Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 15
HITABELTISREGNIÐ HELT ÞEIM í GREIPUM SÍNUM. ÞEIR ÓÐU STRAUMBÓLGNAR AR, FEN OG DÍKI. Á ÞURRU LANDI SUKKU FÆTUR ÞEIRRA í LEÐJU EÐA GRAS* ÞEMBUR í HVERJU SPORI. MULDYRIN DRAPUST EDA ÞEIM VAR STOLIÐ. ÞEIR VORU HUNGRAÐIR, OG HITASÓTTIN RÍDST AÐ ÞEIM HVAÐ EFTIR ANNAÐ . . .. Portúgalir flosnuðu upp á ströndum Vestur-Afríku og Englendingar komu í þeirra stað. Um þetta leyti var sykur-iðnaður- inn í Vestur-Indíum í örum vexti; þrælamarkaðunnn blómgaðist að sama skapi, því að stöðugt var þörf ódýrs vinnuafls. Þetta leiddi til þess, að nauðsynlegt varð að afla þekking- ar á innlandi Afríku; þar var bæði von þræla, filabeins og gulls. Sagnir hermdu, að borgin Timbuktu langt inni í landinu væri full af gulli, meira að segja þök húsanna væru úr skíra gulli. Enski aðalsmaðurinn Houghton var sá þriðji, sem Ensk-afríkanska félag- ið gerði út til þess að kanna innland Afríku. Sá fyrsti var Bandaríkjamað- ur. Hann ætlaði að fara yfir eyði- mörkina frá Libíu, en hann andað- ist í Kairo meðan hann var að und- irbúa leiðangurinn. Sá næsti var Eng- lendingur. Hann lagði upp frá Tripoli, en varð að snúa við vegna árása Araba á eyðimörkinni. Houghton lagði af stað frá ósum fljótsins Gam bía, sem Portúgalir héldu fyrrum, að væri hið sama og Niger. Af ferðum hans bárust engar fregnir, og árið 1793 var talið fullvíst, að hann væri dauður. — Félagig — með sir Joseph Banks í broddi fylkingar — tók nú að svipast um eftir manni, sem lík- legur væri til að geta sigrazt á þeim hættum, sem kynnu að leynast á hinu ókannaða landsvæði. Þegar orð- rómur um það barst til Mungo Park, gerði hann sir Joseph Banks orð og kvaðst fús til fararinnar. Sir Banks mundi eftir honum og sá í hendi sér, að hann var tilvalinn til ferðarinnar, sökum iækniskunnáttu sinnar — á þessum tómum léku hitabeltissjúk- dómar hvíta menn oft grátt — vís- indaáhuga og einurðar, auk þess var Park á því skeiði ævinnar, þegar lík- amlegt þrek er hvað mest. Verkefni það, sem Mungo Park var falið, var skýrt og afmarkað: Hann átti að halda frá ströndinni til Niger, finna uppsprettur hennar, stefnu og ósa. Hann átti og að leitast við eftir föngum að heimsækja borgir og þorp nágrennisins, en framar öllu öðru átti hann að fara til borganna Timbuktu og Houssa. Að þessu loknu átti hann að snúa til Evrópu. Fyiirmælin voru sem sagt skýr og án smáatriða — eng- inn þekkti smáatriðin. Park lagði af stað frá Englandi 22. maí 1795 á skipinu „Endeavour“, og mánuði síðar varpaði það akk- erum í Jillifree við norðurbakka fljótsins Gambía. Gambía var aðal- verzlunarleið um hálendi Vestur-Afr- íku. Konungsríkið Barra hafði víðtæk viðskipti við ríkin lengra inni í land- inu og seldi þeim salt í stað fílabeins og gullsands. Þetta ríki var nógu vold- ugt til þess að leggja þunga tolla á skip Evrópumanna, sem héldu upp fljótið. Park komst og fljótlega að raun um, að það var ekki heiglum hent að eiga viðskipti við íbúa þessa ríkis. Þeir voru svo ágengir og frekir, að verzlunarmenn urðu oft og tíðum ag láta undan kröfum þeirra til þess að losna við þá. „Endeavour" greiddi tolla sína við Jillifreee og hélt upp fljótið til þorps, sem kallað var Jonkakonda, en það- an var sendiboði sendur til dr. Laid- ley, sem var einn af þremur hvítum mönnum, sem bjuggu í þorpinu Pis- ania, tuttugu og fimm kílómetrum fyrir ofan Jonkakonda. Þaðan skyldi Park'leggja upp í könnunarleiðang- urinn. Hann neyddist til að halda kyrru fyrir í Pisania í fimm mánuði, því að hann kom þangað einmitt í byrjun regntímans, þegar árnar verða ófærar sökum vatnavaxta og allir troðningar og stígar, sem liggja milli þorpa, breytast í forarefju, og hitabeltisregnið bylur á jörðinni dag eftir dag. Þennan tíma notaði Park til þess ag afla sér þekkingar, sem gæti komið honum að Uði við það, sem framundan var. Hann byrjaði að læra Mandingo-mál, sem var verzlunarmál hinna ótal mörgu ríkja Vestur-Afiíku Hann kynnti sér eftir beztu getu landshætti, landssiði, fæðutegundir og akuryrkju innbor- inna manna. En í ágústmánuði fékk hann hitasótt og lá þann mánuð all- an alvarlega sjúkur. Hann fór of snemma á ról, og sjúkdómurinn tók sig aftur upp í september. Af dag- bókum hans frá þessu tímabili má greina örvæntínguna og þunglyndið, sem grípur flesta, þegar þeir komast í fyrsta sinn í kynni við hinar nei- kvæðu hliðar Afríku. Þar á ofan bætt- ust vonbrigði yfir þeim upplýsingum, sem hagn fékk hjá svörtum þræla- kaupmönnum um landsvæðið, sem hann átti ag kanna. Allar þessar upp- lýsingar voru lygi frá rótum, þótt með sitt hverjum hætti væri. Regntíminn endaði í nóvember. Þá var Park orðinn hitalaus og ákvað að leggja af stað eftir hinum ókunnu stigum. í fyrstu var ætlunin, að hann yrði samferða þrælakaupmönn- um inn í landið. en hann komst fljót- lega að því, að þeir voru áformi hans andsnúnir, svo að hann ákvað að fara á eigin spýtur við sjötta mann. Með honum fór frjáls blökkumaður, Johnson að nafni; ánauðugur ungling ur, sem kallaður var Demba og hafði verið lofað frelsi, ef hann hagaði sér vel í ferðinni, tveir frjálsir menn, og tveir innfæddir, sem ætluðu til borg- arinnar Bondu og höfðu lofag þjón- ustu sinni, þar til þangað kæmi. Þeir ferðuðust fótgangandi, en asn- ar báru byrðarnar. Sjálfur hafði Mungo Park keypt sér hest. Þeir höfðu skammt farið, þegar öflugur flokkur innborinna manna stöðvaði þá og skipaði þeim að greiða ferða- toll. — Á sléttunni milli strandarinn- ar og Senegal voru óteljandi smá- ríki, sem fengu mikinn hluta tekna sinna með því að skattleggja þá, sem þurftu ag fara í gegnum lönd þeirra. Það, sem Park hafði haft með sér til þess að uppfyiia þessar kröfur, gekk fljótt til þurrðar. Þess utan gripu smákonungarnir hvert tækifæri til þess að ræna hann. Allir rændu hann, meira að segja konurnar, og stundum var flótti eini vegurinn til þess að losna úr höndum ræningjanna. 28. desember fór hann yfir fljótið Senegal, og samstundis lenti hann í vandræðum. Þar logaði allt í bardög- um miili hinna ýmsu kynflokka inn- borinna manna, og þrátt fyrir það að liann hafði getað bætt sér upp rán þau og skatta, sem hann hafði mátt þola, með þvi að innheimta skuldir fyrir þrælaverzlun dr. Laidley, var hann nú rúinn að skyrtunni. Hann tók mikinn krók tíl þess að „Þegar sólin kom upp, varð þorstinn óbærllegur. Hann reyndi að sjúga blöð runna, en það var til lítils gagns. Sjúkleiki og magnleysi náði yfírhöndinni. Hann féll í sandinn." TfHINN - SUNNUDAGSBLAÐ 327

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.