Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 11
uðust, og sprengdust þeir út, er voru á hinum eystri þiljum. Verst var þó allt leikið, þar sem málmur var nálægt. Koparhúnar voru á sum- um hurðum, og lömuðust þær allar og lemstruðust. Var þá ýmist, að þær sprungu sjálfar eða dyraumbúnaður- inn rifnaði. Ein hurð var læst, og ikastaðist hún með lömum og læsingu inn í herbergið. Öll eirlituð skinn- ldæði tættust sundur, svo að varla fannst eftir skæðisstærð heil, þótt ólituð skinnföt, er geymd voru rétt hjá hinum, skemmdust lítt eða ekki. Þeir Jóhannes Ólsen og menn hans voru allir fluttir inn í Reykjavík, iþegar veður batnaði, ásamt líkum þeirra, sem látizt höfðu. Voru þeir þá allir sæmilega haldnir, nema Jón Einarsson. >ó virtist sem sár hans hefðust vel við og ætluðu að gróa furðufljótt. En seint á marzmánuði fékk hann allt í einu ákafan blóðspýt- ing, og þótti mönnum það benda til þess, að hann hefði kostazt inn- vortis. Andaðist Jón hinn 30. marz- mánaðar. Eldingin, sem reið yfir skipshöfnina undir gafli timburstof- unnar á Auðnum, varð því þremur mönnum að fjörtjóni. Hinir munu allir hafa orðið nokkurn veginn jafn- góðir eftir þennan atburð, nema Jó- Ihannes Ólsen, er gekk haltur æ síðan. III. Þetta sviplega og óvenjulega slys hefur verið í minnum haft á Suður- nesjum fram á þennan dag, og víða um héruð landsins var það umræðu- efni fólks áratugum saman, að minnsta kosti í þeim landshlutum, þar sem siður var, að menn færu í ver suður með sjó. Af þessu má ráða, hvílíkan óhugnað það hefur vakið. Margs konar slysfarir aðrar, bæði á sjó og landi, féllu í fyrnsku, þegar árin hðu, en sagan um mannskaðann af völdum eldingarinnar, sem laust niður á hlaðið á Auðnum, var þrá- f faldléga rifjuð upp. Fólk gat ekki gleymt þessum atburði. Vafalaust hafa þeir. sem komust af, margsinnis sagt frá þessum at- burði á efri árum sínum, þegar sjó- ferðum var lokig og hugurinn sveim- aði á fornar slóðir. Og ævin var sannarlaga ekki uppi fyrir sumum þeirra, sem sluppu lifandi undan eld- ingunni. Að minnsta kosti þrír þeirra komust á níræðisaldur. Það voru þeir Jóhannes Ólsen, Þórður Torfason og Vigfús Guðnason. Vigfús Guðnason varð alllörigu síð- ar en þessi atburður gerðist, dyra- vörður í latínuskólanum, og gegndi hann því starfi langa tíð. Hann and- aðist ekki fyrr en vorið 1917, og var þá sem næst áttatíu og þriggja ára gamall. Hann var faðir Magnúsar Vigfússonar, sem lengi var dyravörð- ur í stjórnarráðshúsinu. Þeir Jóhannes Ólsen og Þórður Torfason voru grannar alla tíð. Jó- hannes bjó til æviloka í Hjallhúsinu, en Þórður fór ekki úr gamla torf- bænum í Vigfúsarkoti til annars en að deyja. Var jafnan með þeim hin bezta vinátta. Meðal bæjarbúa voru báð'ir í góðum metum, og varð Jó- hannes bæjarfulltrúi um skeið, en Þórður lengi fátækrafulltrúi. Þegar elli færðist yfir Jóhannes Ólsen, naut hann skjóls hjá stjúpsyni sínum, Guðmundi kaupmanni Ólsen. Þórður átti marga sonu, og var Þor- grímur læknir á Borgum í Nesjum o.g síðar í Keflavík einn þeirra. Þeir Jóhannes og Þórður dóu með fárra daga milUbili á útmánuðum 1903. Var þá Þórður orðinn áttatíu og tveggja ára gamall og hvíldi síð- ustu misserin örvasa í kör sinni, ná- lega blindur. Jóhannes varð áttræður fáum dögum fyrir dauða sinn. Var allmikið haft vig gamla manninn, því að veifa var dregin á hverja stöng, og tólf elztu og helztu menn bæjar- ins sóttu hann heim og færðu honum kvæði eftir Benedikt Gröndal og fylgdi með mynd, er tekin hafði ver- ið af Jóhannesi og konu hans, Ragn- heiði Ingimundardóttur. Voru biskup, landfógeti, bæjarfógeti og Geir gamli Zoega meðal tólfmenninganna, svo að Reykjavík tjaldað'i því, sem hún átti til, þegar Jóhannes Ólsen var heiðraður á áttræðisafmælinu. Það var ekki heldur seinna vænna, því að 11. apríl gaf hann upp öndina. 25. apríl, réttum hálfum mánuði síðar, andað'ist Þórður. En sögulegur atburð ur gerðist þó, áður en þeiiri væri bú- in hinzta hvíla, því að báðum vai þeim bjargag úr eldsvoða. öðruro dauðum, en hinum lifandi, aðfaranótt fyrsta laugardags eftir páska. Þórður Torfason hafði ekki verið innisetumaður um dagana. Hann hafði lengst af stundað sjó, og þegar þrek hans tók ag bila, undi hanii sér bezt niðri í bryggjuhúsinu svokallaða, þar sem menn hittust tíðum til þess að rabba saman,' eða í kringum bátana niðri í flæðarmálinu. Þegar hann missti sjónina og ferlivist þraut, hlaut hann að hírast inni við. Þótti honum þá þungt loftið í koti sínu og kvártaði löngum um reykjarstybbu, er legði í vit sér. Hann heimtaði, að gluggar væru hafðir opnir, svo að einhver andblær af sjávargolu næði inn til hans. Þetta þóttu undarlegar kenjar, því að þá var ekki orðin lenzka, að gluggar væru hafðir opnir, enda kaldara í híbýlum manna en síðar varð. Svo fráleitur var ímugust- ur Þórðar á reykjarstybbunni í koti sínu talinn. að eftir á vildu margir telja þetta til fyrirburða. Um þetta leyti var hús það. er Glasgow nefndist, eitt mesta stórhýsi Reykjavíkur. Það höfðu enskir kaup- menn byggt snemma á síðari helm- ingi nítjándu aldar, og stóð þar ofar- lega við Fischersund norðanvert, ekki langt frá Vigfúsarkoti og Hjallhúsinu. Hafði Þorvaldur Björnsson á Þor- valdseyri. er þá var t»msvifarmV:]l auðmaður, keypt þetta hús á tuttugu og fimm þúsund krónur sumarið 1902. Bjó þar fjöldi fólks, og auk þess var þar ýmis atvinnurekstur. Framhald á 334. siðu. VIGFÚS GUÐNASON, húsvörður í laWnuskólanum, ásamt sonum sínum tveimur, Magnúsl og Einarl. T I M I N N — SUNNUnAGSRi 323

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.