Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 19
sóttin réðst að þeim hvað eftir ann- að. Þegar þeir gengu, drógust fætur þeirra vig jörðina. Þeir skulfu, þeg- ar regnið skall á þá og þeir skulfu, þegar sólin kom upp. Júní leið, júlí og ágúst. Þeir voru enn ekki komnir að Niger. — Hvernig gat Park með alla sína reynslu til stuðnings, ímynd að sér, að þeir næðu Niger á einum mánuði? — Mungo Park var ábyrgur fyrir ferðaáætluninni og hann var ábyrgur fyrir stjórn leiðangursins. Fyrir hvort tveggja hlýtur hann hinn þyngsta dóm. Það var líkt og hann væri haldinn illum anda, sem rak hann áfram með sama hætti og hann sjálfur rak mennina áfram. 10. ágúst skrifar hann þessi orð í dagbók sína: „Þarna fann ég marga hermennina sitjandi og herra Anderson liggjandi við runna, að því er virtist að dauða kominn, tók hann á bak mér og bar yfir ána. Bar byrðar múldýrsins yfir ána og dró'það sjálft yfir á eftir mér. Fór síðan með hesþ herra Andersons yfir, o. s. frv., — var orðinn mjög máttfarinn eftir að hafa farið jýfir ána sextán sinnum, — skildi fjóra hermenn eftir með múldýrum þeirra, sem voru of máttfarin tii þess að kom- ast yfir fljótið með byrðar þeirra“. Þessi maður var rekinn áfram líkt og brjálaður væri — en hetjuskap sýndi hann. Því verður ekki neitað. Hann var eini maðurinn af öllum leiðangursmönnum, sem stóð enn á eigin fótum og barðist gegn ofur- mætti Afríku. Anderson var sjúkur, Scott var sjúkur — allir voru sjúkir nema þessi maður, sem afneitaði mannúðinni, bvi að ástríðan - Niger • hafði heltekið hann. Hann skrrfar: „Skömmu síðar sté sjúki maðurinn af hesti mínum og lagðist niður við lítinn vatnspoll og neitaði að rísa upp. Ég rak múldýrið og hestinn á undan mér. Fór fram hjá nokkrum sjúkum mönnum“. Af hverju snéri maðurinn ekki við og reyndi að bjarga lífi manna sinna? — Hann hélt áfram, áfram. Dagbók hans seg- ir: „Það rigndi viðstöðulaust allt síð- degið, og sjúku hermennirnir komu ekki allir fyrr en komið var myrkur. Aðeins þrír hermannanna voru færir um að reka asna sína í dag“. •— Scott var horfinn og fannst ekki þrátt fyrir leit að honum. 18. ágúst skrifar Park: „Aðeins einn hermannanna fær um ag reka asna sinn“. En daginn eftir birtist Niger: „Einu sinni enn sá ég Niger streyma með miklum flaumi eftir sléttunni. Eftir allt erfiði, sem við höfðum gengið í gegnum, var þessi sjón til mikillar gleði“ . . . En þegar ég minntist þess, að % hlut- ar hermannanna höfðú látizt á göng- unni og ag auk hins bága ástands okk ar höfðum við engan smið til að smíða báta, sem við höfðum ætlað að nota til íerðarinnar niður eftir fljótinu, virtisl útlitið dálítið skugga- legt“. „Dálítið skuggalegt!" — Þessi setn ing er meistarastykki: Aldrei hefur jafn mikið vanmat á aðstæðum og birtist í þessum orðum átt sér stað í sögu landkannana. — Af þeim 38 hermönnum og smiðum, sem höfðu lagt af stað frá Gambía, voru sex her menn og einn smiður á lífi. Park varð sér og mönnum sínum út um eintrjáninga eftir mikið stapp og erfiði. En dauðinn hélt áfram að fylgja þeim niður fljótið, 6. september andaðist einn maður og mánuði síðar tveir í viðbót. — í enda október andaðist Anderson: —- „Góðvinur miiin herra Alexender Anderson andaðist í morgun fimmtán mínútur yfir 5“ . . . „Ég vil aðeins taka það fram, að enginn atburður, sem átt hefur sér stað í ferðinni, hef ur varpað minnsta skugga í hugskot mitt nema þegar ég lagði herra And- erson í gröfina“(!). — Að baki hans lágu fimm hundruð mílur, þar sem lík hermanna hans lágu dreifð. Hann hafði teymt þá inn í ógnir regnsins og skilig þá eftir hjálparvana, látið þá horfast alema í auðninni í augu við dauðann, — en enginn þessara atburða hafði varpað minnsta skugga í hugskot hans! Og hann skrifar: — „Allt er til reiðu, og vig siglum í fyrramálið eða annað kvöld“. Nú voru aðeins Martyn og tveir aðrir menn á lífi auk hans sjálfs. Hann gat rétt mannag einn ein- trjánung og lagði af stað niðiir Niger 20. nóvember. Auk hvítu mannanna voru þrír þræiar með í förinni og túlkur hans, Amadi Fatouini. Það, sem vitað er um ferðir Parks og þeirra félaga eftir þetta, er byggt á frásögn túlksins: Þeir höfðu ekki langt farið, er þeim var veitt eftirför. Þrír eintrjánungar, skipaðir vopnuðum blökkuni'innum, birtust á eftir þeim. Þeir komust „Enginn víkur þér“ Jón Brynjólfsson Thorlacius frá Hlíðarenda erfði of fjár, og fékk hann að konu Þórunni, dóttur Hall- dórs Brynjólfssonar, biskups á Hól- um. Voru þau bæði samvalin um með ferð fjármuna. Jón fékk umboð Kirkjubæjarklaust ursjarða, en var sviptur því sökum óreglu, og bjó hann síðan lengi á Stóra-híúpi í Hreppum. Saxast þá óð- um á eigur hans, því að hann seldi erfðajarðir sínar hverja af annarri, en þess sá lítinn stað, er hann fékk í aðra hönd. Eitt sinn reið Jón undan. Neðar við fljótig veittu sjö eintrjáningar þeim eftirför, sem þeir einnig réru af sér. Skammt vestan við borgina Gouroumo veittu sextíu eintrjánungar þeim eftirför. Leiðang- ursmennirnir skutu á þá og drápu fjölda manna og komust undan. Um þessar mundir andaðist annar her- mannanna. Þannig héldu þeir áfram ferð sinni, skjótandí og drepandi til þess að halda sjálfir lífi. Fatoumi gekk á land í héraði einu við fljótið, sem Haousa nefndist. Hann hafði lofað þjónustu sinni, þar U1 þangað væri komið. Þar staldraði Park við í tvo daga. Síð- an hélt hann áfram ferðinni. Neð- ar við fljótið er þorp, sem heitir Boussa. Framan við þetta þorp, er klettaspöng, sem nær alveg yfir fljót- ið, en op í miðju hennar, þar sem fljótið streymir í gegnum með mikl- um krafti Konungur þessa svæðis haiði átt ag fá gjafir frá Park. Park hafð iátið höfðingja þorpsins, þar sem Fatoumi 'or í land, hafa þær, En mifðinginn -iiafði haldið þeim handa sjálfum ser. Konungurinn hélt þvi. að Park i.i ri um ríki hans án þess að borga hinn tilskilda ferða- toll. Hann sendi mikinn her til þess að varna því, að Park kæmist í gegnum opið á klettaspönginni. Þegar Park bar að, hafði herinn tekið sér stöðu. Samt sem áður gerði Park sig líklegan til að fara í gegn- um opið. Örvar, spjót og steinar dundu á eintrjánungnum. Park og Martyn vörðust af mikilli hreysti. — Tveir þrælanna voru drepnir. Park fleygði öllu lauslegu útbyrðis, en straumurinn var of sterkur, fjand- mennirnir of margir. Park þreif í annan hvíta manninn og stökk fyrir borð. Hig sama gerði Martyn. Þeir drukknuðu allir. Park hafði teymt 38 manns í dauð- ann vegna Niger. Sjálfur hlaut hann þar hinztu hvíld. Niger hafði sigrað. Þjórsá á Nautavaði. Þegar hann var kominn yflr, vék hann hesti sínum við á bakkanum með svofelldum um- mælum: „Enginn víkur þér neinu, vesaling- ur“. Seildist hann um leið niður í vasa sinn og varpaði fjórum spesíum út á ána. Árrisull brúðgumi Tómas hét formaður 1 Rifi á Snæ- fellsnesi og bjó með konu þeirri, er Kristbjörg hét. Hún hafði lengi sótt fast, að hann ætti sig, en hann fór T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 331

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.