Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 14
Orðalagið er næsta- vel valið um
! Alexander í sögu hans, en hins vegar
gat íslenzkur goði á öndverðri þjóð-
veldisöld naumast þröngvað mönnum
til þingmanna undir sig með ofbeldi.
En Brandi hefur einnig -verið hugsað
til samtímans, er höfðingjar kinokuðu
sér ekki við að beita hervaldi til að
ná ríki yfir héruðum. Þegar lýst hef-
ur verið meðferð Hrafnkels á Jökul-
dælum, sem þó eru taldir þingmenn
hans, er Hrafnkatli lýst með orðum,
sem minna glögglega á ráffleggingar
Aristótilesar vi?j Alexander:
Hann var Knr ok blíðr við sína menn
en stríðr og stirðlyndr við sína óvini.
(Hrafnkels saga).
Þat ræð ek þér ... . at þú sért mjúkr
ok linr lítillátum . . en harðr ok
óeirinn drambsömum.
(Alexanders saga, 5, 12—15).
Þegar orð Aristötilesar í Alexand-
ers sögu eru höfð í hu.ga, verður auð-
veldara að gera sér grein fyrir að-
stöðu Hrafnkels og viðhorfum manna
til hans. Sveitungar hans í Hrafn-
kelsdal eiga að vera lítillátir. er Jök-
uldælir Hafa hins vegar verið dramb-
samir. Eftir víg Einars ræður Sámur
Þorbirni. að þeir fari lítillátliga að við
Hrafnkel og vita, hvort hann vflji
halda sömu boð og áður, því að hon-
Ufflffluni nokkurn veg vel fara. Sámur
túlkar hér því sams konar viðhorf til
yfirmanns o.g birtist í ræðu Aristótil-
esar og notar í rauninni svipafj orð og
hann.
Hrafnkell skapar sér sjálfur völd.
Hann gefur mönnum land í Hrafn-
kelsdal, vill vera yfirmaöur þeirra og
tekur goðorð yfir þeim. Hann hefur
jþá Frey að hakhjarli og óttast eng-
an. Uppreisn Sáms gegn valdi Hrafn-
kels er knúin fram af áeggjan Þor-
bjarnar, metnaði Sáms sjálfs og
- ihinni óvæntu ag skörulegu hjálp
Þjóstarssona. En eftir ósigurinn á
alþingi og Aðalbóli hefði pólítískum
•',. ferli Hrafnkels átt að vera lokið. ef
'J allt hefffi verið með felldu. Hrafnkell
'V flyzt örsnauður og valdalaus að litlum
.-, bæ í Fljótsdal, og er þvi hægt að
,-' skilja það, hve óhultur Sámur er um
-'; sig. Uppgangur Hrafnkels i Fljóts-
¦ 'y dal er allur næsta ósennilegur, enda
V hefur SJgurður Nordal sýnt rækiléga
"V fram á, hve sú frásögn er með mikl-
'./' um ólíkindum. Höfundur sogunnar
,-'\ hefur eflaust þekkt landnámssögu
.' Fljótsdals fullvel, en þó skirrist hann
.¦'', ekki við að hnika henni til, svo að
sy rúm verði fyrir Hrafnkel þar og nýja
¦y landnámsmenn um daga hans. En hér
y/ eins og víðar er óþarft að velta vöng-
'/, um yfir sögulegum f orsendum Hrafn-
V/ kels sögu. Viðreisn Hrafnkels í Fljóts
-'•-/' dal er að verulegu leyti endurtekning
yf. & valdasköpun hans í Hrafnkelsdal.
''/, Menn nema land í báðum dölum í
skjóli Hrafnkels og verða honum háð-
ir. Um Hrafnkel í hinu nýja ríki aust-
an Fljótsdalsheiðar farast sö.gunni orð
á þessa lund:
Engi na'ði me'ð frjálsn at sitja nema
fírafnkel bæði orlofs; þá ur®u ok
allir honum at heita sínu liSfiinni. —
Hann hét ok sí»u trausti. LagSi hann
undir sik alt fyrir austan Lagarfljót.
Þessi þinghá varð brátt miklu meiiri
ok fjölmennari en sií er hann hafði
áðr haft; hon gaSfi upn í Skrið'udal ok
alt upp með Lagarfljóti. Var nú skiþ-
an komin á land hans.
Vald Hrafnkels er undarlega víð-
tækt, en þó virðist merkileg breyting
hafa gerzt á vi'ðhorfi hans til sveit-
unga sinni, frá því sem áður hafffi
verifi í Hrafnkelsdal. Nú er umgagn-
kvæman samning að ræða milli goða
og þingmanna. Þeir vcita honum lið-
sinni í staðinn fyrir vernd þá, er
hann gefur þeim, og er slíkt í meira
samræmi við hlutverk goðans á önd-
verðri þjóðveldisöld en lýsingin á
því. hve hann þröngdi Jökuldalsmönn
um undir sig til þingmanna. Vottar
hér fyrir hinu forna sambandi goða
og þingmanna. Að öðru leyti er frá-
söenin af himi nýja valdi Hrafnkels
næsta hæpin. Hér virðist auðsæilega
vera gert ráð fyrir því, að goðorð séu
staðbundin. enda mun Brandur á-
bóti hafa haft tiltekið mannaforráð
í huga, er hann samdi söguna og lét
Hrafnkel eignast goðorð í Fljótsdal.
Ýmsir útgefendur sögunnar hafa mis-
skilið þennan kafla svo hrapallega, að
þeir hafa breytt orðinu ,Jand" í síð-
BS**i setningunni í ,.lund", þvert of-
an í vitnisburð varðveittra handrita
En hér er enn verið að lýsa hinu nýja
ríki Hrafnkels. og með þessari setn-
ingu lýkur greinargerðinni fyrir hinu
bráðþroska mannaforræði hans í
Fliótsdal. Hrafnkell hefur komið
skinan á land sitt og ríki. Hann er
aftur orðinn fastur í sessi. jafn vold-
ugur eða voldugri en hann hafðí áð-
ur verið í goðorð'i sínu vestan heiðar.
þar sem Sámur. valdræningi hans sit-
ur Hið nvia riki Hrafnkels er einni.g
stp'-kara en vald Sáms. Hrafnkell er
viðbúinn að jafna leikinn við Sám.
Orðið „land" í þessu sambandi er eink
ar vel til fundið. því að tengsl eru
með þvi og setningunni „lagði hann
undir sik alt fyrir austan Lagarfljót",
sem á undan er gengin. Fyrst leggur
Hrafnkell hið nýja land undir sig, og
síðan verður hann að temja þegnana
undir vald sitt. Hér er beitt orðtæki,
sem kemur þó undarlega fyrir sjónir.
Þag var jafnfráleitt að láta goða við
upphaf þ.ióðveldisaldar leggia undir
sig heil héruð og að telja Hrafnkel
hafa þröngt undir sig Jökuldælum til
þingmanna. En þetta verður allt skilj-
anlegra, þegar haft er í huga, hver
höfundur er og hverjar fyrirmyndir
hann þá úr atburðum samtíðar sinnar.
Brandur ábóti er svo háður samtíma
isánum, að þjóðféiagslýsjingar hans
minna engu síður á þrettándu öld en
hina tíundu, og á hinn bóginn hefur
hann ósiálfrátt beitt svipuðum orðum.
og hugmyndum og hann hafði áður
notað í þýðingu sinni á Alexanders
sögu. Orðtækið að leggja undir sig
(land, þjóðir) kemur fyrir á milli
þrjátíu og fjörutíu sinnum í Alexand-
ers- sögu ög alloft í Gyðinga sögu,
enda á það að sjálfsögSu ágætlega
heima í slíkum frásögnum. En í Hrafn
kels sögu stingur það mjög í stúf við
eðli og gerð íslenzka þjóðfélagsins
snemma á tíundu öld. Alexander
mikli þurfti að temja þjóðir við vald
sitt og koma skipan á unnin lönd, en
vandamálum íslenzkra goða í heiðni
væri betur lýst með öðrum orðum.
Þegar Eyvindur Bjarnason ríður
fyrir neðan garð á Hrafnkelsstöðúm,
segir frá því, að Hrafnkell var ekki
upp staðinn ag nokkrir vildarmenn
hans lágu í skálanum, en verkmenn
voru farnir til starfa. Hér er brugðið
upp mynd. sem kemur allundarlega
fyrir. Um sjálfar heyannir liggur bóndi
í rúmi sínu langt fram yfir rismál.
Höfundi sögunnar er auðsæilega mik-
ið í mun að sýna sem skvrast fram-
gang Hrafnkels frá örbirgðarárum
hans eftir tap Aðalbóls. Þá varð Hrafn
kell að ganga mjög að verkum sjálfur,
en nú getur hann sofig fram eftir um
hásláttinn. Hitt er þó enn merkilegra,
að Hrafnkell hefur nú nokkra vildar-
menn á vegum sínum, sem eru morg-
unsvæfir um sláttinn eins og hann.
Orðið vildarmaður var einkum notað
um skjólstæðing og stuðningsmíinn
konungs. Vildarmaður pr r>æginaur,
sem nýtur forréttinda af höfðingjum.
Á 13. öld kemur fyrir, að íslenzkir
höfðingjar hafi með sér sveit fylgd-
armanna. og nægir í því samband' að
minna á gestasveit Þórðar kakala. —
Hrafnkell hefur eins konar vísi að
hirð, og á slíkt næsta illa við aðstæð
ur íslenzkra bænda á tíundu öld. I
þvðingu sinni á Alexanders sögu not-
ar Brandur ábóti orðið vildarmaðr
og vtldarliíV. enda er slíkt vel til fund
ið um gæðinga þeirra konunganna
Daríusar og Alexanders.
Það kemur einnig undarlega heiœ
vifs islenzka þjóðfélagshætti á tíundu
öld. að Eyvindur Bjarnason er látinn
hafa skósvein sér til fylgdar. Nú er
Eyvindur látinn hafa framazt austur
í Miklagarði, og hefur slíkt valdið ein
hverju um glæsibraginn á háttum
hans. En öll þessi frávik frá fornum \
íslenzkum aðstæðum sýna glögglega,
hve ósýnt höfundi er um, að Hrafn-
kels saga verði sannfræðilegt verk í
strangasta skilningi. Og hitt má
einnig þykja sennilegt, að sum frávik-
in að minnsta kosti séu með vilja gerð
og í því skyni, að menn ættu hægar
með að átta sig á, að" sagan var rit-
•m
T í M l N N — SUNNUDAGSBLAB