Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 8
iiimiimiiiiiiii;Hmiimimiiiiimmiimiiiiimiiiimiiiimifiiim!iiiiiuiiiM!iimiiiiiiiiiimmii Sfærsti hnykill í heimi Furðulegt er mannseðlið — ekki sízt í Bandaríkjunum. Þar hefur mörg ,,dellan“ átt sitt upphaf og blómaskeið. — Maðurinn hér á myndinni heitir Francis A. John- son O'g á heima í Minneapolis. Hann er kominn af Norðurlanda- búum (ef lil vill af islenzku bergi brotinn), faðir hans hót Magnús Johnson og var öldungadeildar- þingmaður og fulltrúi fyrir Minne sota. Móðir hans var sparsöm og r.ýtin konæ og 61 son sinn upp í anda hins horfna föðurlands: — Margt smátt gerir eitt stórt. Réttmæti þessa talsháttar sann- ast áþreifanlega á þessum gríðar- stóra hnykli, sem Francis sty&st við. Hann var nefnilega einu sinni aðeins lítil snærishönk, sem hann fann á vegi sínum. Sú snærishönk situr nú inni í honum miðjum um- vafin ótal þráðum, sem allir eru hnýttir saman úr mislöngum spott- um — allt frá 10 sentimetrá löng- um til 150 metra. Fyrst hafði Francis hnykilinn inni hjá sér. Þá var hann svo lítill, að kettlingurinn gat leikið sér að honum, en andi móður Francis dafnaði svo skjóllega í hnyklinum, að brátt var ekki hægt að bera hann milli herbergja í húsinu — dyrnar of þröngar. Þá var ekki annað að gera en velta honum út í sólskinið og regnið, og þar híóð hann utan á sig og varð bústnari í hvert sinn, sem Francis fann snærisspotta. Þegar hann hafði náð sex ára aldri, var hann orðinn svo stór, að Francis varð að nota dráttarvél til þess að velta honum, svo að yndist jafnt upp á hann. Francis taldi það ekki eftir sér; honum þótti vænt um hnykilinn — og þegar aðrir lögðu blóm á leiði mæðra sinna, hnýtti hann snærisspotta í hnykilendann -- þannig lagði hann bezt rækt við minningu móður sinnar. Francis eignaðist ekki konu — bara hnyk- il, sem varð stærri og stærri. Ef hann hefði eignazt konu, hefði snærið farið í þvottasnúrur og sippubönd handa börnunum, og konunni hefði sennilega fundizt hnykillinn skyggja á sig, svo að líklega hefði hann aldrei orðið til. Þessi mikli hnykill vegur orðið tvær lestir og er tveir og hálfur metri í þvermál, Ef hnykillinn væri kominn til Reykjavíkur, og svo ólíklega vildi til, að eigand- inn leyfði okkur að vinda niður af honum, gætum við lallað af stað í góða veðrinu norður á bóginn, og það stæði á jöfnu, að um leið og við gengjum inn í Siglufjarðar- kaupstað, væri hnykillinn nær bú- inn — afgangurinn nægði þó utan um tvo eða þrjá jólapakka. Árið 1958 dró Francis hnykil- inn sinn til New York á vöruvagni og kom þá fram í sjónvarpi í þætt inum: „Ég bý yfir leyndarmáli". Leyndarmálið var auðvitað það, að hann ætti stærsta hnykil í heimi. Enginn hefur mótmælt þessari staðhæfingu, svo að þetta er sennilega rétt. Francis er hepp- inn að lifa á tuttugustu öldinni, þegar nóg er td af snærum. Hætt er við, að Jón Hreggviðsson og álíka kumpánar hefðu ekki verið Iengi að sjá fyrir hnyklinum á sínum snærislausu ævidögum. En Francis gerir sér fleira til dundurs en vinda upp á hnykil- inn. Hann er smiður, og á hvorki meira né minna en 900 ólíkar naglasvuntur og 4000 blýanta. Þess er ekki getið, hvort hann sýður sér naglasúpu og yddar blý- antana daglega. 1111111111111111111111111111111111111111111111111111 ii 111111111111111111111111111 ii 1111111 ii 111111111111 fi e í m i e i i 11111111 (111111111111111111111111111111111111111 320 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimillllllllllllllllllllllllllllllllt

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.