Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Qupperneq 15

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Qupperneq 15
ÍLjósmynd- TÍMINN-RE). hjarðarinnar, hrúturinn. Hann sætti sig illa við að vera lokaður inni í stíu sinni dag og nótt, og hann var mikill fyrir sér og lét sig ekki muna um að brjóta spelana, sem vörnuðu honum ag komast til ánna. En dreng- urinn vildi vera trúr yfir því, sem honum hafði verið falið. Hann vissi, að það var ekki háttur frænda hans að láta hrútinn leika lausum hala í ánum, og þess vegna reyndi hann að tjasla spelunum saman, jafnóðum og hrúturinn braut þá. Þetta varð þó að gerast með varúð, því að hrút- urinn var svo ófyrirleitinn, að hann átti það til að skopa á hann, ef hann gætti sín ekki. Og fyrir hornum hans var ekki gott að verða. Þess vegna varð hann að koma hrútnum í aðra kró, ,áður en hann hóf smíðar sínar, svo að hann gæti verið óáreittur vig þær. En hvort tveggja var, að efniviðurinn var af skomum skammti og handaverk drengsins ekki svo traust, að þau stæðust áhlaup ann- arrar eins skepnu og hrútsins, enda braut hann allt niður jafnótt og því var hrófað upp. Þessu þófi drengs ins og hrútsins linnti ekki, og þannig liðu furðufljótt margar stundir, er ella hefðu orðið seinar í vöfum.- Drengurinn fór aldrei úr fötum alla þessa daga, og ekki nærðist hann á öðru en súru slátri, sykri og snjó. Á öðru var ekki völ. Og allt var þetta jafngott, þegar hann var orð- inn nógu svangur og þyrstur. Aldrei kveikti hann upp í eldavélinni, þótt nægur væri eldiviður og frostið fimmtán til átján stig. En hann spar- aði ekki steinolíuna, því ag á lampan um mátti hann ]áta loga. Hann náði í olíu úr tunnunni og bætti á lamp- ann, jafnóðum og lækkaði á honum, svo að hann gat alltaf látið loga Ijós á baðstofuloftinu, bæði dag og nótt. Þag vár heldur ekki svo mikill mun- ur dags o.g nætur, því að þykkur snjó- hjúpur var lagztur á gluggann. Hin skammvinna dagsbirta náði ekki að komast inn í baðstofuloftið til hans. Á þriðja degi varð drengurinn þess áskynja, að komig var rof, og þá brauzt hann út og hugöist ná vatni úr læk, sem rann rétt hjá beitar- húsunum. Hann gat með naumindum grafið sig út, og þegar hann kom upp á skaflinn á húsahlaðinu, sá hann, að kofarnir voru nálega kaf- fenntir. Og ekki náði hann neinu vatni úr læknum, því að það vottaði hvergi fyrir honum. Og svo syrti að á ný, og þá lét hann húsin skýla séy. Hríðin var ekki svipstundu að þurrka út öll handaverk hans. Þetta voru náttúrlega yndissnauðir dagar. Það er öllum hveimleitt að bíða í einveru og óvissu, ekki sízt þeim, sem ungir eru og óþreyjufull- ir. En hann grét ekki — aldrei svo mikig sem eitt tár laumaðist niður ari jóhannesson litlu vanga.na í rökkri beitarhúsanna Hann skildi það, þótt ungur væri, að hér gilti að duga eða drepazt. Hann einsetti sér að duga, og hann naut þess á sinn hátt að standa á eigin fótum, óstuddur og einráður. f’öður- bróðir hans var nokkuð strangur húsbóndi, þótt- frændsemi væri að öðru leyti góð með þeim, og vildi, að hvert viðvik væri gert að sínu skapi. Drengurinn hafði aldrei feng- ið að ráða neinu um verk sín og átt fáa stund frjálsa. Nú var hann einn um hituna, og það stæiti vdja hans, þótt þung væri byrðin, er hvíldi á ungum herðum hans. Myrkrig var hans versti fjandi. Því, var ekki að leyna, að það fór ónota- lega um hann, þegar hann var að klöngrast gegnum auðu fjárhúsin og geilina í heytóftinni inn kofann til kindanna. En að fara með logandi lampa fram hjá heystálinu — nei, það hvarflaði ekki einu sinni að honum, að gerast sekur um þvílíka glæfra. Það hefði komið svipur á frænda hans, ef hann hefði leyft sér annað eins ábyrgðarleysi. Jafnvel óttinn við myrkrig gat ekki freistað hans til slíks verknaðar. Hann paufaðist þetta T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 303

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.