Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Page 21

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Page 21
KONA ÁSUÐURGÖNGU — Framhatd af 296. síöu. sama, hvort ég gæti náS tali af Dana, Svía eða Noiðmanni. Því að fyrst hér í landi Magyaranna fann ég, hve böndin eru sterk, sem tengja oss ís- lendinga vig Norðurlönd. Fannst mér. sem ég myndi þar hitta mína eigin landsmenn. — Sendiherrann danski var mjög alúðlegur. Sagði, að svona vandræði gætu komið fyrir i hvaða stórborg sem væri, ef rnaður væri sérlega óheppinn. — Eg spurði hann, hvort hann hefði ekkert frétt af norrænum mönnum, sem sæktu þessa hátíð. Þvi að í Danmörku hafði ég hejrt því fieygt, að ef til vill myndj* einhverjir hinna þrjátíu Norð- urlandapílagríma, sem Hitler gerði afturreka, fara svo lítið bæri á til Búdapest. Vonaði ég að geta hitt ein- Itverja þeirra og orðið þeim samferða á hátíðarstaðina, víðs vegar um borg- ina. Ekki hafði sendiherrann haft neinar fregnir af þessum leynipíla- grímum. „En hér er Islendingur búsettur í Búdapest — frú Nancy von Zakál. íslenzka nafmð hennar er Nanna Snæland". Eg stóð sem steini lostin og ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum: Nanna Snæland frá Hafnarfirði, mín- um fæðingarbæ hér suður í Búda- pest! — Þetta var sannarlegt jarð- teikn, gert fyrir bænastað minna hjartkæru dýrlinga, Þorláks biskups, Ólafs konungs og Antoníusar frá Padúa. Þetta var sannkölluð himnesk íyrirhyggja. Sendiherrann lét mér í té heimiiis- fang frúarinnar og varð hún víst ekki lítið hissa, þegai hún heyrði um þenn- an gest að heiman frá íslandi. Flýtti ég mér nú heun í gistihúsið og beið Nönnu með óþreyju. Hún kom von bráðar. Gullfatleg, Ijóshærð og tígu- leg, klædd samkvæmt nýjustu tízku, svo að frú Polgar leit út eins og fugla- hræða við hlið hennar. Þegar við frú Nanna heilsuöumst, urðum við svo hrærðar, að við máttum trauðla vatni halda. Eg fékk tár í augu vegna þakk lætis til forsjériarinnar, sem gaf dýrð- armönnum sínum þvílíkan kraft, að hér var nú kominn staðgengill þeiiTa, íslendingur mé.r til bjargar frá þessu leiða fólki. En frú Nanna varð hrærð í huga, þegar hún heyrði móðurmál sitt talað i fyrsta sinn eftir langan tíma. Fólkið í gistihúsinu varð allt stór- hrifið af fegurð og glæsileik frú Nönnu. Samt sýndist mér sem Pol- gársfólkinu væri ekki meira eri svo um komu hennar. En hin brjostgóða læknisfrú ljómaði af ánægju. Nú vissi þessi ágæta kona, að hinn hrjáði pílagrímur var loksins komlnn i ör- uggar hendur Eg þakkaði hinum blessaða Þorláki biskupi, hinum helga Ólafi konungi og hinum sæla Antoni- usi frá Padúa fyrir þeirTa trúu fylgd, því að nú gátu þeir um sinn haldið til sinna himnesku bústaða í eilífu ljósi, þar sem þeir höfðu falið hinn óreynda pílagrim í hjálpsamar hend- ur hinnar ísienzk-ungversku hefðar- konu. Hófst nú alveg nýr kafli í för píla- grímsins frá íslandi. GLETTUR Andófsmaður guðs Séra Gunnari Hallgrímssyni var veittur Laufás, er hann var kominn á efri ár. Þótti hann meiri búsýslu- maður en kennimaður, og þar að auki var hann drykkfelldur. Fóru stólræður hans stundum nokkuð á dreif, þegar hann prédikaði drukk- inn, og hraut honurn þá því fremur margt undarlegt af munni, sem hann var lítill ræðuskörungur að upplagi. Eitt sinn hóf hann stólræðuna með þessum orðum: „Sæll vert þú, gamli, góði guð! Þú rærð einn á báti. Enginn vill ráða sig í skiprúm hjá þér. En ég vil ráða mig hjá þér. Þar færðu einn góðan í and- ófið“. Saurbæ. Ivom þá kona hans inn og sagði: „Ég vona, að þú hafir nærfataskipti. Það er skömm að fara til kirkju í svona skítugum nærfötum“. „Allt er það betra en ég“, svarar Ólafur. „Er ekki svo?“ Þarflaus kvíói Þegar Einar Eiríksson og Sunnefa Þorláksdóttir voru uppgefin orðin á búskapnum í Hrunakróki, voru þau um tima í Hruna í skjóli séra Jóhanns Briem. Sváfú þau þar saman í rúmi, svo sem lög gera ráð fyrir. Prestur gekk eitt kvöld um gólf í baðstofu, er Sunnefa var að búa um þau. Sá hann þá, að kerling ýtti fiðr- inu í undirsænginni upp að veggn- um, þar sem hún sjálf var vön að hvíla. Prestur horfir á þetta um hríð og segir svo: „Ekki langar mig til þess að sofa hjá þér, Sunnefa'*. „O, ætli það eigi fyrir yður að liggja", hreytti kerling út úr sér. FaSsSseyfan í Mundakoti Jón Magnússon átti heima í Munda- koti á Eyrarbakka. Bústýra hans hét Guðbjörg Jónsdóttir. Jón sló ekki hendinni á móti áfengi, en Guðbjergu var mjög á móu skapi, að hann drykki. Svo var það á páskadagsmorgun, að Jón fékk sér áúríflega hressingu og var hann alldrukkinn orðinn þegar um hádegi. Sló þá í brýnu með þeim Guðbjörgu. Eítir nokkurt hnotabit mælti Jón: „Það er ekki annað eins drægsli á hnettinum og þú“. Guðbjörg svaraði: „Þú útvaldir þér þó þessa falda- eyju“. RLINGARFKRÐI — Sáttanefndarstörfin Séra Stefán Stephensen á Mosfelli lýsti sáttanefndarstörfum sínum á þessa leið: „Ég sætti alla. En hnefana varð ég að nota við þá suma.“ „Allt er það befra en ég“ Ólafur smiður í Kalastaðakoti var ekki ævinlega hýr I viðmóti né mjúk- ur í svörum. Það bitnaði ekki sízt á konu hans. Páskadagsmorgun nokkurn var hann að búast til kirkjuferðar að Í KE Framhald af 305. síöu. Urn síðir komst Jóhannes þó suð- ur yfir. Drengurinn varð ærið feg- inn komu föður síns, og föðurnum þótti sonurinn sem úr helju heimt- ur. En ekki var til setunnar boðið. Nú var að hlutast til um, að þeim nöfnunum, er í kistum sínum hvíldu, yrði veittur yfirsöngur. Jóhannes tók að sér að fara út að Brjánslæk á Barðaströnd til þess að sækja séra Bjarna Símonarson. Þurfti nú ekki yfir fjöll að fara, því að firðir allir voru á ísi, svo að ganga mátti af Múlanesi um þveran Kerlingarfjörð og fyrir Litlanes. En ekki varð yfir- söngnum konnð á fyrr en 28. febrúar. Þá voru fimm vikur liðnar frá því, að Ari Guðmundsson varð úti, en sex vikur frá dauða Ara gamla Jóns- sonar í Hvammi. Líkfylgdin var ekki fjölmenn, T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 309

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.