Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 16
komast frá þessu ófriðarsvæði og kom þá inn í konungsríki Mára, sem Ludmar nefnist og var norður af Senegal í útjaðri Sahara-eyðimerk- urinnar. Honum hafði verið ráðið mjög frá því, að fara inn á þetta landsvæði — þar hafði Houghton ver- ið drepinn — en hann lét sér ækki segjast. í fyrstu virtist allt ætla að ganga að óskum. Honum tókst að sleppa í gegnum landsvæði Máranna og var kominn inn á yfifráðasvæði blökkumannanna aftur. Niger var ekki langt undan. Draumar hans höfðu þegar staðsett hann á bökkum þess, þegar flokkur Mára ruddist skyndilega inn í kofa hans og tók hann höndum, samkvæmt skipun Alis, yfirlandstjóra Ludamars. — Þetta var upphaf hræðilegrar fangavistar. Hann var ókunnur, hvítur maður og kristinn í þokkabót. Slíkt nægði til þess, að holskefla andúðar og fyr- irlitningar féll á hann. Þegar hann kom í tjaldbúðir Máranna í eyðimörk- inni, var hann leiddur fyrir Ali, sem sat í mjúku hægindi og dundaði við að klippa nokkur hár úr skeggi sínu. Ambátt hélt spegli fyrir framan and- lit hans. — Frillur Alis höfðu aldr- ei séð hvítan mann áður, og til að svala forvitni þeirra var þeim leyft að klæða Park úr hverri spjör og skoða hann í krók og kring, Höfðu Márarnir af þessu mikla skemmtun, sem entist þeim allt fram til kvöld- bæna. Hámark þessara „skemmtiatr- iða“ var, að lifandi svin var leitt fram fyrir Park og honum skipað að drepa það og éta. Hann áttaði sig samstund is á því, að þarna var honum búin gildra: — Múhammeðstrúarmenn leggja sér ekki svín til munns — þau eru óhrein í þeirra augum. Hann sagðist aldrei leggja sér svínakjöt til munns. Márarnir trúðu auðsjáan- lega, ag svínum væri í blóð borið hatur til kristinna manna og leystu það nú til þess að skemmta sér við að sjá það ráðast á villutrúarmanninn. En svínið gerði engan greinarmun á réttu og röngu í því tilliti, og varð það Márunum nokkur vonbrigði. — Þessi vonbrigði urðu hins vegar ekki Mungo Park til tekna. Vikurnar liðu hver af annarri, hann var oft aðfram kominn af hungri og þorsta, um- kringdur hatri og lítilsvirðingu á alla vegu. Sandstormarnir áeddu að tjaldbúðunum og feyktu fíngerðum sandinum niður í þurran háls hans. Þrátt fyrir þessar þjáningar virðist Mungo Park hafa haldið hugarró sinni fullkomlega. Hann skrifaði dag- lega niður athuganir varðandi siði og venjur Máranna, mældi hita, vind- brsða og vindstefnu daglega. Hann byrjaði meira ag segja að læra ara- bísku. Þegar mánuður var liðinn af fanga vistinni, hélt Ali norður á bóginn til þess að finna konu sína, Fatimu. — Versnaði þá fangavist Parks og fé- laga hans að miklum mun. Park, Demba og Johnson sultu nær heilu hungri, því að þrælar Alis báru þeim ekki mat nema endrum og eins. — Blökkumennirnir lágu fyrir í eims konar móki og Park átti erfitt með ag halda höfð'i. Um þessar mundir brauzt út styrj- öld á eyðimörkinni, og tjaldborg Al- is — Benowm — þar sem þeir félag- ar voru fangar, var eyðilögð. Menn Alis flýðu þá norður á bóginn, og komst Park þá í kynni við Fatimu drottningu. Það varð til þess, að hon- um var leyft ag fylgja Ali og henni, þegar þau héldu suður aftur í enda maí-mánaðar. í borginni Jarra, sem var á mörkum yfirráðasvæðis Mára og blökkumanna, var hinn dyggi Demba gerður að þræli Alis og allt tckið af Park nema hestur hans og „gamli biáninn, hann Johnson" — eins og Park orðaði það. í lok júní gerðu fjandmenn Alis árás á borgina. Notaði þá Park tæki- færið og flýði, en var handsamaður aftur 1. júlí af þrælum Alis. John- son gamli heyrði ráðagerðir þeirra, um að fara meg Park aftur til eyði- merkurtjaldbúðanna og sagði Park frá. Hann sá, að nú var að duga eða drepast og gerði síðustu örvænting- artilraunina til þess að flýja. Tókst honum að koraast óséður úr augsýn þrælanna. Hann hafði ekki langt far- ið, þegar hann sá til ferða þriggja Mára. Þeir komu ríðandi á harða- stökki á eftir honum og miðuðu tví- hleyptum byssum sínum. Park féll allur ketill í eld. En Márar þessir höfðu annað í huga en taka hann til fanga. Þetta voru ræningjar. Þeir opn uðu fátæklegan fataböggul hans, en fundu þar ekkert nema yfirhöfn hans. Henni stálu þeir og héldu síðan leið- ar sinnar. Loksins var Park frjáls, en hann var aleinn (Johnson hafði neitað að flýja með honum) án raatar, klæða, fjár eða annars gjaldmiðils. Sálar- þrek hans var hins vegar enn óbugað og áttavitann sinn hafði hann enn þá. Hann hafði grafið hann í sandinn við tjöldin. Hestinn höfðu Márarnir held- ur ekki hirt um að taka, enda var illa haldinn, horaður og ræfilslegur. En því fór fjarri, að Park væri úr ailri hættu. Hann var að vísu slopp- inn úr greipum Máranna. En hann var enn staddur á hálfgerðri eyði- mörk án vatns og matar. Og þegar sólin kom upp, varð þorstinn óbæri- Iegur. Hann reyndi að sjúga blöð runna, sem urðu á vegi hans, en það var til lítils gagns. Sjúkleiki og magnleysi náðu yfirhöndinni. Hann féll í sandinn. Hann ákvað að sleppa hestinum, ef svo vildi til, að skepnan gæti bjargag sér sjálf. Einhvern veg- inn tókst honum þó að safna kröft- um til þess að halda göngunni áfram. Þegar leið að kvöldi, sá hann eldingar í norð-vestri og hélt í þá átt. Skömmu síðar skall á hann heiftugur sand- stormur. í kjölfar hans féllu nokkrir regndropar. Skyndilega brast regnið á. Það rigndi stanzlaust í fjórar klukkustundir. Hann saug klæði sín og svalaði þannig þorsta sínum. — Hann leit á áttavitann, þegar elding- arnar lýstu upp himininn, — hélt á- fram göngunni og stefndi — þessi furðulega þrautseigi og þrjózki mað- ur —■ á Niger! Snemma morguns fann hann vatns ból, en þar voru Márar fyrir. Hann laumaðist burtu og um dagmál rakst hann á nokkur vatnsaugu. Þar svalaði hestur hans þorsta sínum, en hann hafði ekki yfirgefið Park, þótt hann sleppti honum lausum. Þannig héldu þeir áfram ferðinni, maðurinn og hesturinn, matarlausir í þrjá sólar- hringa. Loks rakst Park á „miskunn- saman Samverja“ — gamla konu, sem gaf honum að borða. Hann fald- ist í runnum, Jíkt og ofsótt dýr, þeg- ar menn voru í námunda, og komst loks út úr Ludamar, ríki Máranna, til blökkumannaborgarinnar Warra, sár- þjáður á líkama og sál. Það gengur kraftaverki næst, hvern ig hann komst leiðar sinnar og gat aflað sér fæðu. Hann seldi gljá- hnappana á fosunum sínum í þorp- um, sem hann fór um, síðustu vosa- klútana sína og aðra smáMuti, sem hann átti enn í fórum sínum. Þremur vikum eftir, að hann hafði sloppið úr fangavistinni, var svo komið fyrir honum, að hann varð að betla sér korn hjá þrælum, sem aumkuðust yf- ir hann. Og enn var hesturinn í för meg honum, skinhoraður og stóð ekki nema undir sjálfum sér. En að þessum þremur vikum liðn- um opinberaði morgunsólin honum það, sem hann hafði þráð allan þenn- an tíma: Niger. — Fljótið glitraði í morgunsólinni, breitt og mikið. Þag rann til austurs, — í þveröfuga átt við það, sem menn höfðu álitið. — Mungo Park hafði sigrað þjáningar, fangavist, grimmd og fyrirlitningu og hlotið laun sín: Hann stóð og starði á fljótið. Þetta var hápunkturinn á lífsferli hans, sem allt annað hlaut að blikna fyrir. Þar sem hann kom að Niger, stóð borgin Sego (nú Segou). Hún var girt fjórum virkisveggjum, höfuð- borg Mansongs konungs í Bambarra. Hún stendur um það bil miðja vegu milli Timbukt og uppsprettna Niger. Þótt ferð Parks hefði upphaflega mið azt við það, ag hann kæmist til þess- arar margrómuðu borgar, mátti nú Park vel una við þann árangur, sem hann hafði náð. Sá árangur var nær ofurmannlegur, ef miðað er við hrakn 323 T í M I N N — ÖUNNUDAGSBLAf)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.