Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 14
NfGER VAR ASTRIÐA HANS, NICER VARÐ GRÖF HANS ■ItaflHMMMWniMMMtMMMMMinnNMfMMmMmMMW SAGA lan/ikönnunarferða átjándu aldarinnar er liarmsaga: Landkönn- xiMr lögðu af stað úr lilnuin jiekkta heimi til hins óþekkta, skip leystu festar, burðarmenn öxluðu byrðar sínar og hurfu siónum — um eilíf5. Enginn velt, hvað þeir fundu, eng- inn veit, hvað þeir reyndu. Menn vita aðeins, að þeir snéru aldrei aft- ■ur. Þannig er saga margra landkönn- uða, — en ekki allra. Sumir komu aftur til mannabyggð'a, líkt og úr á- • lögum og höfðu þá stáekkag hciiniinn sem svaraði ferð þeirra. Aðrir komu. urðu frægir og settust að um kyrrt, þar til hið óþekkta dró þá til sín á uý og skilaði þeim ekki aftur. — Slík er saga Mungo Parks. Hann fæddist 1777 í Skotlandi, sjöundi í röðinni af þrettán systkin- um. Hann átti hljóðláta æsku og var sem drengur hátíðlegur, hljóður og gæddur mikilli sjálfstjórn. For- eldrar hans vonuðust til, að hann gerðist þjónn kirkjunnar, en hann hafði enga köllun og sneri sér að læknisfræðum, þegar hann hafði ald- ur til Ekkert benli til þess, að Mungo Park yrði landkönnuður og fljótið Niger í Afríku ætti eftir að verða honum fylling og ástríða lífs hans. Hann lifði í þröngu og lokuðu um- hverfi og virtist ekki hafa minnstu löngun til að rjúfa þann vítahring, sem skozka hálendið skóp dalbúun- um. — En dag nokkurn kom mágur hans, James Dickson, í heimsókn og fékk Park með sér í plöntusöfnunar- ferð um hálendi Skotlands, og ein- hvern tíma í þeirii ferð trúði Park Dickson fyrir því, að hann hefði ekki löngun til þess að eyða ævi sinni sem læknir. Sir Joseph Banks, vinur og sam- ferðamaður hins mikla landkönnuð- ar Cooks, var kunningi Dicksons, sem kom því til leiðar, að þeir Banks og Park kynntust. Þau kynni leiddu til þess, að Park fór sem skipslækn- ir á skipi Áustur-indverska-verzlunar félagsins, sem hér Worcester, til Sum atra. í þessari ferð vaknaði vísinda- legur áhugi hans, og hann uppgötvaði og lýsti átta nýjum fisktegundum. Ferðin tók eitt ár. Einmitt á þessu ári lagði aðalsmað ur að nafni Houghton af stað í land- könnunarferð í Afríku á vegum Ensk afríkanska félagsins, en það félag hafði sir Joseph Banks stofnað. Afr- íka var ókannað Iand að heita mátti nema með ströndum fram, og ein af mörgum ráðgátum innlandsins var fljótið Niger. Þó var langt síðan Evrópumenn höfðu vitað um tilvist þess. Gríski sagnritarinn Heródót lýs- ir því og segir það skipta Afríku líkt og Dóná Evrópu; ónákvæmari gat lýsingin varla verið. Hann getur sér þess til, að það sé álma, sem renni úr Níl til austurs. Fleiri fornir sagn- ritarar höfðu líkar skoðanir. Þegar Portúgalir settust að á ströndum Afr- íku á fimmtándu öld, heyrðu þeir sagnir um þetta. mikla fljót innlands- ins og drógu þá ályktun af, að fljótið væri upptök árinnar, sem féll til sjáv ar við Verde-höfða. Þessi hugmynd hafði ekki við rök að styðjast, eins og síðar kom í ljós. 32 6 •^T! r T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.