Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 12
HERMANN
PÁLSSON:
GOÐINN A AÐALBOLI
*
HÖFUNDUR Hrafnkels sögu leggur
inikla rækt við mannlýsingar, eins og
Sigurður Nordal hefur rakið svo meist
aralega í ritgerð sinni um söguna.
Einkum ferst höfundi vel,. er hann
] /sir þroskaferli Hrafnkels goða. Auk-
., ess sem vér kynnumst Hrafnkatli af
orðum hans og gerðum, lýsir höfund
ur honum þrívegis. í fyrsta sinni, er
grein er gerð fyrir Hrafnkatli, er
hann einungis fimmtán vetra að aldri.
Hann er þá mannvænn ok gjörvilígr.
í orðum þessum felst eftirvænting,
. >au eru einkunnir, sem eiga við óráð-
inn mann. Þótt hann sé gott manns-
efni, er ekki enn séð fyrir, hversu
hann reynist síðar. Næst er Hrafn-
'otli lýst, þegar hann er orðinn
bóndi í Aðalbóli, hefur tekig goðorð
yfir dalsbúum og er orðinn fastur í
ssi. Hann hefur þá náð fullum
p.roskaaldri, en er þó enn ungur að
irum. Þá er okkur sagt, hversu rætzt
hefur úr hinum mannvænlega sveini.
Hann er ójafnaðarmaðr mikill ok
menntr vel, mildur við vini sína og
harður við óvini, stendur mjög í ein-
vígjum og bætir engan fé. Einkunnin
menntr vel lýtur a'ð þroska Hrafn-
kels, en ójafnaðarmaður mikíll að
samskiptum hans við aðra menn. í
þriðja sinni er Hrafnkatli svo lýst, er
ihann hefur þolað niðurlæging og
i.iótlæti og reynsla hans hefur tamið
Lann og mildað afstöðu hans til sam-
þegnanna: Maðrinn var nú miklu
vinsælli en áðr; Hrafnkell tók hina
sömu skapsmuni um gagnsemð ok
riismu, en miklu var hann nú gæfrf en
fyrr ok hægri at öllu. Þjóðfélagið tek-
ur höfðingjann í sátt, er hann hefur
losnað við agnúa ofsa og ójafnaðar.
Hrafnkell stenzt eldraunina, skapgerð
. hans er enn heil og 6brotin eftir ófar-
**—?&$£''**¦¦
Hermann Pálsson
irnar, sem kenndu honum svo misk-
unnarlaust að gegna skyldum sínum
vig aðra þegna samfélagsins.
Þroski Hrafnkels og skapferlisþró-
un ber glögglega með sér, hve ofar-
lega í huga höfundar eru öfl þau,
sem réðu svo miklu í þjóðveldi íslend
inga. Hrafnkell skapar sér sjálfur
þá veilu, sem verður honum til falls.
Þótt hann sé valdamikill yfir öðrum
mönnum og svífist einskis í viðskipt-
Síðari hluta vetrar gaf Þjóðsaga út rit Hermanns Pálssonar,
Hrafnkels saga og Freysgyðlingar. Höfundur heldur fram þeirri
skoðun, að Bmndur oiskup Jónsson sé höfundur Hrafnkels sögu,
og œtlar hann, að hún spegli ýmsa þœtti þeirrar harmsögu, er
yfir œttmenn oiskups gekk á Sturlungaöld. Sýnir hann og fram á,
hve orðafar Hrafnkels sögu og Alexanders sögu, er Brandur
skrifaði, er oft líkt., — Þar sem œtla má, að mörguyn sé forvitni
á að kynnast rbksemdafœrslu Hermanns, birtir Sunnuda.gsblaðið
hér einn kafla bókarinnar með leyfi höfuyidar og útgefanda.
um sínum við þá, áður en hann væri
sekur, er hann þó engan veginn sjálf-
stæður og óháður maður sjálfur. —
Ógæfa hans er sú, að hann er um of
háður guðinum Frey. Hrafnkell elsÚ-
aði eigt annat goS meir en Frey, ok
honum gaf hann alla hina beztu gripi
sína hálfa við sik . . . Hrafnkell átti
þann grip í eigu sinnt, er honum
þótti betri en annarr: þat var hestr,
brúnmóálóttr at l't, er hann kallaði
Freyfaxa sinn. Hann gaf Frey vin
sínum þann hest hálfan. Á þessum
hcsti haf'íVi hann svá mikla elsku, at
hann strengði þess heit at hann skyldi
þeim manni at bana verða sem honum'
rið'i án hans vilja.
Hrafnkell er ekki fullkomlega sjálfs
sín ráðandi, svo mikil ítök hefur
Freyr í honum. Hrafnkatli verður eins
og mörgum valdafíknum og ofsafengn
um mönnum, að hann seilist til að
þjóna öðrum, sem honum er langtoim
æðri. Hér eins og víðar er höfundur
ef til vill að sneiða ag samtíð sinni.
Um daga hans voru hér fáir valda-
miklir menn, sem réðu lögum og lof-
um í landinu. En þeir létu sér slíkt
ekki nægja, heldur bundust þeir Há-
koni gamla og gengu í þjómistu hans.
Samband þeirra við hinn útlenda
þjóðhöfðingja reyndist þó tvíeg.gjað
vopn. Þótt völd þeirra yrðu traust-
legri um sinn, gat ag því komið, að
Hákon brygðist þeim og styrkti and-
stæðinga þeirra gegn þeim. Akafinn
í sambandi þeirra Hrafnkels og Freys
kemur fram í því, að Hrafnkell eisk-
aði goð þetta meir en önnur og lagði
mikla elsku á Freyfaxa. Endurtekn-
ingin á tilfinningum Hrafnkels til
goðs og hests sýnir tökin, sem Freyr
hefur í honum. Einráður höfðingi er
oft hættulegri sjálfum sér og öðrum,
ef hann lýtur enn valdameiri manni.
Ást Hrafnkels á Frey og Freyfaxa
eru upptök harmsögunnar. Hrafnkell
strengir þess heit að drepa hvern
þann, sem ríði hestinum. Hrafnkell
treystist ekki til að rjúfa heitið og
velur þann kost að vega Einar. Síðan
verður Hrafnkell að gjalda glæpsins
með missi goðorðs og staðfestu. Hrafn
kell er orðinn öreigi austur í Fljóts-
dal, er hann fyrst losnar undan valdi
Freys, og þá um leið hefst sigurganga
hans. Hann fréttir, að Þjóstarssynir
hafa týnt Freyfaxa, og þá lætur hann
orð falla, sem minna rækilega á um-
mæli Alexanders, er hann hefur
höggvig á hnútana: '
. Ek hygg þat hégóma at trúa á goð.
(Hrafnkels saga, 29, 3—4).
MikUl hégómi, segir hann, at trúa
slí'ku. (Alexanders saga, 21, 6).
396
T t M 1 N N - SUNNUDAGSBLAÐ