Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 11
.-'¦.¦¦¦
Myndin að' ofán til vinstri sýnir mótorhjólið' hans Péturs
uppi á Skjaldbreið. Þetta var kostagripur og æddi yfir aliar
torfærur meS snjóstrók á eftir sér. Á myndinni til hægri
situr Pétur á vatnahjólhestinum eftir aS hann hafði sett
á hann loftskrúfu. Myndin hér til hliðar er af „trakfornum",
sem þeir í Vatnskoti smíðuðu úr gömlum Ford. Þótt ekki
sé hann- beint fyrir augað, kemur það manni í gott skap
aSi harfa á hanir.
setja hann saman. Ég væri búinn að
því annars.
— Er það satt, að þú hafir farið-á
mótorhjóli upp á Skjaldbreið?
— Já; og um hávetur. En þetta var
heldur ekki neitt venjulegt mótor-
hjól. Ég var búinn að umbreyta því.
Ég smíðaði fannhjól í það og gíraði
það niður, svo að það yrði kraftmeira.
Svo setti ég aluminiumskíði sitt
hvorum megin við framhjólið, stálskíði
undir mótorinn og gírkassann. Ég
smíðaði, nýjan gaffál á þaðað aftan og
setti sverari hjólbarða undir það og
hafði á því keðjur. Svo brunaðí ég
á því um allar trissur, fór oft yfir
heiðina tíl Reykjavíkur, þótt allt væri
ófært. Það var svo kraftmikið, að
snjórinn stóð í strók á eftir mér.
— Gekk ekki erfiðlega uop á
Skjaídbreið?
— Nei, en ég varð að skáskera
brekkurnar upp og velja leið; þar
sem snjórinn var fastastur. Ég var
aftur á móti ekki lengi á leiðinni
niður, brunaði. bara beint af augum.
Þag kom náttúrlega stundum fyrir,
að ég- missti það niður í krapafláka,
en smávegis erfiðleikar höfðu ekki
mikil áhrif á mann. Maður var alltaf
að skrattast á þessum mótorhjólum.
Þegar ís var á Þingvallavatni, djöfl-
uðumst við nokkrir strákar á mótor-
hjólum fram og aftur á glerhálu svell-
inu, þetta var okkar líf og yndi.
— Mér er sagt, að þú hafir meira
Fjamhald á 405. síðu.
¦i:«'.-'-"S'"'......—r ¦;¦-- ¦-¦-;¦.....
. ^^¦¦¦-¦¦¦>v '^ ¦.-:¦:¦ ¦+:¦:¦;
Vatnahjólahesturinn. — Hann er stiginn eins og hjólhestur.
TÍHJJN — SUNNUDAGSBLAÐ
20