Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Side 6

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Side 6
stjóranum, sem þeir létu mig hafa. Ég var hinn þverasti og lét þá hafa númerið á jeppanum. Skutu þeir á ráðstefnu í herbergi við hliðina. Þeg ar þeir komu fram aftur, báðu þeir mig afsökunar. Bílnúmerið var sem sé á bandarískum herjeppa, sem hafði verið stolið, en var nú búið að hafa upp á. Nú vEdu þeir allt fyrir mig gera og settu vatnskassann í bílinn hjá mér. Mér fannst ég vera búinn að hafa cnikil óþægindi af þessu og ætti skilið að græða svo- lítið: Ekki langt frá bænum heima var hræið af gamalli lystikerru, sem Einar Benediktsson .hafði átt. Her- mannagreyin höfðu tekið viðinn úr henni til handargagns, kveikt í hon- um og ornað sér við eldinh. Ég sagði nú, að kerran væri gamall ættar- gripur, sem hermennirnir hefðu eyði- lagt þarna. Þetta rann foringjunum til rifja og þeir vildu ólmir borga kerruna. — Var ekki oft skothríð í nágrenni við þig? — Jú, þeir voru alltaf sískjótandi. Ég mátti ekki láta kýrnar út nema á eigin ábyrgð; allt landið mitt ofan við bæinn var skotæfingasvæði. Það gat líka verið stórhættulegt að smala sacnan fénu. Venjulega fékk oddvit- inn í sveitinni leyfi til smölunar- innar. Þrátt fyrir það munaði einu sinni mjóu, að við fengjum á okkur kúlnadembu. Við vorum að smala í hús á jóladag — héldum, að það væri lítíl hætta á skothrið þá — en vissum ekki fyrr en kúlnahríð rótaði upp jörðinni rétt fyrir ofan okkur. Smala tíkin mín var rétt þar, sem kúlurnar komu niður. Hún hljóp heim í hend- ingskasti með rófuna á enilli fótanna. En hættulegastar voru þó refaleit- irnar. Maður varð að leita á nóttunni og liggja í klettaskorum á daginn. Annars gat maður átt á hættu, að hausinn yrðl skotinn af manni. 900 refir Þegar Bretamir fóru, héldu þeir ógurlega skotæfingu, skáru út Þjóð- verja úr benzíntunnum, stilltu þeim upp og skutu svo á þá af mikilli grimmd. Áður en þessar lokaæfingar hófust, var okkur tifkynnt að við ættum að flytja allt burtu, bæði fólk og fénað og refabú, sem við áttum- Að öðrum kosti gæti herinm enga ábyrgð tekið á lífi okkar og limum. Ég neitaði að hrófla við nokkru. Þeir lögðu hart að mér, en allt kom fyrir ekki. Ég neitaði að fara. Þeir sáu, að mér varð ekki þokað. Þá sendu þeir rauðakrossbíla og lækna heim til okkar, en létu hermenn stilla sér BPP allt umfaverfis bæinn. Það var íuðséð, að þeir gerðu allt, sem þeir gátu, til að tryggja öryggi okkar. Síðan hófst skotæfingin með ógur- Iegum hávaða, ýlfri í sprengjukúl- um og gelti í vélbyssum. Það nötr- aði hér allt í húsinu. Stórskotaliðið var staðsett á hæðum fyrir ofan Geit- háls. Það skaut allt hvað af tók á hæðina fyrir ofan bæinn, þar sem hinn ímyndaði óvinur var. Þegar hæðin var öll orðin sundurskotin, gerði fótgönguliðið áfalaup á hana. En rétt eftir áhlaup fótgöngulið- anna stóð sem hæst, kom storskota- liðsdemba vegna einhverra mistaka. Sprengjukúlurnar drápu fimm her- menn og særðu átta. Einn þessara manna andaðist rétt við veginn, og Bretarnir voru ekki klökkari en það, að þeir tóku unglingsdreng með hest- vagn og létu hann aka honum niður í svokallaðan Waterloo-kamp. — — —Þar lagðist lítið fyrir afkomend- ur sigurvegaranna við Waterloo. — Já, annars bar þessi kampur nafn sitt með rentu. Þar flóði allt í vatni. Þeir höfðu byggt hann í lægð, .þar sem vatn safnaðist fyrir. Þeim hafði verið bent á þetta, en þeir létu það sig engu skipta, enda hefðu þeir kraftmi'klar dælur. Þó fór svo, að þeir urðu að nota báta til að fara á milli í kampinum, þegar verst var, þrátt fyrir það að dælian hamaðist alla daga. Þeir dældu nefiniloga vatninu rétt upp fyrir veg- iinn, en það ramn með faonum og inn um næsta ræsi til þeirra aftur! — Þú hefur mörg refamorð á ■sam- vizkunni, Tryggvi. — Já, ég hef verið að eltast við refi í þrjátíu ár og hef víst drepið um 900 með félögum mínum. Ég hef aBtaf ætlað að hætta á hverju ári í mörg ár, en þegar vorar, vaknar upp í manni veiðihugurinn og spenning- urinn, og maður leggur í refaleitina með byssuna í hendinni. Ekki er það ábatinn, sem togar í mann; sæmileg- ur-útbúnaður refaskyttu kostar ekki minna en 30.000, og það þarf meira en fá refaskott til þess að standa straum af viðhaldinu á þessum út- búnaði. — Þú hefur enga meðaumkun með fórnarlömbunum? — Nei, hún fór alveg, þegar ég vann fyrsta grenið. Þar voru rytjur af 30 lömbum. Meðal þeinra var ho-s- ótt gimbur, sem ég hafði séð kvöldið áður leika sér hjá móður sinni. Þegar ég sá þetta, varð hjarta mitt að steiná. Hitt er annað, að ég geri mér aldrei leik ag því að kvelja dýrin, sem ég veiði. Það má engin refaskytta gera. Refirnir eru klókir. — Manstu eftir viðureigninni víð fyrstu tófuna? — Já, hún var líka dálítið söguleg. Ég elti hana uppi á skíðum. Það var harðfenni, en laus snjór ofan á, prýði legt færi. Tófan hafði farið ofan í sprungu í Seljadalsbrún. Ég gekk sprumgunia á enda og potaði með staf í allar rifur i sprungunni, en varg ekki var við hana fyrr en hún stökk allt í einu upp úr sprungunni, þar sem ég hafði farið ofan í hana. Þá hófst eltingarleikurinn, sem barst yfir þvera Mosfellsheiði fram og aftur fjórum sinnum með mismun- andi stefnu. Eftir síðustu ferðina var hún orðiin svo þreytt, að hún var „Refurinn gerir gren [ urð/ gengur út tii veiða", — Og hér kemur hann heim með lóu i kjaftinum. 366 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.