Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Side 14

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Side 14
ur vill fræðast af hröfnum, en geyma iþaí þess á milli í keri því sem ekkert hefur í komið“. 0 Krummi er bjargvættur góð þar sem hann vill það vig hafa og er svo að sjá að þeir sem minnimáttar eru njóti þess helzt; er oft helgiblær á þesskyns sögum; svo er um söguna af Herjólfi og Vilborgu: „Sagan segtt ag í fyrndinni hafi maður nokkur að nafni Herjólfur búið í dal þeim á Vestmannaeyjum, sem síðán er nefndur Herjólfsdalur . . . . Bær Herjólfs stóg í dalnum vestan- verðum undir háu og snarbröttu hamrafjalli. Hann var sá eini af eyjar búum er hafði gott vatnsból nærri bæ sinum og komu því margir þang- að til að biðja vatns, en hann vildi eingum unna vatns nema við verði. Sagt er að Herjólfur hafi átt dóttur eina er Vilborg hét, og var hún að skapferli ólík föður sínum og þótti henni hann harðdrægur er hann seldi nábúum sínum vatnið. Stalst hún því til þess oft á nóttum þegar karl ei af vissi, að gefa mönnum vatn. Einhverju sinni bar svo við að Vilborg sat úti nálægt bænum og var a3 gjöra sér skó. Kom þá hrafn til hennar og tók annan skóinn og fór burt með hann. Henni þótti fyrir að missa skóinn, stóð upp og fór á eftir hrafninum, en er hún var komin spölkorn frá bænum féll skriða undra mikil niður úr fjallinu og yfir bæ Herjólfs, sem þá var í bænum og varð undir skriðunni. En Vilborg átti hrafninum líf sitt að þakka; en það sem til þessa bar var þag að hún margslnnis hafði vikið hröfnum góðu og voru þeir því orðnir henni svo handgeingnir . .“ Hér er hjálpræði krumma að þakka greiðasemi við fátæka og líkn við hann og bræður hans, og sama er að segja um hliðstæðar sögur um Gullberastaði og Skíðastaði, þar sem hrafn vinnur samskonar björgunar- afrek. o Þrátt fyrir hjálpsemi krumma í sög- um þessum, er í því efni lítið sam- ræmi; enda var krummi misjafnt vin- sæll af bændum og búaliði, þótti og þykir skæður í varpi og um sauð- burð. Má þá um leig minnast þess að laungum hefur skipt í tvö horn um framkomu manna við hann; sumir hafa hyglað honum í vondu ári og allt að því alið hann, en aðrir hafa ihins vegar ofsótt hann og steypt undan honum hreiðrunum, ef þeir hafa vig því komið. En krummi hefur líka að því er mælt er, þakkað fyrir sig og hefnt sín í samræmi við þetta. Og ekki mun það ótíðara en hítt að krummi sé fulltrúi hins illa í þjóð- trúnni; hann var nú einu sinni dygg- astur förunautur Óðins, og sú var tíðin að óðinn rann saman við mynd djöfulsins eða annarra ókinda. „Þar sem hrafnar sóttu að yðr, þat merkir djöfla þá er þér trúit á ok yðr munu draga til helvítis kvala“, segir Óspak- ur fyrir Brjánsbardaga í Njálu. Þegar illir andar birtast eru þeir oft í hrafns gervi og svo er um sálimar í víti; í líki hrafna komu þær fyrir sjónir þeim sem komu af stag sögunum um Heklu og kvalastað fordæmdra þar. Og Tamdir hrafnar eru næsta gæfir, en þó gletfnir oft og tíSum. Hér er einn, er þlggur bita úr hendi manns. (Ljósmynd: Páll. Jónsson). Sviðnir fuglar er sálir váru, flugu svá margir sem mý, segja Sólarljóð. Þjóðsögurnar telja að ef hrafn heyrist krúnka á nætur- þeli, sé þar um illar fylgjur að ræða, og heita þetta nátthrafnar; segja og sumir að þeir séu sálir sem ekkert athvarf hafa. Oft er djöflinum líkt vig hrafn; í Þýzkalandi er eitt af nöfnum hans Hellerabe, Höllenrabe; og á Suður- Jótlandi hefur verið til talsháttur í merkíngunni: Fjandinn hafi mig, svo- hljóðandi: Ravn tage mig. 0 Oft er tæpt á því að hrafninn sé í álögum, og hefur því einstæðíngs- skapur hans og sérstaða öll orðið skáldum sumum drjúg til innblást- urs: Krúnlc krúnk krá. Svívirtu ekki söngva þá, er svörtum brjóstum koma frá, því sólelsk hjörtu í sumum slá, þótt svörtum fjöðrum tjaldi, svörtum fjöðrum í sólskininu tjaldi — ---------------------- Þegar á slíkt stig er komið er farið að fyrnast yfir þá vísu spáfogla Hug- in og Muninn, mátt blóts krumma til særínga og ristínga og umráð hans yfir allrghanda náttúrusteinum, svo sem sögusteini, huliðshjálmssteini og lausnarsteini. Krummi er þar orðinn smælíngi, samúðarþurfi. (Íslendíngasögur, Sturlúngasaga, Eddur; Árbækur Espólíns; Þjóð- sögur; Blanda, og einkum Tíma- rit Bókmenntafélagsins, 15. árg.; og fi.). LESANDI GÖÐUR! Ef bér hafií lifaí söpilega og óvenjulega atburÖi, sem y$ur dytti í hug aS færa í letur ein- hverja kvöldstund, á slíkt efni hvergi betur heima en í Sunnudags- blafii Tímans. Þar munu slíkar frásagnir varÖveitast um aldur og ævi. Þúsundir manna halda blaíinu saman, og meíS tíman- um verÖur mætt safnrit. þaíi dýr- 374 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.