Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 7
ef til vill reynzt ofviða að koma því
. á framfæri án hjálpsemi Tryggva
Gunnarssonar, kaupstjóra og alþingis-
manns, sem hljóp undir bagga við út-
gáfuna.
Þau voru mörg ágæt venk þess
snilldarmanns. Verðandi átti fyllilega
stuðning skilið, þeim fjármunum sízt
á glæ dreift. Margt af því, sem hann
flutti, hefur orðið býSna notalegt í
bókenenntum íslendinga, enda í ýmsu
leitað inn á nýjar leiðir.
Þess var varla að vænta, að Verð-
andi yrði alls staðar aufúsugestur.
Viðtökurnar urðu samt yfirleitt hlý-
legar, og allvíða varð hamn heimilis-
vinur. Fór ekki milli mála, að fjór-
menningarnir voru engir miðlungs-
menn; eigi ólíklegir til mikilla af-
reka.
Þó varð ekki framhald á útgáfu
Verðandi. En ágæti tímarita verður
hvorki metið eftir fyrirferð né tölu
árganga. —
Hamnes Hafstein reið á vaðið í
Verðandi. Hann kvaddi sér hljóðs
Sem sigurreifur bardagamaður, birtir
kvæðið: Stormur. Þetta kornunga
skáld elskar storminn, sem brýtur
feyskna kvisti, hrekur dáðlausa logn-
mollu og leysir þokuna. Stormurinn
treystir bjarkirnar, hreinsar andrúms
loftið og vekur lífsandann.
Næst kom þýðing Hannesar Haf-
Stein á kafla úr Brandi eftir Ibsen.
Bertel E. Ó. Þorleifsson reiðir fram
fáein kvæði, sum tregablandin, ftnn-
ur hvetjandi. Fýsir heim til Fróns og
vill brjóta þar hauga og berja drauga.
Einar Hjörleifsson á söguna: Upp
og niður. Söguhetjan er ungur stú-
dent, skyggn á viðbjóðslegar blekk-
ingar, sem mannkindin hieður aS
höfði sér. Svo verður hann sjálfur
fyrir mótblæstri, bognar í goluþyt
og lendir í lausung 0g drykkjudrabb.
Rífur sig þó upp úr foraðinu, gerist
prestur, flytur mærðarlega vígslu-
ræðu. Efnilegur liðsmaður í þjónustu
sjálfsblekkingar og lífslyga.
Hannes Hafstein birtir á næstu
blaðsíðum kvæði, frumsamin og
þýdd. Kvæðið hans, Skarphéðinn í
brennunni varð vinSælt; einnig smá-
kvæði um stúlkuna, sem var hvorki
smáfríð né skýjadís, en samt sú, sem
skáldið kýs. Og ekki má gleyma
ljóði Drachmanns um hinar ljúfu
Ijósu sumarnætur.
Bertel E. Ó. Þorleifsson þýddi smá-
sögu eftir norska skáldiS Kielland:
Samvizkan góða, skáldverk, sem átti
að sýna vinnubrögð norrænna höf-
unda í hópi raunsæismanna — og
ekki valið af handahófi.
G'estur Pálsson á frumsamda sögu:
KaSfleiksheimilið. Hann birti ekki
annað í Verðandi; verður víst á
engan hallað, þó að sagan hans Gests
sé þar talin bezt.
Bertel E. Ó. Þorleifsson yrkir um
ástina, lýsir sætleika hennar og
hverfleika — snertir ýmsa strengi.
ÞJóðsaga verður honum líka yrkis-
efni.
Hannes Hafstein rekur lestina,
býður upp á bráðsnjöll ferðakvæði.
Óskar eftir regni eða byl á Kaldadal
og ærlegum vindsvala. Hann berst á
fáki fráum norður fjöll, nýtur skag-
firzkrar náttúrufegurðar á Vatns-
skarði, notar skeiðfærið í Hólminucn,
horfir á straumfallið í Valagilsá.
Ferðaþáttunum lýkur; þar sem háir
hólar, hálfan dalinn fylla.
III.
Það eru nú liðin áttatífi ár frá því,
að fjórmenningamir sendu Verðandi
heim um haf.
Lífssögur þeirra urðu um margt
næsta ólíkar.
Ilanncs Hafstein, sem elskaði
storminn, varð vinsælt ljóðskáld og
stjórnínálamaður, glæsimenni [ fylk-
ingarbrjósti þjóðar sinnar. Hvort
tveggja í senn, rómantískur og raun-
sær. Mátti sjá þess glögg merki í Verð
andi, hvar hann stóð fótum á jörð:
síðasta kvæði hans I tímaritinu var
dýrðaróður um Öxnadalinn, þvf að
rómantíska listaskáldið fæddist þar
til fjalla frammi.
Einar Hjörleifsson, sem í Verð-
andi mun halda einna bezt á loft
merki realrsmans, varð mikilvirkur
rithöfundur og andlegur leiðtogi.
Honum nægði ekki til lengdar sjalf-
byrgingsskapur raunsæismannsins. f
litlu ljóði, sem unnið er úr austur-
lenzkri ævintýrasögu, spyr skáldið:
Er nokkuð hinum megin? Lífsgátan
leitar svars.
Gestur Pálssoin varð maður skamm-
lífur. Hafði á hendi ritstjórn blaða,
heima og vestanhafsv flutti fyrirlest-
ur um bæjarbrag í Reykjavík og
menntunarástand á íslandi. Hann er
snillingur hinnar raunsæju smásögu.
Sennilega hafa þau listaverk verið
unnin á kostnað þess, sem nefnt er
hamingja á heimsvísu.
Bertel E. Ó. Þorleifsson, lækna-
neminn, hefur horfið í þögnina. f
Verðandi seildist hann til líkinga um
gullið góða í ævintýrunum, telur, a.9
hjarta sitt geymi mynd henmar einn-
ar, sem hann var þá stundina að tjá
miargþvældar játningar um ást af
öllu hjarta! Verður þar skammt í
sjálfsblekkinguna. Fer svo oft, að
menn hætta að skilja, hverrar nátt-
úru glerið góða er, en þykjast geta
rjáskazt með það að eigin geðþótta.
Saga Bertels varð stutt og harm-
ræn. Hann átti aldrei afturkvæmt
heim til íslands til að brjóta þar
hauga og berja drauga.
í einu Ijóði hans, sem Verðandi
flutti, reifar hann efni úr íslenzkri
munnmælasögu.
Sú saga er áður sögð.
En hér fer á eftir kvæði BertelK
Barnafoss.
Það er sumar, sunnudagur, sólin skln um haga' og völl,
blika hólar, Meikir teigar, bláir hálsar, móleit fjöll.
Silfrar vötnin, svanir móka, syngur „dýrðin" ló' i mó,
vindur sefur, sveitir allar signir helgidagsins ró.
Heyjaflekkir flatir liggja., fer nú enginn vinnu til,
orf og Ijáir heima' á húsum, hrífa reist við bœjarþil.
„Heft er" ekki „hönd á skafti" helgan dag á þessum bæ,
Hraunsás-konan heyið segir hafi gott a.f þerriblœ.
Drengir reka hross úr haga, hundar geyja, bregða' á skeið
eldishestar, undan fara, eins og viti' af kirkjureið.
Kátir sveinar heima' á hla&í hesta taka, beizla þá,
vinnwnenn að hófum huga, hnykkja, járna, leggja á.
Vinnukonur verpa, þvengja, vel er skafinn þvengur hver,
hyggja' að fötum, fram þau leggja, festa' í knapp, ef slitinn er,
vinnumönnum vatn þœr fœra, vikugrómið af þeir þvo,
skeggkoss fá þœr fram í göngum fyrir vikið einn og tvo.
Nú eru tekin tröf úr kistu, treyjan krœkt og fléttað hár,
lagðir saman silkiklútar, sylgjan krœkt á möttli.gljár.
Margír hittast menn við kirkju, margt er rætt und kirkjuvegg,
þvi skal fara' í flíkur beztu, flétta hár og raka skegg.
Kvenhollari karlmenn leiða kvennahesta' að bœjarstétt,
klœði' og sessu' í söðwl breiða, svanni hcppar upp í létt.
Móðirin kveður syn% sína, séu heima ungir tveir,
biður að fari burtu ekki bænum frá. Því \ofa þeir.
T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ
391