Tíminn Sunnudagsblað - 07.04.1963, Blaðsíða 13
Kristrn Ól:afs-
dóttir og Jódís
Sigurðardóttlr,
báðar tólf ára,
með unga úr
stofuhreiðrinu
( Stórholti.
aðeins sem. gestur í tréð mitt og
runnana, þá fann ég til afbrýðisemi,
líkt og þegar húsmæður í afskekkt-
um sveitabæjum voru að metast um
gesti úr fjarlægum plássum.
En þótt víðast hvar sé skjól í trjá-
görðum, er ekki víst, að þrestinum
þyki þar alls staðar jafnbúsældarlegt,
og því var það, að síðast liðið vor
komust þrastarhjón að þeirri niður-
stöðu, að bezt mundi vera að búa sér
hreiður inni í stofunni og hafa svo
gfeiðan gang út um gluggann til þess
að afla fanga.
Nú hafa flestar húsmæður hug á
því að láta allt vera í röð og reglu í
stofum sínum, og mætti því ætla, að
frúin í þessu húsi hefði einfaldlega
vísað þessum gestum á bug. En það
fór á annan veg. Þessi gestakoma sló
á annan streng í brjósti þeirra, sem
bjuggu í húsinu — þann streng, sem
tengir hug mannsins við tign og fjöl-
breytni náttúrunnar og getur stund-
um verið svo sterkur, að hreinlæti
og hagnaðarvon rjúki út í veður og
vind.
Fréttin um þrastarhjónin' birtist í
dagblöðunum, og ég held, að hún
hafi vakið meira umtal og athygli en
hinar daglegu fréttir um reidda hnefa
í öllum áttum umheimsins. Mér þætti
ekki ótrúlegt, að margar húsmæður,
og þó einkum börn þeirra, hafi öfund-
um. Og það má vel vera, að það hafi
verið angi af þeirri tilfinningu, sem
kom mér til að leita nánari frétta af
þessari fágætu gestakomu.
1 Alþýðublaðinu birtust svohljóð-
andi fréttir af þrastarhjónunum:
„Einn sólfagran aprilmorgun heyrð
ist þrastarsöngur við glugga í Reykja-
vík. Það væri ekki í frásögu færandi.
ef þrösturinn hefði ekki smeygt sér
inn um gluggann með strá í nefinu.
Húsbændurnir skiptu sér ekkert af
þessum litla gesti, og stuttu síðar
kom hann með annað strá — og ann-
að og annað. Hann fléttaði stráin sín
utan um blómsturpott, sem konan í
húsinu var búin að sá í, og þegar
hann fékk þannig að vera óáreittur,
óx hugrekki hans með hverjum degi.
Loks kom eitt egg í hreiðrið í blómst-
urpottinum, og nú eru þau orðin sex.
Fyrstu dagana var fuglinn órólegur á
eggjunum, en nú Þggur daman kyrr,
og maður hennar syngur við glugg-
ann“.
Þessi frétt birtist 13. maí. En 26.
maí kom önnur frétt í sama blaði
svohljóðandi:
„Eins og við sögðum frá í máli og
mynd á forsíðu nýlega, verpti skógar-
þröstur í glugganum í Stórholti 32,
heimili Sigurðar Ámasonar og Sig-
rúnar Pálsdóttur. Sex ungar litu dags-
ins ljós um og eftir miðja síðustu
Hinir dafna hið bezta og verða fleyg-
ir í næstu viku. — Dæturnar á heimil-
inu, Elísabet ag þó sérstaklega Jódís,
tólf ára, sem myndin er af, hafa ver-
ið vakandi vfir velferð unganna. Með-
al annars hafa þær og stallsystir
Jódisar, Kristín Ólafsdóttir í sama
húsi, veitt handa þeim ánamaðka Þá
er aðeins eftir að segja þá sorgar-
sögu, að kattaróféti í garðinum drap
karlfuglinn, föður unganna“.
Eftir að ég hafði lesið þessar írá-
sögur, langaði mig að fá nánari frétt-
ir af búskap þessara hugrökku fugla.
Ég fór því á fund Sigurðar, sem varð
vel við tilmælum mínum. Sagðist
honum frá eitlhvað á þessa leið:
Dag emn seint í apríl, er ég kom
heim frá vinnu náiægt klukkan fimm
síðdegis, varð mér litið í stofuglugg-
ann og sá, að rótað hafði verið mold
upp úr öðrum tveggja jurtapotta,
sem þar stóðu Ég lét þetta afskipta-
laust. En litlu síðar kemur konan til
mín og segir, að ég hafi velt pottin-
um um — það væri mold úr honum
í glugganum. Ég kvaðst ekki hafa
snert hann. Gengum við þá bæði inn,
og þá sáum við; að lítill fugl var í
glugganum með strá í nefinu. Sáum
við þá strax, hvað á seyði var — að
þarna ætti að gera hreiður. Við hörf-
uðum því frá og létum gluggann vera
opinn sem fyrr. Við gáettum þess
jð heimilið af þessum fágætu gest- viku, en einn þeirra dó fljótlega.
KVIKUR ÞRASTASÖNGU
Framhald á 333. si?u.
32'
T í M I N N — SUNNUDAGSBLA®