Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 7
— Og svo verðum við að taka leigubíl fyrir listamanninn, hvíslaði ráðsmaðurinn með eftirsjá. Semjon Semjonovits horfði fast á viðmælanda sinn og sagði síðan með áherzlu: — Fyrirgefið mér, félagi Kosatsí, en þér eruð alveg samansaumaður. Þér eruð hreint og beint nirfill. — Slíkri manngerð hefur verið lýst í bókmenntum. Þér eruð, fyrirgefið mér, Pljúskín! Harpagon! Já, já. Og gerið svo vel að mótmæla ekki. Það er mjög hvimleiður ávani hjá yður að mótmæla alltaf öllu. Þér eru Pljú- skín, og þar með basta. Fulltrúi minn Ihefur einmitt kve rtað yfir hinni meiningarlausu og smáborgaralegu nízku yðar. Þér hafið enn ekki tímt að kaupa þokkaleg húsgögn í skrif- stofuna hans. — Hann hefur góð húsgögn, sagðí Kosatsí dapurlegri röddu — Allt, sem hann þarf til þess að vinna: - Sænska stóla, sex stykki; skrifborð, eitt; annað borð, lítið; karöflu, ösku- bakka úr bronzi, skrevttan hundi, fallegan, nýjan legubekkk með vax- dúksáklæði. — Er áklæðið úr vaxdúk? stundi Semjon Semjonovits. — Þér farið strax á morgun og kaupið handa hon- um húsgögn með leðuráklæði. Heyrið þér það. Farið í umboðsverzlun. — Legubekkur með leðuráklæði, Semjon Semjonovits, kostar fimmtán þúsund. — Aftur komið þér með þessa pen- inga yðar. Þag er blátt áfram and- styggilegt að hlusta á þessar eftir- tölur. Hvað erum við — betlarar? Við verðum að lifa meg rausn, félagi Kos- atsí. Við verðum að sýna af okkur sósíalistíska stórmennsku. félagi Kostatsí. Hafið þér skilið það? Ráðsmaðurinn stakk í vasann mál- bandi, sem hann hafði verið að hand- leika, og það skrjáfaði í skinnbótun- um á knjám hans, þegar hann gekk út úr skrifstofunni —★— Um kvöldið sat Semjon Semjonovits heima hjá sér og drakk te. Hann hlustaði með leiðindasvip á andlit- inu á konu sína, sem skrifaði eitt- hvað niður á pappírsmiða. Hún sagði síðan glaðlega: — Þetta verður ákaflega ánægju- legt og óðýrt! Fjórar flöskur af víni, einn lítri af vodka, tvær litlar dósir af ansjósum, þrjú hundruð grömm af laxi og svolítið af svínakjöti. Svo bý ég til salal úr nýjum agúrkum og geri svo eitt kíló af pylsum. — Einmitt það! — Ha, varstu eitbhvað að áegja? — Ég sagði: Einmitt það! — Er eitthvað, sem þér líkar ekki? — spurði konan í áhyggjutón. — Já, svona sitt af hverju, — svar- aði Semjon Semjonovits þurrlega. — Mér líkar til dæmis ekki, að hver agúrka kostar eina rúblu og fimmtán kópeka. — Já, en það þarf ekki nema tvær agúrkur í allt salatið. — Já, já. Agúrkur, lax, ansjósur. Veiztu, hvað allt þetta kostar? — Ég skil þig ekki, Semjon. Þetta er þó nafndagurinn minn. Þag koma gestir, og nú höfum við ekkert haft upp á að bjóða tvö ár í röð. Og þó erum við alltaf í boðum hjá öðrum. Það er blátt áfram óþægilegt. — Hvers vegna óþægilegt? — Þag er óþægilegt, vegna þess að það er ókurteisi. — Nú, jæja þá, sagði Semjon Sem- jonovits þreytulega. — Láttu mig sjá listann. Já. Ja, við strikum allt þetta út. Það verður þá eftir . . . Eiginlega verður ekkert eftír. En þú skalt kaupa, þú skalt kaupa, Katja, skal ég þér segja, eina flösku af vodka og hundrað og fimmtíu grömm af saltsíld. Það er nóg. — Nei, Semjon, þag er ekki hægt. — Það er fyllilega hægt. AUir verða þér sammála um, að síld sé sígildur matur. Ja, ég hef meira að segja lesið eitthvað um það í bókum. — Semjon, það verður hneyksli. — Jæja, jæja, þá skaltu kaupa eina dós af sardínum í viðbót. En þú skalt ekki kaupa frá verksmiðjunni í Len- ingrad, heldur frá Túla. Sardínumar þaðan eru ekki aðeins ódýrari, held- ur og miklu næringarmeiri. — Það væri hægt að halda, að við séum betlarar! hrópaði kona hans. — Við verðum að byggja líf okkar á grundvelli hins strangasta sparnað- ar og skynsamlegrar notkunar sér- hvers kópeka, svaraði Semjon Sem- jonovits hátíðlega. — Þú færð nú þúsund rúblur á mánuði. Til hvers að gera okkur fá- tækari en við erum? — Katja, ég er ekki þjófur og ég er ekki eyðsluseggur. Mér ber engin skylda til að fæða meg mínum vinnu launum þennan gíruga kunningjahóp þinn. — O, svei! — Ég læt mér í léttu rúmi liggja skammaryrði þín. Ég hef ákveðna fjárhagsáætlun, og ég hef ekki rétt til að breyta út af henni. Skilurðu það! Ég hef engan rétt til þess! — Hvað hefur gert hann að slíkri nánös? spurði kona hans og sneri sér að veggnum. — Kallaðu mig hvaða nafni, sem þú vilt, sagði Semjon Semjonovits, — en ég vara þig við, að aga í fjármál- um vil ég hafa skilyrðislaust, hvað sem þú svo segir. — Ég hef sagt þér og mun halda áfram að segja þér mína skoðun, hrópaði konan. — Kolja hefur gengið meir en mánuð á ónýtum skóm. — Hvað kemur Kolja þessu við? — Kolja kemur því við. Hann er þó sonur okkar. — Allt í lagi, allt í lagi, ekki þessi öskur. Vig kaunum skó á þennan gemling. Þegar þar að kemur. Nú, og hvað þarf svo fleira? Seg þú til! Það þarf kannski að kaupa flygil eða hörpu? — Það þarf enga hörpu að kaupa, en það þarf ag kaupa koll hérna í eldhúsið. — Koll! hvein í Semjo'n Semjono- vits. — Til hvers? Hvað á nú að gera með hann? Kannski ættum við að kaupa leðurhúsgögn í eldhúsið? Aðeins fimmtán þúsund. Nei, Katj- énka, ég verð að koma á einhverju aðhaldi hér í húsinu. Og löngum tíma varði hann til þess að gera konu sinni grein fyrir því, ag það væri þegar kominn tími til þess að binda endi á þessa enda- lausu eyðslusemi með veizlum og alls kyns þess háttar hömlulausri só- un, og kasta þannig á báða bóga só- síalistísku fé. Hann svaf vel. Arnór Hannibalsson íslenzkaði. SKÝRING: Pljúskín er sögupersóna úr Dauðum sálum eftir Gógó og Harpago er aðal- peisónan í L’avare (Nirfl- inum) eftir Moliere. LESANDI GÓÐUR! Ef þér hafií lifaS sögulega og óvenjulega atburtii, sem y’Öur dytti í hug aí færa í letur ein- hverja kvöldstund, á slíkt efni hvergi betur heima en í Sunnudags- blaífi Tímans. Þar munu slíkar frásagnir varíveitast um aldur og ævi. Þúsundir manna halda blatiinu saman, og meí tíman- um vertSur þatJ dýr- mætt safnrit. T í I I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 319

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.