Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Qupperneq 10
stórt stökk frá aldaranda húsagatil-
skipuninnar.
» n.
Um 1880 var séra Jóhann Briem
prestur í Hruna og sonur hans, séra
Steindór Briem, aðstoðarprestur
hans. Séra Valdimar Bríem hafði þá
um skeið verið prestur í Hrepphól-
um, en presta'kall hans var um þess-
ar mundii sameinað Stóra-Núps-
prestakalli Var hann kvæntur Ólöfu
frændkonu sinni, dóttur séra Jó-
hanns í Hruna.
Vorið 1880 kom til séra Valdimars
vinnumaður, Gisli Einarsson að nafni
tæplega þrítugur að aldri. Hann hafði
búið fá ár á Skeiðum, en skilið við
konu sína, Friðsemd Eiríksdóttur. og
brugðið búi. ^amtímis var hjá séra
Steindóri í Hfuna vinnumaður, sem
hét Jón Jónsson, rösklega þrítugur.
Var Gísli ættaðui frá Urriðafossi í
Víllingaholtshieppi, sonur Einars
bónda Einarssonar og Katrínar Eyj
ólfsdóttur og því hálfbróðir séra
Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka
Jón var upprunninn í Hellisholtum í
Hreppum, sonur .Tóns bónda Jónsson
ar og Guðrúnar Helgadóttur.
Báðir voru beir Gisli og Jón gremd
ir menn og kadaðir verkmenn ágætir
Segir það sína sögu, að eftir þeim
var slægzt á prestsetrunum í Hrepp-
unum, því að slík heimili gátu að jafn
aði valið úr vinnufólki. Þar var ofl
ast mannmargt og glaðværð meiri en
á kotbýlum kaupgreiðsla tryggari or
aðbúð betri en víða annars staðar.
Kaup vinnumanna var nokkuð á
reiki á Suðurlandi þessi ár. Algengt
árskaup þeirra hafði um hríð verið
fjörutíu til sextíu krónur og nokkrar
flíkur. En svo var komið, að báglega
gekk að halda því í þeim skorðum. Út-
vegsbændur á Suðurnesjum buðu
mönnum fimmliu til sextíu krónur á
vertíð, bændur sjálfir greiddu kaupa-
mönnum tólf króna virði á viku,
kaupmenn reiknuðu daglaunamönn-
um þrjár krónur á dag, og í vega-
vinnu hjá landsjóði fengu menn jafn
vel tuttugu krónur á viku, „ei allir
duglegir“. Vinnukonúmar áttu aft-
ur á móti færri kosta völ, enda sat
sem fastast í því horfi, að þær fengju
íuttugu eða þrjátíu krónur í árs-
kaup.
Þegár svo var í pottinn búið,‘sáu
vinnumenn margir sér leik á borði
að gerast lausamenn, ef unnt var,
róa á vertíðum, sæta kaupavinnu á
sumrum og stunda aðra árstíma þá
vinnu, sem skást féllst til. Þurfu þeir
ekki að vera hagsýnir menn til þess
að bera meira úr býtum með þeim
hætti heldur en í vistum. En bændur
gátu ekki verið vinnumannslausir', og
varð þá mörgum að bjóða hærra kaup
eða bæta ýmiss konar fríðindum ofan
á kaupið. En þegar til átti að taka,
gekk sumum úla að svara úti kaup-
inu. Stóð það stundum lengi inni hjá
þeim vaxtalaust, en sumir tóku upp
í það kindur og kindafóður, ekki
ævinlega með aðgengilegum kjör-
um, frekar en að fá ekki neitt. Fjölg-
aði þannig fénaði vinnumanna svo,
að það vakti mikinn kurr meðal
bænda. En vinnumennirnir voru ekki
ævinlega mjög ánægðir heldur. Þeim
þótti bændurnir reikna fóðrin og
hagagönguna hátt, þegar þeir fengu
þvi við komið, en tóku þó enga
ábyrgð á því, að fénaðurinn félli ekki
í höndum þeirra. Skertist oft fjár-
eign vinnumannanna, ekki siður en
bændanna sjalfra, ef eitthvað bar
út af með tíðarfar. Og flikur þær, er
vinnumenn áttu að fá, voru ekki held-
ur ævinlega vei útilátnar. Sumir hús-
bændur voru svo smásmugulegir, að
þeir kröfðust þess, að hjúin legðu
til lit, fóður og hnappa, og nokkrir
létu þau jafnvel kosta saumaskap-
'nn.
Það má glöggt sjá, að um 1880
refur verið megn kurr meðal bænda
austan fjalls vfir þeim búsifium, er
þeir þóttust verða fyrir af vinnu-
mönnum sínum Hitt gegndi þó meiri
tíðindum, að sú hugmynd hafði skot-
ið upp kollinum meðal vinnumanna
í uppsveitum Árnessýslu, að þeir
gerðu samtök sin á milli og settu sér
reglur um sitthvað það, er varðaði
kaup þeiri'a. Séra Þórði Bárðarsyni
á Torfastöðum hefði eflaust brugðið
í brún, ef hann hefði mátt líta upp
úr gröf sinni og sjá og heyra, hvað
í bígerð var hjá þeim, sem áttu
.embættisþjónustu auvirðilegrar að
gæta“ í grannsóknum hans.
Það voru vinnumennimir á prest-
setrunum í Hreppunum, er virðast
hafa verið forystumenn þessarar ný-
stárlegu hreyfingar, þeir Gísli Einai's-
son og Jón Jóusson. Ekkert er kunn-
ugt um það, hvaðan þeir hafa fengið
þessa hugmynd, og er vísast, að
eðlisgreind þeirra sjálfra hafi vísað
þeim veginn. En svo er að sjá, að
prestarnir hafi á engan hátt leitazt
við að setja þeim stólinn fyrir dyrn-
ar.
Eigi að síður hafa sumir bersýni-
lega haft illan bifur á þessu bram-
bolti. Á útmánuðum 188T birtist i
ísafold grein, sem nefnist Hjúin gera
garðinn frægan, og kallaði höfundur
hennar sig Austanvéra. Er mjög
sennilegt, að það hafi einmitt ver-
ið ráðagerðir vinnumannanna í
Hreppunum, sem otuðu austanvér-
anum fram á ritvöllinn, eada á það
drepið, að bændur geti einnig efnt
til samtaka. Og ekki var hlýlegur
tónninn í garð vinnumannanna:
„Ekkert hefur bóndinn eins gott í
húsi sínu eins og góð og dygg hjú.
En hvergi á það fremur heima en í
hjúahaldinu, að heimur versnandi
fer. Vinnumannskaupið er nú fimm-
tíu til sextíu krónur eða hálfur hlut-
ur, tíu til tuttugu kindafóður, viku
til hálfs mánaðar lausn úr vist um
sláttinn og hjá mörgum reiðhestseldi
að auki. Að vísu setja ekki
allir út aí svona harða kosti, en
aftur sumir fulit svo harða. Að sama
skapi fer heimtufrekja um viðgerðir
allar til fata og matar vaxandi. Nú
er þakkað fyrir duggarapeysurnar
gömlu, en í peirra stað eru komnir
stuttfrakkar (og þeir þó ekki svo
stuttir) hversdagslega. Þeir eru jafn-
vel til, sem ekki fást til að setja upp
leðurskó, því bryddingin fer verr á
þemi . . . Þó tekur ekki hnúkana
fyrr en húsmóðirin fer að skammta.
Þá verður að liafa tvo eða þrjá eld-
ana sama málið handa sama fólkinu.
Sé mjólkurlítið og eigi að hafa vatns-
graut, þá eru svo sem sjö af tólf,
sem hann geta borðað. Mjólkin er
flóuð, og nær hún handa þrem. Handa
tveimur verður að geyma kjötsúpu
frá því kvöldinu fyrir og hita hana
upp. Þeim, sem ekki verður meint af
að borða í einu fjórar eða fimm
merkur af baunum og bolaspaði, þeim
verður illt af vatnsgraut og mjólk-
urgraut og mega því hvorugt bragða.
En ekki ber á þeirri veiki, þó þeir
borði brauð og lummur. Flestir borða
harðan fisk, en af fiskhöfðum verðúr
mörgum illt.
En verst af öllu er þó það, að nú
þykjast menn of góðir til að gera
nema einstaka verk. Ef Guðmundur
bóndi biður Jón, kaupdýrasta vinnu-
manninn sinn, að skera fyrir síg eitt
hundrað af torfi, svo hann komi
lambhúsinu sínu upp fyrir haust-
frostin, mun hann svara:
„Nei, þakka þér fyrir. Eg fór ekki
til þín til að skera torf. Eg gat íeng-
ið nógar vistir, þar sem ég hefði
ekki verið beðinn um það. Eg held
lepparnir, sem þú ert í, séu ekki of
hvítir til að vökna. Þeir, sem geta
gengið í slíkum tuskum, eiu réttir
til að ganga í óþrifaverkin. Eg á ekki
lakari föt en ég nú er í, enda get
ég ekki verið þekktur fyrir þau lak-
ari. Eg þarf líka að hugsa um mitt
gagn eins og þitt. Fyrst þú ekki
tekur af mér nema sextán kindur,
á ég þrjátíu eftir fóðurlausar — ein-
hvern tíma þarf ég að koma þeim
fyrir. . . . Og ég ætla að fara eitt-
hvað í dag. Þess vegna getur ekki
orðið neitt af torfskurðinum. Þessir
tuttugu hestar, sem ég heyjaði þenn-
an hálfsmánaðartíma í sumar, eru
ekki nema handg hrossunum mínum“.
Til að laga þetta þarf almenn sam-
tök yfir heilar sýslur, heila lands-
fjórðunga og helzt land allt.
Það er engan veginn meining mín,
að vér eigum að gera samtök til þess
að skammta hjuunum kaup úr hnefa,
heldur til þess að koma þeim af því
að hafa sinn vilja í öllu . . . Látum
370
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ