Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 10
mjög skuggalegt. Herti veður, þeg- ar k'om fram á daginn, svo að heita mátti rok. Þó náðu þeir iendtagu i Vogum heilu og höldnu. Báru þeir þar farm af skipinu og komu honum fyrir í verbúðunum. Síðan tóku þeii á sig náðir. Þeir voru in.;ög aria á fótum morg- uninn eftir, þv: að ráðagerð þeiiTa var sú að komast þá aftur inn í Reykjavík, ef þess yrði nokkur kcst ur. Var þá úrhellisrigning af land euðri og sorti mikill í lofti sem dag inn áður, en ekki var mjög hvasst frarn yfir dægramótin. Afréð Jóhann es að halda þegar ai stað En þar eð svo dimrni var yfir og ivisýna á, bversu ve ur réðist, tóku þe:r það til bragðs að fara með landi fram. svo aS unnt væri að leita lendingar í skyndi. ef tt breyir-og sjó að strera. Sóttist Peim allsæmilega, þvi að menn re i, rösklega, óþreyttir að mor tni dag-. á m. ðan þe'r voru að ná úr sér hrrHinum. Skilaði þeint furðu lega áfram fyrir Brunnastaðahverfi og inn með Vatnsleysuströnd Þótt þrætt væri með landi. gatu þeir með naumindum grillt ströndina vegna þokudumbungs og ngningar Þegai kom mn fvrir Brunnastaða- hverfi, tók að livessa, og jók þá enn sortarjii Leizt Jóhannesi ekki á b]ik- una, og þóttí bonum ráð að leita lendingar á Auðnum og biðloka þar heldur við og rjá, hversu úr rættist, áður en haldið væri fyrir Keilisnes. Um líkt leyti og þeir tóku iand, hætti -kyndilega að rigna, og dundi í þess stað yfir haglél. Var líkiegt. að nú mvndi ganga út í, og væntu þeir þess .að senn rofaði til Bóndinn Auðnum, Jói <irv>p stjóri Erlendsson, var niðri við sjó- inn, og bauð hann komumönnum að ganga til bæjar og þiggja hres'ingu. Vörin, þar sem þeir lentu. var vest- ur frá bænum og stutt sjávavgatan. Björguðu þeir nú skipinu undan sjó og gengu allir heim á hlaðið. En er þangað kom, töldust þeir Jóhannes undan því að fara úr skinnklæðuin, þar sem þeir ætluðu sér skamma viðdvöl. Jón bóndi kvaðst þá að minnsta kosti viija, að þeir dreyptu á brennivini. Sneri hann niður að sjónum til þess að sækja það, því að hann mun bafa geymt það í sjóhúsi sínu. Húsum var svo háttað á Auðnum, að þau sneru stöfnum í norðvestur og horfðu bæjardyr að sjó, svo sem vænta mátti á slíku útvegssetri. Var vestast húsa timburstofa, er reist hafði verið sumarið áður, og aust- ur fá henni timburskúr eða göng til bæjarhúsanna. Mátti ganga í ©kúr þennan af hlaðinu, en síðan úr hon- um aftur hvort heldur vildi til timb- urstofunnar eða baðstofu. Var steinn við dyr þær, er horfðu fram á hlaðið. Eldhús, torfhlaðið, var sorðanvert við timbuiskúnnn og síðan tvö hús með standþili fram á hiaðið. Þeir Jóhannes staðnæmdust norð- an undir gafli timburstofunnar nýju og hugðust standa þar af sér élið, sem nú var sem ákaíast. Þrír eða fjór ir hömuðu sig undir • gaflinum, rétt hjá nýrri, eimtaðri sjóbrók, sem þar hékk, nokkrir stóðu fyrir fram- an þa og börðu sér, en tveir eða þrír nokkru fjær. Var þá klukkan átta ið morgni eða rúmlega það. Alargt manna var heima á Auðnum. 1'vær konur voru i eldhúsi við mat- seid, maður stóð í skúrdyrunum og gáði til veðurs, annar stóð í húsum inni við gluggann á austasta þilinu. Einhverjir voru á ferli úti við, en flestir þó í baðslofu. Jóhannesi Oisen varð nú gengið austur fvrir ho/nið á gafli timburstof- unnar og ætlaði að leita sér skjóls í timburskúrnum En hann var ekki kominn nema rétt fyrir homið, er eiding reið yfir. Fólki á næstu bæj- um virtist sem skoti hefði verið hleypt af fallbyssu. Þeim, sem inni voru í bænum á Auðnum, fannst sem loftþytur færi í gegnum húsin með miklum gný Menn, sem álengd ar voru, sáu, að timburstofan huld- ist reykjarmekki, sem helzt virtist rjúka upp úr jörðinni, og þegar að var komið, var svælan á hlaðinu eins og kveikt hefði verið í hálfblautu púðri. Aðkomumennirnir níu hnigu allir niður, þar sem þeir stóðu. Heirna- manni þeim, sem í skúrdyrum stóð, fannst sem sér væri greitt rokna högg á aðra hliðina, og yfir hann Jagðist slíkur þungi, að með naum- indum var, að hann gat varizt því að hnjga niður. Fólkið í baffstofunni var lostið höggum á hendur, fætur, andlit og brjóst, einkum það, er var í norðurendanum. Allt lauslegt, sem inni var, sópaðist til þess endans. Sá, sem stóð við gluggann á austasta húsinu, skall á gólfið. Önnur konan í eld.húsinu var í þanm veginn að skara i eldinn Það var sem skörung- urinn væri slsginn úr hendi henn- ar. Það fer tvennum sögum að því, hvort aðkomumennimir misstu all- ir meðvitund. Að minnsta kosti bröltu sumir á fætur að lítilli stundu lið- inni. Þórður Torfason í Vigfúsar- koti mun fyrstur hafa staðið upp, en ekki er að fullu ljóst, hvort ein- hverjir heinus.nanna voru þá komn- ir að. Þórður renndi í ofboði augum yfir valinn og sá félaga sína liggja hvern um annan þveran — suma í kös undir gaílinum, aðra á víð og dreif um hlaðið. Við þessa sjón færðist á hann berserksgangur. Hann hljóp þar til, er Jóhannes Ólsen lá, notokuð austar á hlaðinu en hinir og þreifa hann í fang sér. Fannst hon- um hann þá vera fis upp ag taka. Hljóp Þórður með hann inn í bæ- inn og allt til baðstofu, þar sem hann lagði hann upp í rúm. Jón bóndi á Rauðará og Stefán Þorleifsson höfðu staðið vestast und ir gafli timburhússins. Þeir köstuð- ust báðir austur á móts við hitt horn ið og lentu þar ofan á Jóhanni litla Árnasyni, er staðið hafði undir miðj- um gaflinum. Lágu þeir þar i kös, er svælunni svifaði frá. Jóhann hafði þó ekki sakað, og var hann meðal þeirra, er fyrst komu til sjálfs sín, og bylti hann félögum sínum fljót- lega ofan af sér eða var' dreginn undan þeim. En þeir Jón og Stefán voru báðir örendir. Höfðu þeir hlotið áverka mikla og brunasár, en Stefán þó miklu meiri. Var hann og nálega nakinn, þar sem hann lá, því að skinnklæði og föt öll höfðu tætzt af honum. Jón Einarsson, vinnumaður Jó- hannesar Ólsens, hafði einnig hlotið mikil brunaár, og voru öll klæði af honum flett upp að mitti. Hinir hlutu allir nokkrar ákomur, voru sikinn- klæði þeirra og föt skemmd, en samt hafði þá ekki sakað til muna, nema Vigfús Guðnason. Lófastórt stykki hafði tekið gersamlega úr skinnstakk og fötum Þórðar Jónssonar að fram- an, svo að skein í bert hörundið, er þó var óskaddað. Á stakki Jóhann- esar Ólsen voru þrjár raufar, og höfðu lengjurnar úr þeim harðanúizt saman, svo að líkast var tappa eða bátsneglu, og stóðu þessir tappar í gegnum peysuna og nærfötin, svo að allt var sem neglt eða njörvað sam- an. Löng stund leið, þar til sumir mannanna, er þó voru lífs, röknuðu úr rotinu. Jóhannes kom ekki til sjálfs sín fyrr en um dagmál, og var þá full klukkustund liðin frá því eld- ingunni laust niður. Hann var með brunasár á vinstra auga og annarri hendi. Heimafólk sakaði ekki, nema aðra konuna, sem var í eldhúsinu. Á henni bólgnaði önnur höndin, og var það þó ekki sú, er á skörungnum hélt. Mikil spjöll höfðu orðið á húsum á Auðnum. Stafn timburstofunnar rifnaði frá burst og niður í grunn og sjálft húsið gliðnaði um mæninn og tók úr alla skammbita nema einn. Þilsperran tættist frá, ásamt tveimur borðum, og fuku brotin fjörutíu eða fimmtíu faðma undan veðrinu. Úr þilbitanum tók tveggja eða þriggja kvartila langt stykki, og var sárið kolsvart og svið'ið. Stykki sprakk úr steininum við dyrnar á timburgöng- unum. Skinnbrókin eirlitaða, sem hékk á stafninum, hvarf gersamlega, svo að hvorki sást eftir tangur né tetur af henni. Gluggar allir sundr- t IÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 322

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.