Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 21
Kvikur þrastasöngur bóndi hlynnti ag henni og mælti vor- kunnlátum rómi: „Mikið líður þú fyrir Höskuld, gæzka“. „Eftir er höggiö þitt“ Sigríður Bárðardóttir á Þingskálum var mikil eljukona og vinnuhörð í mesta máta. Það gekk ekki orðalaust af, þegar bóndi hennar, Brynjólfur Jónsson, þurfti að kasta af sér vatni um sláttinn. Þá kallaði Sigríður iðu- lega: „Flýttu þér að pissa, Brynjólfur minn — eftir er höggið þitt“. ÓviSurkvæmileg þræki Jötu-Þorsteinn var umrenningur, einfaldur mjög og ekki með öllu frómur. Kindarlaeri hvarf úr eldhúsi á Breiðabólstað í Fljótshlíð, — og var Þorsteini eignað. Synir prests, séra Torfa Jónssonar, fóru ag tala utan af því við Þorstein, næsf er hann kom að Breiðabólstað, hvernig það hefði atvikazt, að hann náði lærinu. Brást hann reiður við og lézt ekkeit um hvarf lærisins vita. Þá tóku prestssynn að fullyrða, að það hefði verið hirosslæri, sem hvarf. Ekki tók Þorsteinn því vel heldur. Þrætti hann lengi um þetta, unz hann segir: „Hvað ætli þið vitið betur um það en ég, sjálfur bölvaðuiinn þjófurinn, sem lærinu stal“. Nær að sEá Kólsfúnið Siglufjarðarbær rak kúabú á Hóli. Eitt sumarið var ráðinn þangað kaupa maður, sem reyndist að sögn miðlungi vel. Hann var kallaður lítill afkasta- maður við heyskapinn, en þeim mun meiri atkvæðamaður var hann við flöskuna. Einhvern tíma um sumarið ruddist hann drukkinn inn í herbergi manns í kaupstaðnum og barði hann. Sá, sem fyrir árásinni vai'ð, þreif heldur ó- mjúklega til kaupamannsins og sagði um leið: „Af hverju slærðu ekki heldur Hólstúnið, ræfiliinn þinn?“ Smiðyrinn eg amt- maðurinn Ólafur smiður Pétursson í Kala- staðakoti var íyrr á ánim formaður hjá Ólafi Stefánssyni í Viðey. Stift- amtmaður hafði lesið útlenda ritgerð um göngu fiska, færði þetta í tal við formgnn sinn og leitaði álits hans. Ólafur smiður hlustaði þegj- andi á nafna sinn, og svaraði ekki fyrr en spurningu var vikið beint til hans. „Eg hef aldrei verið þorskur", sagði hann þá og gekk með þag brott. Framhald af 325. síðu. vandlega ag styggja ekki þrastahjón- in, en fylgdumst þó vel með verkum þeirra. Þau unnu bæði að því að búa til hreiðrið. Fyrsta daginn hagræddu þau moldinni í pottinum og byrjuðu að vefja hann grófum stráum. Annan daginn höfðu þau lokið vig að þekja pottinn með þessum grófu og stóru stráum. Þriðja daginn var tekið ann- að efni og viðhöfð nettari vinnubrögð. Þá voru notuð fín strá og ull eða hár, og úr þessu mjúka efni var búin til sjálf hreiðurkarfan. Þegar hreiður- gerðinni var lokið, kom brátt eitt egg í hreiðrið og svo hvert af öðru, unz þau voru orðin sex. Við vorum helzt til ófróð um fuglalífið. En svo vel vildi til, að við áttum frænda, Árna Waag að nafni, sem tók okkur mjög fram í því efni. Við leituðum því frétta hjá honum um það, hvers væri ag vænta í næstu framtíð. Hann sagði okkur, að eftir ellefu daga mundu ungarnir koma úr eggjunum, en þeir mundu ekki verða nema fimm. Þetta stóð heima-með útung- unartímann, en ungarnir voru sex. En eftir tvo daga var einn þeirra horfinn, og vissum við ekki, hvernig það hafði borig að. Þessa ellefu daga var karlfuglinn alltaf í garðinum. Hann færð'i konu sinni næringu og söng fyrir hana, en aldrei var hann langdvölum hjá henni við hreiðrið. Þegar ungarnir voru komnir úr eggjunum, var faðirinn önnum kafinn vig að afla þeim matar. En skömmu síðar hvarf hann skyndi- lega, og var það álit okkar, að köttur, sem oft var þarna að læðupokast, hefði orðið honum ag bana. Nú var vandi á höndum og heimilig fyrir- vinnulaust. Litlu stúlkurnar okkar leituðu ráða hjá frænda sínum. Hann sagði þeim, að nú yrðu þær að taka við starfi karlfuglsins og skyldu þær tína litla maðka og láta þá detta í Indíánar — Framhald af 315. síðu. Á síðari árum hafa einnig komið til sogunnar eftirlíkingar, gerðar í ábataskyni af mönnum, sem ekkert eiga skylt vig Indíána, og seldar eru fáfróðu ferðafólki, sem ekki veit, hvað það er að kaupa. Þessar eftir- líkingar eru yfirleitt snauðar að list- rænni fegurð og hafa orðið uppruna- legri list Indíánanna til óiþurftar. Þannjg hefur gróðahyggjan orðið til niðurdreps, eins og oftast vill verða. Hún hefur bæði sýkt Indíánana sjálfa og freistað óhlutvandra manna f borgum Vesturheims tH þess að falsa verk þeirra. gin unganna, því að ekki stóð á, að þau væru opnuð, ef von var á mat. Móðirin var ákaflega þrifin. Ailan saur, sem ungamir lögðu frá sér, hreinsaði hún vandlega og bar út urn gluggann, svo að hreiðrið var alltaf hreint. Stúlkurnar litlu færðu móður og börnum matinn reglulega, og ekki skorti þær hjálparlið. Varg af því nokkur gestanauð, því að marga krakka langaði til þess að sjá hreiðr- ig og ungana. Hver dagur sem leið færði þessa fjölskyldu nær því eftirsótta tak- marki, að ungarnir yrðu fleygir þrest- ir. Og þá var það, að móðirin gerðist svo djörf að stofna nokkurs konar flugskóla í stofunni. Ungamir tóku ag flögra um stofuna, og settust á myndir og hillur upp um veggi. Móð- ir þeirra flaug aldrei með þeim. Hún sat í glugganum og fylgdist með ferð- um unganna og kallaði til þeirra. En nú var hún ekki til að hirða drit þeirra, og það kom fyrir, að það kom niður á óheppilegum stöðum. Stund- um höfðu ungarnir til að setjast á herðar mínar eða handleggi og jafn- vel gleraugnaspangir, ef ég sat um kyrrt og var að lesa í bók eða blaði. Þegar hér var komið, þótti hús- móðurinni of langt gengið. Hún taldi hina óboðnu gesti fama að ganga helzt til langt. Hún tók því það ráð ag strengja tjald fyrir gluggann og skammta þeim þannig yfirráðasvæði innan gluggans. Eftir að flugskóbnn var stofnaður, fór gestakoman vax- andi, því að börn úr nágrenninu voru þyrst í að fylgjast með því, sem gerð- ist í glugganum, og ekki köm til mála ag bægja þeim frá. <- En í öllum búskap, bæði hjá mönn- um og dýrum, kemur að því, að ung- arnir fljúga úr hreiðrinu, og það kom einnig að því í þessum skemmtilega búskap. Eina nóttina vaknaði ég við mikig tíst og fyrirgang úti í glugg- anum. Ég fór á fætur til þess að for- vitnast um, hvað nú væri á seyð’i, og þegar ég sá það, settist ég á stól, þar sem lítið bar á mér, og fylgdist þaðan með því, sem fram fór. Glugginn var svo gerður, að neðri rúðan í faginu, sem opnað var, var föst. Þurfti fuglinn því að hoppa upp á lágan þverpóst til þess að komast út. Nú settist móðirin ýmist á póst- inn eða hoppaði niður í hreiðrið með' hvellu tísti og fyrirgangi, og það fór ekki dult, að hún var að hvetja ung- ana til þess að fylgja sér eftir. En það gekk heldur treglega, og nærrl fjórar klukkustundir liðu, áður en hún hafði komið þeim öllum út um gluggann. Og þar með var lokið bú- skap þessarar þrastafjölskyldu í stofu- glugganum í Stórholti 32. Eftir stóð T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 333

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.