Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 5
og öræfi. Vorið var orðið grænt i lautum með heiðarblóm hér og hvar, sem hneigðu sig hátíðlega fyrir nýj- um kaupakonum. sem áttu leið hjá. Þá var hrossalykt og jóreykur í íslenzkri rómantik. Sveifm lokkandi ævintvri, en iþó um leið vinna og lærdómur, — sá eini, sem maður fékk, segir Ásta. Þá voru skólarnir ekki fyrir ungar, fátækar stúlkur. Þeirra skóli var lirífan og hlóðarreykurinn, sem súrn- aði í augum. Það er fallegt í Möðrudal, ósnorlið land, eyðilegt með sandstormum, þeg- ar fastur vindur blæs. Þetta land er gott fé, því að það er mikið og viða gróið. Þegar Ásta kom í Möðrudal, bjó þar Stefán, faðir hins margfræga Jóns, sem þar býr nú og syngur hæst allra manna á íslandi. Stefán var skemmtilegur maður, segir Ásta og fjármargur. Hann átti þúsund fjár. í Möðrudal var sú fallegasta baðstofa, sem Ásta hafði séð. Tengdafaðir Stef áns byggði hana á sínum tíma. Hún tók vel við sól og náði alveg upp í mæni. Húsið sitt hvorum megin við hana voru kölluð Suður- og Norður- hús. Yfir þeim báðum var eitt her-. bergi og á milli þeirra lá brú yfir baðstofuna. Vinnumennirnir sváfu uppi á lofti, húsbóndinn í Norður- húsinu, en húsfreyjan, dæturnar þrjár og kaupakonurnar þrjár í Suðurhús- inu. Það eru 55 ár síðan Ásta var kaupakona í Möðrudal. Þá lá þangað enginn vegur, allar ár óbrúaðar og stundum vont með ferðir til og frá, sérstaklega á haustin, þegar færð var tekin að spillast. Heyskapur í Möðru- dal var einkennilegur. Þar var lítið túnstæði, en mikið þurfti að heyja handa öllu þessu fé. Miklir mýrar- fiákar voru ofan við bæinn og þar var mikið heyjað. Sandblásturinn hafði séð fyrir mörgum grasflákanum, en sums staðar stóðu hólar með mel- gresi upp úr sandauðninni, og vinnu- konurnar og vinnumennirnir fóru frá einum hólnum til annars, slógu og rökuðu. Hólarnir voru aldrei slegn- ir að ofan, aðeins að neðan. Topparn- ir stóðu eftir. Þeir voru handa fénu: Það eina, sem stóð upp úr auðninni, þegar snjór lagðist að. Líka var lieyj að lauf; grávíðir, fram í svokölluð- um löndum á bökkum Jökulsár. Þar lá Ásta einu sinni við í vikutíma. „Við höfðum engin tjöld, segir hún, bara teppi og amboðin. Mat höfðum við með okkur og aðra kúna á bæn- um. Það var farið að halla sumri, en okkur leið samt vel, heyjuðum mikið lauf og bárum saman. En í vikulok- in skellti hann stormi á okkur, og heyið fauk allt saman út í Jökulsá". Stefán bóndi hafði tvö hundruð ær í kvíum og það þurfti að mjólka kvölds og morgna. Það gerðu vinnu- konurnar þrjár. Ásta segir, að það hafi alveg verið óhætt að treysta froðublettinum á lendinni á rollun- um, sem þær settu á þær, þegar þær voru búnar að fara undir þær; —- einn blett fyrir hvora umferð. — Sóðaleg vinna var þetta stundum, þegar blautt var. Þetta var kvenna- verk. Vinnumennirnir komu ekki ná- lægt því — nema þeh' héldu stund- um í eina og eina rollu, sem erf- itt var að fást við, fengu svo kannski að súpa á fötunum stöku sinnum og fúlsuðu ekki við því, þótt barmarnir væru ekki sem hreinastir. Elzta dóttir Stefáns var rjómabú- stýra og sá um alla vinnslu mjólkur- innar. Hún hafði lært mjólkuriðnað í Danmörku og kunni vel til sinna verka, og undir hennar umsjá voru búnir til ostar, sauðasmjör og skyr. Það var alltaf nóg að bíta og brenna í Möðrudal og þar var engum íþyngt með of mikilli vinnu. Stefán kallinn var ríkur og hjálpaði mörgum. Hann var fólki sínu góður og skaut undir það hestum um helgar. Þá fór það stundum ríðandi í Jökuldalinn, sex tíma reið, og hitti fólk þar að máli. í Jökuldal var þá vel búið á öllum jörðum, sums staðar stórbýli eins og á Eiríksstöðum, Brú og Hofteigi. Á Hofteigi bjó prestur þeirra dalbúa. Hann hét Haraldur Þórarinsson og messaði alltaf á 17. lielgi í Möðru- dal. Þá kom þar margt manna og öll- um var vel veitt. Annars komu fáir í Möðrudal. Útlendingar, sem voru að reyna að hressa upp á sálina í þessu framandi landi, sem laugaðist enn fjarlægðinni, bláum fjöllum, 'hreinni golu og skýrri sól, komu þar stundum við á ferð sinni um landið. Og Helgi Pjet- urss kom þangað, þegar hann var að skoða landið, sem drottinn hafði gefið honum í vöggugjöf. Hann kunnl að meta þetta land, bæði sem maður og vísindamaður og sá söguna spegl- ast í jarðlögum þess. Helgi átti erf- itt með svefn. Það fylgdi honum hvert sem hann fór. Hann sagði, að það væri svo mikill skarkali í bæn- um og ætlaði að sofa í kirkjunni. En þar hjá stóð pútnahús og sá, sem þar réði ríkjum, bar enga virðingu, •— hvorki fvrir guði né mönnum — ekki heldur Helga Pjeturss. Hann galaði, þegar honum sýndist og horfði með stolli á baksvipinn á Helga Pjeturss, þegar hann lallaði með sængina út að Jökulsá. Þar fékk hann loks svefn- friðinn. Ásta fór á grasafjall. Það var ekki grasafjall Þjóðleikhússins og revíu- Skugga-Sveins. Það var íslenzkt grasa fjall með döggvotar hlíðar. Hún dró pokann sinn á eftir sér alla nóttina, fékk þreytuverk í bakið. „Maður var örþreyttur og sofnaði um leið og sól- in kom upp“. — Enginn söngur, ekk ert orkestur, enginn tilbúningur: — Grasafjall, eins og Matthías þekkti það, eins og Ásta og öll hin þekktu það. Það var veruleikinn sjálfur: — Grösin í pokanum, sofandi fólk und- ir ábreiðum og sólin að skríða upp á himininn. Ásta eyddi sumrunum í Möðrudal, en vetrunum í Reykjavík. Þá var Reykjavík lítil. Hún var svo lítil, að afi og amma Ástu, sem bjuggu í Holti, áttu heima upp í sveit. Þau áltu tún alveg frá Skólavörðustíg niður að Óðinsgötu. Þá höfðu margir bú- skap í Reykjavík. Borgarmenningin hafði ekki enn haldið innreið sína hátíðlega. Þá voru konur inni við Þvottalaugar og hestvagnar á götun- um. En menningin útlenzka var samt á næsta ieiti, enda sköipmu fyr- KAUPAVINNA í Möðrudal fyrir hálfum sjötta tug ára. Lengst til Hægri á mynd- innl er Ásta Ásgeirsdó'ttir. Við hlið hennar stendur önnur kaupakona, þá smalinn, Helgi Tryggvason, sem síðar varð einn frægasti bókasafnari þessa lands. Síðan koma þrjár dætur Stefáns ( Möðrudal. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 317

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.