Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Page 16
Múlatafla, fremst á Skálmarnesmúla. (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson).
í myrkrinu eins og þeir nafnar voru
vanir að gera, þegar báðir voru
heima.
En tvær nætur svaf hann í garð-
anum hjá fénu. Þar var ögn hlýrra,
og þar var hann ekki eins emmana
og hjá músunum á baðstofuloftinu.
Það fylgdi því mikil öryggiskennd
að heyra andardrátt og tannagnístran
ki'ndanna og brambolt hrútsins og sjá
glóra í augun á krónni í myrkrinu.
Eina nóttina gerðist atburður, sem
skaut honum skelk í bringu. Þá veitt-
ist honum erfitt að sigrast á sjálfum
sér. Hann hafði lagzt til sVefns í
1 rúmi sínu í baðstofunni og hlúð að
, sér sem bezt hann gat. Allt í einu
' hrökk hann upp við einhvern skruðn-
• ing niðri í geymslunni undir bað-
J stofuloftinu. Hann heyrði ekki betur
en að eitthvað slægist við loftstig-
• ann og dinglaði þar fram og aftur
1 dálitla stund. Hann glaðvaknaði
undir eins, og fyrst af öllu flaug hon-
, um í hug, að nú væri Ari frændi
i kominn heim. En svo varð undar-
i lega hljótt niðri eftir þennan skark-
ala. Hvers vegna kom maðurinn ekki
beina leið upp?
Drengurinn hlustaði góða stund.
Svo kallaði hann. En hann fékk ekki
j neitt svar. Þá fór að fara um hann.
Dauft skin olíulampans veitti lítið
öryggi andspænis dulúð hins kvika
1 m.vrkurs fyrir neðan stigagatið. Hann
lá lengi grafkyrr og beið átekta. En
það var steinhljóð niðri. Sofnað gat
hann ekki, og geigvænlegar hugsanir
ásóttu hann. Hann varðist þeim eftir
mætti — reyndi helzt að telja sér
trú um, að kindumar hefðu komizt
upp í garðann og farið gegnum hey-
tóftina inn í auðu húsin og geymsl-
una.
Loks stóðst hann ekki lengur mát-
ið. Það var skaftkústur uppi á loft-
inu, því að þeir frændur sópuðu hjá
sér gólfið, rétt eins og tíðkaðist á
bæjunum í sveitinni. Ari Guðmunds-
son var snyrtimenni, þrifinn og nat-
inn. Nú tók drengurinn lampann í
aðra höndina og kústinn í hina og
læddist að stigagatinu. Hann stakk
kústskaftinu gætilega undir hlerann,
lyfti honum örlítið og lét hann svo
skella niður aftur. Kindurnar áttu
að styggjast við þetta, ef þær voru
niðri í geymslunni. En hann varð ekki
var neinnar hreyfingar niðri, hvernig
sem hann skellti hleranum. Það var
ískyggilegast af öllu. Hvað var það
þá, sem var á kreiki þarna niðri?
Hann barðist harðri baráttu við
sjálfan sig. Um síðir áræddi hann
þó að opna stigagatið alveg og gægj-
ast niður. Honum brá í brún, því að
niðri á gólfinu glitti í eitthvað, sem
líktist flöktandi .glyrnum. Hann var
með lampann í hendinni, haldreipi
sitt í vá myrkursins, og nú hleypti
hann í sig kjarki, sem honum var
mestur gefinn. Hann lét ljósið síga
ofurlítið niður í stigagatið. Þá sá
hann, að tunnugjörð liá í einu stiga-
haftinu. Þetta jók honum hugrekki.
Hann mjakaði lampanum neðar og
rýndi sjálfur niður í myrkrið. Og
viti inenn; Það var bleyta, sem hann
sá glytta í á gólfinu. Það hafði sprung
ið gjörg af sláturtunnu, og það, sem
ófrosið var af sýrunni, hafði runnið
út á gólfið. Honum létti óumræði-
le.ga, þegar hann uppgötvaði þetta.
Ógnþrunginn kyngimáttur myrkursins
dvínaði skyndilega, og hann vissi og
skildi, hvag gerzt hafðl Þessi at-
burður varð honum hvöt til þess að
láta ekki hugfallast, þótt honum virt-
ist ettthvað uggvænlegt í bili.
III.
Loks batnaði veðrið fyrir alvöru.
Það heiddi til, og yfir snæviþökt-
um fjörðum og múlum hvelfdist blár
himinn. Á föstudagsmorguninn var
kyrrt og bjart veður.
Árla þann da-g bar gest að garði
í Fjarðarseli. Það var Jón bóndi Ólafs
son á Vattarnesi. Hann var í póstferð
út á Múlanes og hafði tekig á sig
krók yfir eiðið til þess að forvitnast
um, hvernig nöfnunum í Fjarðarseli
liði.
Hann varð fár við, er hann heyrði,
að Ari hafði ekki komið heim úr að-
dráttarferðinni út að Múla og dreng-
urinn hafzt vig einn í selinu í heila
viku.
304
i
X f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ