Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 6
ÍLF O G PETROFF
OFRAUSN
ir fyrra stríðið: Þag var fari'ð að sýna
„lifandi myndir“ í Keykjavík, en þær
komu stundum á höfði. Svtoa átti
menningin erfitt uppdráttar.
Fjögur sumur var hún í Möðrudal.
Það fjórða varö næstum þag síðasta í
/ lífi hennar:
Hún haföi haldið yfir heiöarnar og
árnar burt frá Möðrudal og haustinu.
Hún ætlaði að ná „Ceres“ á Vopna-
i firði, en haustúð á heiðunum hafði
tafig för hennar og „Ceres“ var far-
inn. En það kom annað skip til Vopna
fjarðar, norska skipið „Flóra“, sem
sigldi mikið til íslands og umhverfis
ísland fram til fyrra stríðs. Þetta
var sterkbyggt skip og lét ekki að sér
hæða. Það hafði krussað sjóinn milli
íslands og Evrópu mörgum sinnum
og fengið marga gusuna. „Flóra" tók
farþega víða í þessari ferð. Þegar
hún lagði frá Húsavík, voru farþegar
orðntr um áttatiu talsins, en skips-
höfnin sjálf voru 13—14 menn. Ásta
hafði fengið pláss á öðru farrými
fyrir sig og bróður sinn á 10. ári. En
margir farþegar voru í lest og höfðu
hreiðrað þar um sig milli bjórkassa
brytans. Sumir þeirra höfðu rúmföt,
aðrir brekán eða poka. Dimmviðri
var, þegar skipið lagði af stað frá
Húsavík, og það hafði ekki lengi farið,
þegar ofsastormur með blindbyl skall
á. Stormurinn hrærði upp í sjónum
og skipið tók geigvænlegar veltur.
Þegar brotsjóirnir riðu að því, brak-
aði í hverju bandi. Urðu þá sumir sjó
veikir og sjóhræddir, en Ásta fann
til hvorugs. Vindurinn þreif í skipið
og sjóirnir lömdu það útan. Sá, sem
vogaði sér út á þilfar var dauðans
matur. Farþegamir lágu í kojum sín-
um, fundu dynkina og höggin, en
vissu annars lítið, hvað fram fór, —
þeir mirinst, sem í lestunum voru.
Hásetarnir helltu úr hverri fernisolíu
tunnunni á fætur annarri tíl þess að
reyna að lægja sjóinn umhverfis skip
ið, og skrokkur þess var allur löðr-
andi i olíú. Veðrig var svo magnað,
að ógerlegt var að fara venjulega
siglingaleið. Þegar komið var í Húna-
flóa, var skipinu snúið í vindinn og
siglt til hafs. Litlar vörur voru í
skipinu. Það stóg þess vegna hátt í
sjó. Grimmdarfrost var og hlóðst ís
á það. Eftir það lét það verr að
stjórn. Á lágþiljum voru nokkrir
vörukassar og sauðir og geitur. Sjór
inn sópaði þessu öllu fyrir borð, nema
einni geit, sem komst bógbro.tin í
var. Þannig hélzt veðrið í tvo daga.
Skipið stefndi stöðugt upp í vindinn
tU hafs. Fanþegarnir fengu engan
matarbita og ekkert vatn, því að ekki
var mögulegt að komast að vatns-
geymunum. Skipstjómarmennirnir
stóðu í brúnni og rýndu út í sortann,
en sáu ekkert. Á þriðja degi fékk.
skipið þyngsta áfallið. Sjórinn fleygði
Framhald á 334. síðu.
SEMJON SEMJONOVITS, yfirmað-
ur fyrirtækisins, sat við hig stóra og
þunglamalega skrifborð sitt. Á eik-
arhUðum þess voru skornir út hrossa
gaukar og vínberjaklasar. Frammi
fyrir honum stóð ráðsmaður hans,
klæddar í reiðbúxur riddaraliðsins,
meg gular knébætur úr leðri. Ráðs-
menn hafa einhverra hluta vegna á-
nægju af að skrýða borgaralega lík-
ami sína hálfgerðum herklæðum, rétt
eins og starf þeirra væri ekki falið í
friðsamlegri talningu á rafmagnsper-
um og í því að negla blikknúmer á
skápa og stóla, heldur í reiðmennsku-
list og riddaraliðshernaði.
— Það er að segja, félagi Kosatsí,
sagði Semjon Semjonovits með ákafa,
— þér takið lax, eða enn betra, lax-
flök, nú og svo svínakjöt, pylsur, ost
og svo einhverjar fínar niðursuðu-
-vörur.
— Sardínur?
— Þarna er yður rétt Ufandi lýst,
félagi Kosatsí. Sardínur! Því þá ekki
grænmetisstöppu eða bakaðar baun-
ir? í síðustu veizlu hjá þeim í gúmmí
verksmiðjunni var niðursoðin álalif-
ur, en þér ætlið að bjóða upp á sar-
dínur! Engar sardínur, heldur hum-
ar. Skrifið það: Tuttugu dósir af hum-
ar.
Ráðsmaðurinn var kominn á
fremsta hlunn !með að andmæla ein-
hverju og hafði jafnvel opnað munn-
inn, en hann sagði ekki neitt og fór
að skrifa niður.
— Humar, — endurtók Semjon
Semjonovits, — og fimm kíló af kav-
íar.
— Er það nú ekki fullmikið? Síð-
ast tókum við aðeins þrjú kíló, og
það var feikinóg.
— Ja, þér haldið, að það hafi verið
nóg. En ég álít, að það hafi ekki
verið nóg. Ég fylgdist með.
— Þag kostar fjörutíu rúblur kUó-
ið, sagði ráðsmaðurinn angurvær.
— Nú, og favað með það?
— Aðeins það, að kavíarinn einn
kemur til með að kosta tvö hundruð
rúblur.
— Ég hef lengi ætlað að segja yð-
ur það, félagi Kosatsí, að þér kunn-
ið ekki neina rausn. Veizla er veizla,
það er forréttur, heitur réttur, jafn-
vel tveir heitír réttír, ís, ávextir.
— Hvers vegna ailt þetta bruðl?
muldraði Koisiatsí. Um það verður
auðvitag ekki deilt, við höfum fram-
kvæmt mánaðaráætlunina. Það. er
mjög gott. Það væri hægt að veita
te, bjór, smurt brauð með rauðum
kavíar. Væri það ekki ágætt? Og auk
þess höfum við nú veiziu í síðustu
viku, þegar aðstoðarforstjórínn varð
fimmtugur.
— Ég skil yður samt ekki, félagi
Kostatsí. Þér verðig að fyrirgefa, en
þér eruð alveg sjúklega nízkur mað-
ur. Haldið þér, að við rekum ein-
hvers konar brauðbúðarholu? Eða
kannski erum við smákaupmenn?
— Og auk þess, — hélt Semjon
Semjonovits áfram — þá kaupiff þér
auðvitað boðlegan borðbúnað, því að
annars má fjandinn vita í hverju
væri hægt aff bera þetta fram. Diska
og glös af ýmsum stærðum og gerð-
um. Síffast drukkum viff víniff úr
bollum. Skiljiff þér, hvemig slíkt
lítur út?
— Já, ég skil þaff.
— Nú, úr því aff þér skiljiff, þá far-
ið þér í umboðsverzlun og kaupið
allt, sem vantar. Þetta getur ekki
gengig lengur tíl svona.
— Það er mjög hátt verðlag í um-
boðsverzlununum, Semjo Semjono-
vits. Viff höfum þó ákveðna útgjalda-
áætlun.
— Ég þekki útgjaldaáætlunina bet-
ur en þér. Viff erum hvorki þjófar
né eyðsluseggir, og viff munum ekki
stinga þessum laxi á okkur. Hvers
vegna eigum vig að látast vera fá-
tækari en viff erum? Fyrirtæki okkar
hafa ekki sýnt tap. Og ef við bjóff-
um í notaiegan kvöldverff, skal það
líka vera almennilegur kvöldverður.
Við verðum ag fá jazzhljómsveit, fá
listamenn, ekki þennan söngflokk frá
Tambov, hvað sem hann nú aftur
heitír.
— Lýríski flokkurinn, sagði ráðs-
maðurinn hásri röddu.
— Já, já, við viljum ekki þessa
balalæka-glamrara. Þér skuluð fá
góðan söngvara, sem syngur eitthvað
fyrir okkur, eins og: „Sofðu, hjartað
mitt, sofðu. Öll ljós eru slokknuff í
húsinu“.
— En slíkur söngvari, sagði Kos-
atsí meff grátstatínn í kverkunum,
rýr okkur inn að skinni.
— Hjálpi mér hamingjan, hvers
;konar maður éruff þár eiginlega?
Það mætti halda, að hann væri að
rýja yður sjálían inn að skinni. Svo
slæmt er það nú ekki. Fyrir fjár-
hagsáætlun okkar, sem veltir millj-
ónum, hefur þetta enga þýðingu.
318
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ