Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 20
undan í flæmingi. Loks kom þar, að Kristbjörgu leiddist þófið, og setti hún Tómasi tvo kosti — að þau yrðu saman gefin eða hún færi brott. Tómas svaraði þessu engu. En næsta sunnudagsmorgun kom hann árla inn í sjóbúðina, þar sem þau höfðust við, og kallaði upp á löft- skörina: „Farðu í skárri garmana þina, Kristbjörg, og komdu upp .að Hóli í dag. Maður verður að gera fleira en gott þykir“. „Hefði ég verið herrann“ Höskuldur bjó í Hlíð undir Eyja fjöllum, sonur ensks manns, Crum. becks að nafni, er settist að þar eýstra. Höskuldur var kirkjurækinn mjög Eitt sinn var það fyrsta sunnudag í föstu, að prestur las, eins og vera bar. guðspjallið Tim freistni djöfulsins við Krist og þar með þessi orð: „Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig“ Þá gall Höskuldur við, sárgramur djöflinum fyrir háttalag hans: „Hefði ég verið herrann Kristur, þá skyldi ég hafa gefið honum á and- skotans kjaftinn" Suðurkaupsiaðirnir Loftur Loftsson í Ranakoti var ör- snauður, en lét það ekki mjög á sig bíta. Talaði hann oft drjúglega um sinn hag og reyndi þannig að bæta sér upp, hve afskiptur hann var ver- aldargæðunum. Austanmenn, sem hittu hann á Bakkanum, höfðu eftir honum þessi ummæli : „Ég er nú svo nærri kaupstaðnum sem allir vita, en þó dettur mér ekki annað í hug en flytja allar mínar vörur til suðurkaupstaðanna". Betra að vera böðull Steingrímur biskup Jónsson var á yfirreið. Prófastur nokkur bar sig mjög upp undan því, hve störf sín væru illa launuð, og fór um það orð- um á ýmsa vegu. Biskupinn tók lítt undir þetta, en við það espaðist pró- fasturinn, og kom þar að lokum, að hann kvað prófastsstörfin sízt betur launuð en böðulsstörf. „Það liggur þá næst, prófastur minn, að segja frá sér þessu og sækja um hitt,“ sagði biskup með hægð. Eldurinn og andskoiinn Gömul hjón höfðu verið sett nið- ur i Griðungagerði á Fljótsheiði í Þingeyjarsýslu. Heyrði þetta kot til Bárðardal, og var Bárðdælingum lítt gefið um búsetu gömlu hjónanna á heiðinni. Um þessar mundir bjuggu í Hrapps- staðaseli hjónin Friðrik Þorgrímss. og Guðrún Einarsdóttir. Morgun einn árla kom kerlingin úr Griðungagerði í Hrappsstaðasel, og var erindi henn- ar að sækja eld, því að eldur hafði dáið hjá henni. Guðrún lét henni í té glóðarköggul, og með hann fór hún. Nú segir Guðrún Friðriki komu kerlingar og erindi. „Þú hefur látið hana fá eldinn", segir Friðrik „Gerði ég það“, svarar Guðrún. „Eða heldurðu, að ég sé verri en and- skotinn? Engum varnar hann elds- ins“. „Svona eru skipin“ Kerling, sem ekki hafði víða farið um dagana, kom að sjó og sá skip í hrófi og hlaðið grjóti undir. Þá varð henni að orði: „Svona eru skipin gerð. Á stein- löppum labba þau um sjóinn'1. Lundabaggarnir í Hólsbuð Einari Sigurðssyni í Hólsbúð í Flat- ey óx mjög í augum, hve mikið var borið á borð af ýmsu kjötmeti fyrir höfðingjana breiðfirzku, þegar þeir komu til húsbónda hans, séra Ólafs Sívertsens. Einkum þótti honum þó komur Eyjólfs Einarssonar í Svefn- eyjum draga hroðalegan dilk á eftir sér. 1 Eyjólfur hafði haft spurnir af þessu. Nú l)ar svo við, að Einar gamli hitti Eyjólf í Flateyjarferð og spurði hann, hvort hann ætlaði að taka sér næturgistingu á eynni. „Ó-nei, karl minn“, svaraði Eyjólf- ur. „Ég ætla hvorki að éta sviðin né lundabaggana í Hólsbúð í kvöld.“ „Það er þó aldrei ógert, sem gert hefur verið“, sagði Einar og gekk snúðugt brott. Opnað fyrir guSi Einar trésmiður Helgason, bróðir séra Árna i Görðum, átti heima í Reykjavík. Hanr. kom heim á hvíta- sunnumorgun, heldur illa til reika, um það bil er kona hans var að rísa úr rekkju. Vaið hún bæði hrygg og reið, er hún sá mann sinn svo á sig kominn sem hann var á morgni slíks hátíðisdags. Styður hún höndum á mjaðmir og segir hvössum rómi: „Það er guðlaust hús, þetta“. Einar skjögraði að gluggunum og opnar þá hvern af öðrum, hnykkir •að því búnu hurðum af hjörum. Síð- an snýr hann sér að konu sinni og segir: „N.ú held ég, að hann komist inn“. Bæn Herdísar Hundrað ára gömul kona í Grímsey, Herdís að naíni, las þessa bæn af innilegri guðrækni, er presturinn séra Páll Tómasson, kom í húsvitjun: „Geng ég til kirkju með nýja skó og skafna þvengi. Fjórir standa fyrir mór, fjórir standa bak við guðs englar góðir. Krossa ég mig á brjóst, krossa ég mig á enni, krossa ég mig á hvirfil há. Sa.nkti. María, guðs móðir, stendur við kirkjudyr. Ámen. í Jesú nafni, ámen“. Margnefndur höföingi í sóknum séra Gunnars Pálssonar í Hjarðarholti var kerling ein orðgífur og blótsöm. Þelta vissi prófastur on vék á það við hana í húsvitjun, hvað vondi karlinn væri nefndur. Kerlingu grunað'i, hvað prófastur var að fara og svaraði mjög hæversklega, að hann kallaði fólk heizt Rækallann. Prófast- ur innti eftir fleiri nöfnum hans. Kerling kvað hann einnig heita Sat- an og Skolla. Prófastur spurði, hvort hann væri ekki nefndur öðrum nöfn- um í guð6orðabókum. Þá þótti kerl- ingu nóg komið „Hann heitir Djöfull og Andskoti", svaraði hún,“ og á heima í helvíti, og taktu þar við honum". ,.Stís:«Si! ekki í skegg'S“ Sigríður Guðmundsdóttir var á sveit í Biskupstungum Hún var ekki heil heilsu og var heilsubresti hennar þannig farið, að annað veifið setti að henni rugl og óráð, en þess á milli bráði af henni. svo að ekki gætti annars en hún væri heilbrigð. Séra Magnús Helgason var prestur á Torfastöðum. elskaður og virtur af sóknarbörnum sínum. En það þótti sumum sviplítið. að hann léf sér ekki vaxa skegg eins og gömlu prestarnir höfðu gert. Nú bar svo við, að Sigga kom til kirkju einn messudag og var ókyrr nokkuð og ringluð, svo að prestur kveið því, að hún ylli messuspjöll- um. Tók hann þann kost að tala um fyrir henni og biðja hana að stilla sig við guðsþjónustuna. Sigga hlust- aði þegjandi á umtölur hans, unz hún sagði: „Stígðu ekki í skeggið, séra Magn- ús.‘‘ Verkunnsemi Jón hét maður einn á Hrauni í Grindavík, gildur bóndi og dannebrogs maður, hæglátur og einkennilegur í svörum. Hjá honumvar áefri árum vinnumaður, Höskuldur að nafni, og lá það orð á, að vingott væri með hon um og konu Jóns, er mun hafa verið mun yngri en bóndi hennar. Nú bar svo við, að kona Jóns varð vanfær og ól barn. Var fæðingin allerfið, og hljóðaði konan mjög. Jón 332 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.