Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 3
Þessi höggmyndagerS er ekki af fornum uppruna. .Hún á rætur sínar að rekja til þess tíma, er Indíánum og hvítum mönnum laust saman á iþessum slóðum. Indíánarnir sáu tré- skurðarmyndir hjá sjómönnum, og Hædamenn, er voru á hvalveiðiskip- um á sumrin, lærðu listir sínar þar upphaflega. Þegar fram liðu stundir, tóku Indíánarnir svo að höggva og rista myndir sínar í stein, og áður en varði urðu þessar höggmyndir verzlunarvara. Enginn veit þó með vissu, hvenær þetta gerðist, en elztu höggmyndir af þessari gerð, er menn vita aldur á, eru frá 1820 eða þar um bil. Um miðja nítjándu öld voru verk þessa fámenna Indíánaflokks kunn víða um heim, og var gullöld þessa listiðnaðar á árunum 1840—1880. Upp úr 1880 varð eftirspúrnin svo mikil, að Indíánarnir freistuðust tU þess að leggja meiri áherzlu á fjölda þeirra muna, er þeir hjuggu, en feg- urð þeirra og fjölbreytni. Höggmyndir Hæda-Indíánanna voru eingöngu ætlaðar td prýði og skemmt- unar — þeim var einungis ætlað að gleðja augað. Það var aldrei kveikt í tóbaki í pípunum, sem þeir bjuggu til, og diskar þeirra og skildir voru ekki til neinna gagnsmuna hafðir. En á blómaskeiði þessarar höggmynda- gerðar var mikil alúð lögð við hvern einasta grip. Stundum voru bein og skeljar felldar í þá og litur borinn í dræíti, þar sem það átti við. Þannig var nostrað við hvert smáatriði á meðan ekki var fastar sótt á um þessa gripi en svo, að listamennirnir hefðu nægan tíma til þess að fága þá og skreyta. Það er kunnugt um nöfn og ýmis æviatriði margra hinna beztu Usta- manna í hópi Hæda-Indíánanna á nítjándu öld, og er slíkt fágætt um verk frumstæðra þjóða. Mörg verk þeirra spegla helgisagnir og þjóðsög- ur Indíána, en önnur eiga rót sína að rekja til sögulegra atburða. En þegar fram í sótti, tók það að setja mark sitt á myndirnar, hverju hvítu mennirnir, sem keyptu þær, virtust helzt fíkjast eftir. Markaðshorfurnar tóku að segja listamönnunum fyrir verkum. Óvíða er til mikið safn þessara gripa. Steinninn, sem þeir eru gerðir úr, þolir illa hnjask og brotnar, ef ógætilega er með hann farið. Þess vegna hafa margar gamlar myndir skemmzt. Það vantar nef á fuglana, höfuð og hendur á fólkið, árar á bát- ana. Það, sem af hefur brotnað, er oftast nær glatað. Framhald á 333. sí'ðu. f T I M t N N SUNNUDAGSBLAÐ 3115

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.