Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 17
/VfGEÆM &ULL; sr(m CUíNE»Fl-or inga hans. Hann hafði líka komizt að þeirri veigamiklu niðurstöðu, að Niger rann til austurs, aS það var stórfljót og aðalverzlunarleið þeirra ófriðsömu ríkja, sem áttu lönd að ■því. Þessar upplýsingar uppfylltu mikinn hluta tilgangsins með ferð hans. Enginn hefði getað ásakað hann fyrir að snúa við, ekki sízt þegar hon- um var meinuð innganga í Sego og neitað um alla hjálp. Kóngsi vildi heldur ekki veita honum áheym. Þeg- ar ráðgjafar hans sögðu honum, að hvíti maðurinn hefði lagt á sig mikl- ar þrautir og lent í mörgum hættum til þess eins að komast til fljótsins, spurði hann: Eru engin fljót í landi hvíta mannsins? — Eru ekki öll fljót eins? — En þrátt fyrír þessar frá- vísandi spurningar, veitti kóngurinn Park aðstoð áður en lauk. — Mungo Park hélt af stað — ekki heimleiðis — heldur til austurs niður með fljót- inu. Hestur hans gafst nú upp. Hann reytti saman gras handa honum, setti fyrir framan hann og fór. Ekki leið á löngu áður en orðróm- ur komst á kreik um,' að hann væri óvinur og njósnari. Márarnir lögðu mikla fæð á hann. Og áhrif þessa orðróms urðu meiri eftir því sem neð- ar dró með fljótinu. Hann komst til Kea, sem er í útjaðri mikils fenja- svæðis. Þaðan hélt hann á eintrján- ing til þorpsins Silla. Hann hafði sótthita og þjáðist af matarskorti. í þorpinu var honum sagt, að á svæð- inu lengra niður með fljótinu byggju eingöngu Márar, og þeir væru þeim mun ofstækisfyllri er nær drægi Tim- buktu. Þar hefði hann enga mögu- leika á vernd. Park sá þá, að hann ætti á hættu að láta^lífið fyrir hendi Máranna, og þar með væri því fórn- ag til einskis, því að vitneskja hans kæmist þá ekki til skila. Áður en hann snéri við, aflaði hann sér með mikilli fyrirhöfn eins glöggra upplýs- inga um stefnu fljótsins og unnt var. Blökkumennirnir fylgdu fljótinu til Timbuktu, lengra fóru þeir aldrei. Um stefnu fljótsins, þegar lengra drægi, vissu þeir ekkert. Enginn kærði sig neitt um að vita það nema þessi þrjózki Skoti. II. Mungo Park snéri við. Svo furðu- lega vildi tíl, ag hann rakst á hest sinn sem var enn lifandi, en mjög magnlítill. Þeir félagar héldu sam- an upp með fljótinu í vesturátt. — Mansong kóngur sendi menn á eftir Park til þess að taka hann fastan, en hann slapp undan þeim. Þorps- búar neituðu að segja honum til veg- ar og höfðingjar þeirra neituðu hon- um uin húsaskjól. Hann sneiddi hjá stærstu þorpunum, en kom við i sumum þeirra minni. Hann lifði á hráu korni og betli. Regntíminn byrj aði og stígarnir breyttust í svað. En áfram hélt hann. Smám saman urðu hinir innbornu vinsamlegri. Hann varð' samferða söngvurum og hirðingj- um. Samt var hann rændur því litla, sem liann átti enn ,hatti og tveim skyrtum. Hestinum var líka stobð af honum, en afhentur honum aftur i'yr- ir milligöngu góðra manna. Þó fór svo að lokum, að hann varg að gefa hann. Þar með skildust leiðir hans og þessa dygga þjóns fyrir fulll og allt. Regnið streymdi látlaust til jarðar og spillti ferðaleiðum meira og meira. Hann sneri ök.ia sinn og gat varla gengið. Öðru hvoru var hann með óráði. Þó' tókst honum að kornast yfir svæðið milli upptaka Niger og Senegal, en þá tók við algjör auðn Jallonkado. Honum varð ljóst, að þar hlyti hann ag bera bein sín: „Ég hafði næstum mælt út staðinn, þar sem ég var dæmdur til að farast“, segir hann. — En nú hljóp lánið und ir bagga með honum. Hann hitti þrælasala, Karfa Taura að nafnb — Karfa sagðist vera að safna þrælum og iofaði ag fæða hann og hýsa, og þegar regntíminn .væri um garð geng- inn skyldi hann flytja hann til Gam- bía. Park dvaldist hjá Karfa mánuð- um saman stöðugt haldinn hitasétt. Þegar bráði af honum, notaði hann tækifærið og jók • þekkingu sína á landi og fólki. Loks — átta mánuð- um eftir að hann hafði hitt Karfa var hann orðinn ferðafær. Ferðin til strandarinnar var bæði erfið og hæltuleg, en ekkert saman borið við þær hættur, sem Park hafði áður lif- að af. Þegar hann kom til Pisania, var dr. Laidley fjarverandi. En er hann sneri heim, tók hann á móti Park líkt og manni, sem risið hefur upp l FERÐIR .soussa I MUMlrO PAFK H 1................. \ \ 2.----------- atlawts- HAF T í M I N N — SUNNUDAGSBLAP 329

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.