Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 18
frá dauðum. í augum u?nheimsins var hann löngu dauður — Mungo Park kom til Londor. tveim árum og sjö mánuðum eftir að hann hafði lagt af stað i leiðangur sinn. Það var snemma morguns á jöladag. Sirgar- búar voru fæstir stignir úr rekkjum sínum, og til að drepa tímann gekk hann inn í British Museum. Þar rakst mágur hans, James Diekson, á hann, en hann var umsjónarmaður safn- garðsins. — Engin frásögn er til um þann fund íbúar London hófu Mungo Park upp til skýjanna. Alls konar sögusagnir komust á kreik um ferð hans. Hann átti að hafa fundið Timbuktu, borg gullsins og kvænzt Fatimu drottn- ingu og þar fram eftir ölbun götum Sannleikurinn varð iítilfjörlegur í samanburði við þessar lygasögur, en hann var þó nægur til að gera ráða- menn Afríkanska félagsins ánægða. Mungo Park kvæntist, settist um kyrrt i Peebles í Skotlandi óg stund- aði lækningar. En hann fyrirleit Peebles, leiddist starfið. Undir niðri hélt spumingin áfram að veltast og byltast í honum: Hvert rann Niger? — Árið 1801, fjórum árum eftir heim komu hans, skrifaði sir Joseph Banks honum og tjáði honum, að vegna friðarsamningsins, sem gerður hafði verið við Frakka það ár, krefðust breyttar aðstæður þess, að félagið fengi meiri upplýsingar um Niger og innland Afríku. Ekkert varð þó úr því, að hann færi aftur til Afríku að sinni. En tveim árum seinna skrifaði nýlendumálaráðuneytið honum og bað hann að koma hið skjótasta til London til viðræðna. — Ný öld var í uppsiglingu með hálfrar aldar iðn- þróun að baki. England skorti mark- aði fyrir iðnvörur, þurfti að efla verzl unarviðskipti sín. Stefna Niger og landið, sem fljótið rann um, varð æ þýðingarmeira. Hann var spurður,- hvorf hann vilai taka að sér stjórn leiðangurs til þess að afla endanlegr- ar vitneskju um fljótið og leið þess. Hann svaraði játandi. — Teningunum var kastað, en það var enn ekki unnt að ráða í summu þeirra. Það dróst á langinn, að leiðangurinn legði af stað. f febrúar 1804 var skipið, sem flytja ítti Park yfir hafið, tilbúið. En þá 'éll ríkisstjórnin. Nýr yfirmaður tók ið nýlendumálaráðuneytinu. Hann rar varkár maður-, vildi- fara að öliu /neð gát. Hann iét fresta förinni með- an hann rannsakaði gaumgæfilega \ allt, sem hana áhrærði. Þrír mánuðir liðu og Park notaði tímann til þess að lesa arabísku og fara í gönguferðir. Það var ekki fyrr en í janúar 1805, að Park lagði af stað frá Englandi með mági sínum Alexander Ander- son og vini frá Peebles, George Scott. Fimm skipasmiðir voru meðal leið- angursmanna, en þeir áttu að smíða bátana, sem flytja átti leiðangurs- menn niður Niger. Stjórnarskiptin höfðu kostað Park eins árs bið. Þessi bið er ef til vill orsökin fyrir þeirri óþolinmæði, sem gætti æ meir í fari hans, er á leið. — Með henni var sáð frækomum hörmulegra atburða. Þegar til Afríku var komið, lét Mungo Park það verða sitt fyrsta verk, að úxvega fjörutíu múldýr und- ir nauðsynjar leiðangursins. Hann valdi þrjátíu brezka hermenn til fylgd ar leiðangrinum og riddaraliðsfor- ingja, Martyn að nafni. Allt voru þetta sjálfboðaliðar, sem horfðu fram til komandi ævintýra með tilhlökkun. Öllu erfiðara reyndist að útvega blökkumenn til fararinnar. Þeir vissu of mikið um þær hættur, sem föð- urland þeirra bjó yfir. 27. apríl lagði leiðangurinn af stað inn í landið. Það hefur alltaf verið mönnum ráðgáta, hvernig á því gat staðið, að Mungo Park valdi þennan tíma til brottfararinnar. Eng- inn vissi betur en hann af biturri reynslu, að þetta var einmitt sá tími, sem einna- verst var fallinn til ferða- laga í Afríku. Enginn gat vitað meira en hann um þær hættur, sem regn- tíminn bauð þeim; leðjunni á stígun- um, vatnsfenjunum, óþolandi uppguf uninni úr blautum jarðveginum — hættulegast af öllu var þó hitasótt- in. Hann átti að vera allra manna hæfastur til að dæma um þessa hluti. Hann minnist hins vegar hvergi á þessar hættur í bréfum sínum frek- ar en þær séu ekki til. Þeim mun furðulegri verður þessi ráðgáta ■— þetta feigðarflan. Þeir lögðu af stað frá borginni Kayee ofarlega við fljótið Senegal, sex vikum áður en regntíminn hófst. — Sú staðreyr.d er eins konar graf- letur Mungo Parks. Hún verður ein- göngu skrifuð á hans reikning. Her- mennirnir, skipasmiðirnir, sjómenn- imir, vinir hans og mágur lögðu af stað líkt og í skemmtiferð, en Park hlýtur að hafa vitað um það, sem í- vændum var. Þeir urðu strax á eftir áætlun, vegna þess, að þeir höfðu ekki nógu mörg múldýr undir farangur. Þeir stóðu við í Pisanía í sex daga meðan þeir urðu sér úti um fleiri. Þegar þeir lögðu af stað baðan, tók Park að reka á eftir leiðangursmönnunum með hörku. Hinn hræðilegi, þrúgandi hiti, sem er undanfari regntímans, hafði strax ill áhrif á mennina. Þeir drukku staðið vatn úr pollum. Park lét það afskiptalaust, þótt hann sem læknir ætti að vitá, að það gat haft hættu- legar afleiðin.gar fyrir heilsu þeirra. 8. maí veiktist 'einn mannanna af blóð kreppusótt. Þeir höfðu verið á ferð í tólf daga og hrottaskapur Parks varð æ meiri eftir því sem á leið. Fyrsl hafði hans gætt í því, að hann rak stöðugt á eftir mönnunum. En nú kom hrottaskapur hans fram í þeirri köldu ákvörðun að skilja sjúku mennina eftir í þorpum þeirra inn- fæddu, þar sem algjörlega var undir hælinn lagt, hvort þeir fengju að- hlynningu. Mungo Park og Martyn liðsforingja lenti fljótlega saman. Martyn þessi virðist hafa verið dálítið sérvitur, en á hinn bóginn varð það æ augljósara, að það var aðeins eitt, sem komst að í huga Parks: Hann varð að komast til Niger, hvað sem það kostaði. — Mannúðin vék fyrir því markmiði. — 15. maí lézt annar hermaður og ell- efu dögum seinna varð leiðangurinn fyrir öðru áfalli: Geysilegur fjöldi býflugna réðst á leiðangurinn. Margir mannanna voru stungnir mjög illa og sjö múldýr drápust eða týndust. Ofan á þetta oættisf svo, að eldur brauzt út meðan atgangurinn var hvað mestur. Munaði litlu, að far- angur þeirra brynni til ösku. Leiðangurinn var hálfnaður á leið inni til Niger. Það hafði tekið rúman mánuð að komast til Badoo. Þrír menn voru látnir og heilsa annarra leiðangursmanna í alvarlegri hættu. Nú voru aðeins tíu dagar, þar til regntíminn byrjaði. Síðari helmingur leiðarinnar var miklu erfiðari óg hættulegri: Þar á ofan bættist böl- valdurinn mikli — regnið. Þeir héldu til Badoo í stormi, sem var undanfari regnsins. 10. júní skall fyrsta regnhryðjan á þá! Það er ekki auðvelt fyrir þá, sem enga reynslu hafa af afríkönsku hitabeltisregni, að gera sér grein fyrir því gífurlega vatnsmagni, sem steypist niður á jörð ina. Það er líkt og allar flóðgáttir hafi opnazt. Regnið er eins og hagl. Þar sem hvergi er skjól, geta áhrif þess verið banvæn. — Leiðangur Parks var á skjóllausri sléttu. Á fyrstu klukkustundunum eftir að regn ið tók að falla voru tólf manna hans búnir að fá hitasótt á hættulegu stigi. Park skildi þá eftír einn af öðrum, — i runnum, kofum og þorpum. — Stundum náðu þeir heilsu og reyndu að ganga leiðangurinn uppi, fullir ör- væntingar einir og hjálparvana. Flest- ir þessara manna dóu. Þessi hluti í ævi Parks er hlaðinn ógnun og misk- unnarleysi. Hann skrásetur dauða þessara manna, kaldur og rólegur, rétt eins og hann sé að fjalla um hversdagslega og sjálfsagða hluti. Regnið hélt þeim í greipum sínum. Andrúmsloftið var hlaðið mýrarköldu. Þeir óðu straumbólgnar ár, vötn, fen og díki — á þurru landi gengu þeir í leðju eða grasþembum, þar sem fætur þeirra sukku í hverju spori. Múldýrin drápust eitt af öðru eða þeim var stolið. Þeir fengu ekki keypt hrísgrjón, þá skorti mat, verzl- unarvörur þeirra eyðilögðust. Hita- T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.