var töfrandi fagurt — en hann fann ekki til sárs- auka. Hann sneri varlega lokk í hári hennar. Það var heldur ekki sárt. Þegar hún leit á hann, sá hún bros ið í augum hans. J. K. þýddi. 94 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.