Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Qupperneq 18

Tíminn Sunnudagsblað - 28.04.1963, Qupperneq 18
að þið fáið sótnasamlega borgun fyr- ir það ómak, sem ykkur hefur verið gert“. ,.Hver er þessi maður? Og hvaðan er hann?“ spurði Daníel. „Þetta er ítalskur verkfræðingur frá Bologna og heitir Umbertó Stella — þér Hafið ef til vill heyrt hans getið“, sagði læknirinn. „Hann kom hingað til þess að kynna sér raforku- framkvæmdir." „Við látum honum allt í té, sem í okkar valdi stendur, hver sem hann er“, sagði Daníel. Þegar til Bellinzóna kom, reyndi Daníel undir eins að grafast fyrir um það, hvað lögreglunni hefði orð- ið ágengt við rannsókn tilræðisins vig Ríva Píana kvöldið áður. Hann var þó of hygginn til þess að spyrja um þetta að fyrra bragði — hann beið þess, að aðrir vektu máls á því. Hann brá sér þess vegna til lögfræð- ings, sem hann átti skipti við, og fór með honucr á fund sýslumanns- ins til þess að ráða þar til lykta smá- atriðum, sem raunar hefðu vel þol að bið. Hann fór ekki óðslega að neinu — nam staðar á götunni og spjallaði við kunningja, sem hann sá þar, og tvö morgunblöð keypti hann. En hvergi var minnzt einu orði á það, sem gerzt hafði kvöldið áður. Það var augljóst ?ð fólk í Bellinzóna hafði ekki haft af því neinar spurn- ir. Loks herti hann upp hugann og vék að þessu við lögfræðinginn. „Eg heyrði einhvern ávæning af því, að það hefði orðið erjur á milli ítala í grennd við Lókarnó í nótt“, sagði hann. „Jæja“, svaraði lögfræðingurinn. „Þáð hefur ekki frétzt hingað, hafi svo verið. Þetta hafa að minnsta kosti verið smámunir, því að ég hefði áreið- anlega haft spurnir af því, ef dregið hefði til verulegra tíðinda. Það er annars miklar dylgjur með fasistum og andstæðingum þeirra hér um slóð- ir núna.“ Daníel hafði verið mjög áhyggju- fullur, en honurr létti við þetta svar. Það leyndi sér ekki, að ímyndunar- aflið hafði hlaupið með Lúkas í gön- ur. Þessir ítalir, sagði Daníel við sjálf- an sig, eru beztu náungar, heiðarleg- ir og athafnasamir, en þeir tala of mikið. Samt sem áður var vafalaust hyggilegast, að Ágústínus og Katrín forðuðu sér brotj úr Sviss.. Honum gramdist það nú, að hann skyldi bafa verið nótt að heiman og gl'oprað niður vinmudegi að nauð- synjalausu Hann fór heim með lest- inni, og meðal samferðafólks voru fáeinir bændur sem höfðu þá sögu að segja, að refurinn hefði komizt inn í hænsnahús í Magadínó um nótt- ina. „Kænn er skolli“, sagði einn þeirra — „miklu kænni en mennirnir, sem egna fyrir hann gildrur sínar“. „Það er komin ný gerð af gildrum, ítölsk uppfinnmg", sagði annar. „Það er sá bannsettur hávaði í þeim“, sagði himn. „Ekki er það til þóta.“ „Þetta er alveg rétt“, sagði Daníel. „Þag glymur í þeim, og þó eru þær engu betri en hinar. Þær hafa ekki annað umfram gömlu gildruínar en hávaðann“. Daníel ætlaði undir eins inn til slasaða mannsins, þegar hann kom heim. En Sylvia stóð við dyrnar og varnaði honum að fara inn. Hún lagði fingur á munn sér til þess að' þagga niður í honum. „Það má ekkert ónæði gera hon- um“, hvislaði hún. „Það mega engir koma til hans. og þag má ekki tala inni hjá honum. Læknarnir sögðu, að það mætti alls ekki raska ró hans“. „Er þá ekkert, sem ég get gert?“ spurði D'aníel hálfvonsvikirun. „Þú getur farið úr stígvélunum, þegar þú gengui hérna um stigann, svo að fótatakið glymji ekki um allt húsið", svaraði Sylvía. Daníel smeygði af sér stígvélunum og forðaði sér burt. Stundu síðar fór hann út í viðarskýlið og byrjaði að höggva til staura í girðingu. Hann var nýbyrjaður, þegar Sylvía kom hlaup- andi á inniskóm „Ertu genginn af göflunum, pabbi? Veiztu ekki, að það er helsærð'ur mað- ur í húsinu og svo lætur þú axar- höggin dynja hérna í garðinum“. Daníel fleygði frá sér öxinni. „Eg mætti kannski moka“, sagði Daníel lágri röddu. Sylvía kinkaði kolli. Síðan hvarf hún aftur inn í húsið. Daníel tók reku og fór að stinga upp í einu horni aldingarðsins. Að lítilli stundu liðinni sá hann, að Sylvía kom út með körfu á handleggn- um. Þá lagði hann frá sér rekuna, gekk heim og smeygði sér úr stig- vélunum. Hjúkrunarkona kom út úr herbergi sjúklingsins og leyfði hon- um að fara þar inn. „En ekki nema snöggvast", sagði hún. Hann sá ekki annað I mjóu rómi Sylvíu en margreifað höfuð. Þetta var svo sem ekki neitt spaugilegt, en þð gat hann ekki að því gert: Honum datt I hug snjókarl. Þetta var ekki maður — bara fyrirferðarmikill, hvít- ur línböggull, þag rifaði aðeins í gegnum umbúðirnar í annað augað og vitin. „Þetta verður að nægja“, sagði hjúkrunarkonai- og vísaði honum út. Hann læddist burt með stígvélin I hendinni. Og þá mætti hann Sylvíu. „Hvaðan kemur þú?“ spurði hún ásakandi. „Er það siður, að börn tali þannig til föður síns?“ svaraði hann og flýtti sér út í aldingarðinn. Hann var þar enn, er Fílómena, kona hans, kom til hans. „Eg held Sylvía sé hreint ekki með öllum mjalla", sagði hún mæðulega. „Hún hefur hvorki neytt svefns nó matar síðan I gær“. „Hún jafnar sig“, svaraði Daníel. „Hún ber bara svona mikla umhyggju fyrir þessum manni.“ „Þetta er nú kannski fullmikil um- hyggjusemi", stundi móðir hennar. „Fullmikil? Er nokkurn tíma of mikið af umhyggjuseminni?" Daníel var upp með sér af dóttur sinni. Hann vakti yfir henni, I senn hreykinn og kvíðinn. Undir veggn- um ofan við aldingarðinn voru fáein- ar útsprungnar vorrósir. Sylvía kom út, sleit nokkrar þeirra upp og rað- aði þeim I vönd „Hann sér þetta ekki“, sagði Fíló- mena hógværlega. „Það er bundið fyrir augun á honum“. „Bn mamma“, sagði Sylvía, „blóm sér maður með lokuðum augum“. Daníel var mestan hluta dagsins í víngarðinum uppi I hlíðinni. Hann spurði um heilsufar sjúklings, þegar hann kom inn á kvöldin, og Sylvía sagði, að honum færi batnandi með degi hverjum. Hjúkrunarkonan var farin, og Sylvia hjúkraði honum. Daníel kom tvisvar eða þrisvar inn til hans, en hafði þar skamma við. dvöl. Þetta virtist vera snotrasti ná- ungi. Daníel hafði I mörgu að snú- ast, en þó fór það ekki fram hjá hon- um. að Sylvía hafði tekið undarlegum stakkaskiptum. „Þú ættir að hugsa meira um dótt- ur þína en sumt annað“, sagði kona hans við hann ásökunanrómi eitt kvöldið. „Sylvía er ekki barn lengur, og hún er greind slúlka“, svaraði Daníel. „Hún er greuid, en hún þekkir ekki heiminn", svaraði kona hans. Dóttir hennar hafði valdið henni áhyggjum að undanförnu, og nú hafði hún ein- sett sér að tala um það við mann sinn. Daníel var þungt hugsi. „Heldurðu, að ég ætti að tala um þetta við hana“, sagði hann eftir drykklanga stund. „Já — áður en það er um seinan“, svaraði kona hans. Daginn eftir ætlaði Daníel að skreppa með poka af útsæðisbaunum til kimninigja síns I Verzaskadal. Hann lét Sylvfu fara meg sér. Hann var fljótur að ljúka erindum sin- um, enda voru þau yfirskin eitt, og hann hafnaði öllum góðgerðum, sem honum voru boðnar. „Ætli við dóttir mín förum ekki að rölta heim,“ sagði hann vig kunn- ingja, sem hann hitti. „Hún hefur verig svo föl á vangann að undan- fömu, að ég hélt, að hún hefði gott 378 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.