Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 20
Goöinn á Aðalbóli
Framhald af 399. síÖU
sakir væru nægar til slíks. Hrafnkell
kann sér ekki hóf, og svar hans til
Þorbjarmar ber glöggt með sér, að
hann kýs fremur að njóta valdastöðu
sinmar og st'éttar en hlíta l'ögucn og
r?.Hi „Þá þykkisk þú jafnmenntr
*- rik munum vit eigi at því sætt-
segir Hrafnkell við Þorbjörn.
Hrafnkel órar ekki fyrir því, hvern
slóða synjun hams muni draga, því
að hann var ekki minnugur ráða
Aristótilesar, eins og Brandur herm-
ir þau í Alexanders sögu: „Eigi skyldu
dauðligir menm, segir meistarinn,
stærask af gef num ríkdómi og fyrir-
lít'a sér mimmi menn". í huga Hrafn-
kels drottnar drambsemi, sem er svo
lýst í Alexanders sögu: „Þar er ok
Superbia, þat er drambsemi. Hennar
athöfn er sú at skelkja jafmam at
öðrum, þykkjast yfir öllum, vilja eigi
vita simn jafningja". Hroki Hrafnkels
gerir hann ónæman fyrir aðgerðum
Sáms og óviðbúinn 6sigrinum. Dramb-
semi birtist ekki einungis í orðum
Hrafnkels við Þorbjörn, heldur einn-
ig í öllum viðbrögðum bans við enála-
tilbúnaði Sáms, unz Sámur og Þjóst-
arssynir hafa hneykt hamn á alþingi.
Fyrirlitningin á Sámi leynir sér ekki,
er Hraftíkatli' þótti brölt hans hl'ægi-
legt. Og á þinginu ætlaði Hrafnikell
að leyfa smámennum að sækja mál á
hendur honum. Hrafnkell vill ekki
vita jafningja 'sinm og þykist yfir
aðra hafimn. f samræmi við þetta
verður niðurlæging Hrafnkels engu
síður refsing fyrir drambsemi, þá
synd er svo heitir, en hegning fyrir
víg Eimars. Og breytingin, sem verð-
ur á Hrafnkatli við niðurlæginguna,
er fólgin í því, að hann verður miklu
vinsælU, gæfari og hægari em fyrr.
Hann hefur með öðrum orðum tæftm-
azt af drambsemi sinni.
Eftir eldraumina á Aðalbóli verður
Hrafnkell nýr og betri maður, að
mimnsta kosti í samskiptum við þing-
menn sína. En þegar griðkona hans
brigzlar honum um afturför frá fyrri
árum, stenzt hann ekki þá ögrun.
Griðkonam hefur mætur á hinum fyrri
ofsa hans og ójafnaði, sem Hrafnkell
sjálfur hefur haldið í skefjum um
árabil. Reynslan hefur læknað hann
af drambi, og aðstæðurnar fram und-
ir þennam tíma höfðu banmað honum
að hefjast hamda. Em nú er s'kipan
komin á land hans og riki. Þá be?
það samam, að griðkonan eggjar hani
óverks og bróðir Sáms er nýriðinn
fyrir neðan garð á Hrafnkelsstöfí
á leið til Aðalbóls. Sterkasta og
áhrifamesta atriðið í eggjumarorðum
griðkumnar er samanburðurinm milli
hims fyrra HraMcels og þess, sem nú
situr friðsaanlega í nýju ríki austan
heiðar. Þrátt fyrir þau umskipti, sem
orðið höfðu á viðhorfum Hrafnkel's,
þolir hamn ekki frýjunarorð vinnu-
konunnar. Nú renmur upp fyrir hon-
um íyrri frægð, er hamn bar ægis-
hjálm yfir Jökuldælum og Hrafnkels
dælum. Honum er auðið að fremja
enn eitt óverk. Hann bregður skyndi
lega við, eins og hamm hafi aldrei hlot
ið ráðningu hjá Þjóstarssonum, send
ir umsvifalaust eftir mönnum, fer á
eftir Eyvimdi og lætur hann hníga
til moldar, og brátt kúgar hann Sám
til að lúta sér til fulfe.
í herförinni til Indlands verður
Alexander neyddur til að nema stað-
ar hjá fljóti einu, en sumum liðs-
mönnum hams þótti lítt tl dvalar
þeirrar koma og bera hik hans sam-
an við fyrri afrek. Hér er forvitni-
legt að bera saman frýjun griðkon-
ummar á Hrafnkelsstöðum og ummæli
Simacusar við fljótið:
Verðr sú lítil virðing, sem snemma
leggsk á, ef maðr lætr síðan sjálfr
af með ósóma ok hefir eigi traust
til aS reka þess réttar nolckurt sirini,
ok eru siík mikil undr um þá menn
sem hraustir hafa heitit.
(Hrafakels saga).
Er þat eigi, segir hann, undr mikil
er slíkr höfðingi sem konungr várr
er Alexander, er aldregi fór hér til
ósigr, skal eitt lítit vatn láta nú við
sér taka.
(Alexanders saga, 131, 15—17).
Þegar griðkonan lætur töluna ganga,
hvílir Hrafmkell í rekkju, en Simacus
kemst einnig svo að orði, að nú vilji
Alexander sofa til alls. Him óeigin-
lega merking í orðtaki þessu er að
vísu ákveðin, en hitt var eimstaklga
vel til fundið í Hrafnkels sögu, að
láta Hrafm/kel vakna bókstaflega við
orð griðkonunnar. Samanburðurimin
í Alexanders sögu milli fyrri afreka
konumgsins og aðgerðarleysis hans
við fljótið er næsta sannfærandi og
áhrifamikill, svo mörgum og miklum
stórvirikjum hams hefur þá verið lýst
í sögunni. í Hrafmkels sögu er þessu
á annan veg farið, og ögrunin í
mumni vimnukonunnar verður ©kki
skilin, nema gert sé ráð fyrir því, að
henni sé meira í mun nýtt óverk en
framgangur Hrafnkels. Mat hennar
á gerðum Hrafnkels er annað en höf-
undar. HrafnkeU hefur nú eignazt
sízt minna mannaforráð en það, sem
Sámur hafði náð af honum. Og ef vér
hyggjum að afrekum hans, sem getið
er í sögunni og gerðust á valdatíma
hans í Hrafnkelsdal, hlýtur oss að
finnast lítt til þeirra koma. Auk al-
mennra lýsinga á mildi hans við vini
sína og hörku við óvini, er fáu öðru
til ag dreifa en félagsskap hans viö
Prey og drápi Einars smalamanns
með slóða þeim, sem því fylgdi, en
slíkt verður honum ekki til hróss.
Á dögum öínum í Hrafnkelsdal stóð
Hrafnkell mjög í einvígum og bætti
engan mann fé, og enginn fékk nein-
ar bætur af honum, hvað sem hann
gerði. Þótt skoðun griðkonunmar á
fyrri hreysti Hrafnkels hafi að von
um verið önmur en vér myndum hlíta,
hrekkur slíkt skammt til skýringar á
forsendu samamburðarins. Tiltækileg-
ast virðist að gera ráð fyrir því, að
Brandur ábóti hafi notað hér óafvit-
andi áhrifamScið atriði úr Alexamd-
ers sögu, sem nýtur sím á annan hátt
í Hrafnkels sögu, þar sem lofsverð-
um gerðum Hrafnkels á fyrri árum
hafi ekki verið gerð nein skil.
Pyndingar og niðurlæging Hrafn-
kels eru gerðar honum til smánar og
í hefndarskyni, en þær verða einnig
laakning hans. Þetta er ekki eimung-
is augljóst af sögunni sjálfri, heldur
er hægt að benda á þann stað í
Alexanders sögu, sem gefur Brandi
hugmyndina. Þegar Sámur hefur
sagt Hrafnkatli, hverjir úrslitakostir
eru, svarar Hrafnfcell homum, og
minna orð HrafnJcels á ummæli Alex-
anders við lækni sinn, sem óttaðist
um á'hrifim af lækningunni:
Mörgum mundi betr þykkja sikjótr
dauði en slíkar hrakningar.
(Hrafnkels saga).
Þá skaltu minnka meinlæti mitt ok
gera mér skjótan dauða með haröri
l'ækningu.
(Alexanders saga, 142, 3—4).
Hrafnkatli er enn ekki ljóst, að
hinar hörðu aðgerðir þeirra Þjóstars-
sona eru í rauninmi lækning hans.
Meinlæti Hrafnkels, dramb og ofsi,
er svo mikið, að mikið verður að gera
til bóta. Þegar skorið verður til sl'íkr
ar meinsemdar, er sjálfu lífimu hætt.
í Hrafnkels sögu er eitt hugtak,
sem virðist búa að baki orða og við-
burða, en það er sekt og andstæða
þess: sakleysi. Eimar gerist sjálfur
sekur um óhlýðni, en jafnskjótt og
Hrafnkell hefur hefnt hestsins, tekur
hann sjálfur á sig alla sektina. Þegar
Sámur og Þjóstarssynir hafa bægt
HrafnkaQi frá dómum á alþingi, fær
ist sektin að nokkru leyti yfir á þá.
Og hinar grimmilegu pyndingar, sem
þeir l'áta Hrafnkel sæta, velta sektar
byrðinni' af honum að miklu leyti.
Þessi skýring kemur heim við um-
mælin í Alexanders sögu: „nauðumg
og ofbeldi mimnkar jafnan sekt þess
er þolir ok fyrir verðr". Hrafnkell
afplánar að nokkru leyti fyrir glæp
sinn, er hann hangir á hásinum af
vaðásnum á Aðalbóli. Slíka þjáning-
ar voru píslarvottar látnir þola. Sekt
Sáms fylgir honum eins og skugginn
um veldlsdaga hans í Hrafnkelsdal,
umz hamn verður að þola nauðung
af hendi Hrafnkels í drápi bróður
síns, og Hrafnkell tekur á ný við oki
sektarinnar.
404
T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ