Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 16
AMALÍA LÍNDAL: SVARTKLÆDDAR KONUR Rökkrið í forstofunni var Maríu Higgins miskunnsamt þetta sumar- kvöl'd. Skipti engu máli, þótt hún Sæi aðeins andlit sitt í kringlóttu<m speglinum: tunglásjónu með græn- blá postulínsaugu, kartöflunef og munn, sem fremur líktist hrufu á svampi en þeim rósavörum, er höfðu seitt Wallace fyrir tuttugu árum. Já — rökkrið var Maríu Higgins þægi- legt. Hún saug inn kinnarnar, og við það lengdist andlit bennar og varð sporöskjulagað. Hún kipraði augun, og þá urðu þau undir eins svo dular- full — eHifeTdnisleg. Hún Iyfti hök- unni, og það sást ekki nein undir- haka. María Higgins brosti, hægt og íhugandi. . „Sjáið, hvað gerist, þegar' þér far- ið að neyta Megrós", heyrðist frá út- varpstækinu í dagstofunni. „Hvort sem konan er þrjátíu og níu ára eða fjörutíu og níu ára, þá mun undra- verð breyting eiga sér stað, þegar hún tekur að neyta Megrós. Þér mun- uð taka furðulegum stakkaskiptum, ef þér drekkið' Megró með ljúffengu vanillubragði eða hinu nýja hnetu- súkkulaðíbr-agði á undan mat í eina viku. Líðan yðar batnar. Útlit yðar batnar. Þér _munuð bera höfuðið hærra og verða hreykin af því, hve þér eruð fögur kona. Megró er óska- drykkur þeirra kvenna, sem vilja öðl ast nýtt líf. — Reynið Megró og sjá- ið, hvað gerist", sagði þulurinn að lokum með sigurhreim í röddinni. María Higgins drap tittlinga fram- an í sjálfa sig um leið og hún sneri sér frá spegUnum og kveikti ljós. Hún strunsaði inn í borðstofuna og renndi augum yfir borðið á meðan hún drakk Megróskammtinn sinn með hnetusúkkulaðibragðinu. Borðið var búi-ð eins og gestaboð væri í vændum, þótt raunar væri það aðeins venjulegur kvöldverður að sumar- lagi. En Wallaoe vildi, að vandað væri til borðbúnaðarins. Og ef Wall- ace vildi matast af beztu postulíns- diskunum á hverju kvöldi — hvers vegna átti þá ekki að láta það eftir honum? Það er alveg eins og við eigum von á gestum, hugsaði hún, dreymin á svip. Nema rósirnar eru farnar að drúpa. Það vantaði eina fallega rós, gróðurhúsarós, til þess að gefa borð- inu verulegan svip — eina l'ýtalausa rós, sem skartaði í kristalsvasa, böð- uð kertaljósi, og kastaði 'mjúkum skugga á fagurmótað andUt hennar og sindnaði í gljáandi hári hans, þeg- ar.. .nei annars, Wallace var sköll- óttur. En hún átti afmæli í næsta mánuði, og þá ætlaði hún að bjóða til sín gestum. Þá yrði hún orðin tuttugu pundum léttari, og kjóllinn hennar bungaði ekki út eins og hún væri að springa af ofsæW, heldur félli freiistandi að spengilegum líkama hennar. Hún ætlaði að kaupa svartan kjól — hún ætlaði að koma þwí öllu á óvænt. Þegar stóri sonur hennar kæmi heim í leyfinu, gæti hann lyft henni í fangi sér eins og ungri stúlku. Og Wallace — nú, hún hafði séð, hvernig hann renndi út undan sér augunum til sýningarstúlkunnar í svarta kjólnum, þegar þau fóru í kvikmyndahúsíð í síðast liðinni viku. Klukkan sló sex, og María flýtti sér fram í eldhúsið til þess að hyggja að súpunni. Wallace vildi, að súpu- diskurinn stæði rjúkandi á borðinu, þegar hann kom heim. Heitan mat í heitu veðri, kaldan mat í köldu veðri, sagði hann ævinlega. Hún jós á diskinn. Reyrður magi hennar bifaðist af ílöngun, þegar ang- anina lagði fyrir vit hennar. Hún dokaði við eitt ljúfsárt andartak. En svo hellti hún köldum tómatasafa í lítið glas handa sjálfri sér Það fór fjarskalega lítíð fyrir því á bakkan- um hennar. Hún bætti rósakál'i á fat á miðju borðinu, svo að hún sæi ekki súpudisk og brauðströngla manns síns úr sæti sínu. Þeir voru þrír, brauðströnglarniT. Hún kveikti á kertunum, og jafn- skjótt reis alda eftirvæntingiar í brjósti hennar. Hún hlakkaði til kvöldverðarins. Nú brá svo uiidar- lega við, að það var orðið skemmti- legt að láta sér -nægja megrunarfæði. En svo kom hún auga á missmíði. Hún beygði sig stynjandi niður og blés rykhnoðra lengra inn undir hlið- arborðið. Hún hefði átt að þurrka . gólfið betur. En þetta var svona — það var eins og verkunucn væri aldr- ei lokið. Hún var í þann veginn að rétta sig upp, þegar útidymar voru j Frú Amalía Líndal, höf undur þessarar sögu, er bandarísk a<$ upp- runa, en gift íslenzkum manni, Baldri Líndal verkfræ'ðingi. Hún hef- ur skrifað sögur í er- lend tímarit, og bók eftir hana um ísland hefur verií gefin út vestan hafs. Hún hefur < komi'ð hér fram í út- • varpi, en þetta mun fyrsta saga hennar, sem birtist á nrenti hér- lendis. opnaðar og hurðinni skellt röskl'ega í lás iafnskjótt. Wallace gekk imn föstum skrefum, lét hattinn sinn nákvættnlega á miðja hilluna í forstbfunni, þerraði ljós- rautt, kringlótt andlitið með tandur- hreinum vasaklútnum. „Gott kvöld, væna mín". Hann brosti, kyssti hana á kininina og gekk rakleitt að borðinu. „Gott — matur- inn kominn á borðið". Hann ljómaði, þegar hann sá supuina. „Heitan mat í heitu veðri, kaldan mat í köldu veðri, segi ég alltaf". „Já, ég held ég viti það", sagði hún og brosti roggin. Wallace átti engan sinn líka. Enginn mat hæfileika hans að verðleikum — neima hún. „Hvernig líður banikagjaldkeranum mínum núna?" spurði hún glettnis- lega. Wallace hristi þerruna sína borg- inmannl'ega. „Hitinn hefur leikið þá illa, suma, og þeir voru farnir að kvarta og kveina. En ég sagði við þá: Það er mikilvægt stari, sem við höf- um með höndum, piltar. í hvert skipti, sem við veitum peningum við- töku eða látum peninga af hönducn, renna örlagaþræðir einhvers um greipar okkar. Þetta hafði þeim ekki dottið í hug áður". „Það er enginn á við þig, Wallace", sagði hún. Wallace fletti sundur blaði sínu í virðulegri þögn og gerði áhlaup á súpuna, kvikur og nettur í hreyfing- um etos og hans var vandi. Hann renndi augunum yfir efri hluta síð- unnar og lét sér hvorki fipast viS lesturinn né matartekjuna. Wallace lagði litla virðingu á fólk, sem ekkl notaði hverja stund til hlitar. 400 TÍB1N.B-. SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.