Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 05.05.1963, Blaðsíða 4
& ttt Þingvalla og sló upp tjöldum á túninu hjó séra Símoni Bech. Þar á meðal var eitt, sem enska herstjórnin hafði keypt í Skútarí og fengið her- foringjum sínum til afnota í Krím- striðinu, og í það voru breidd sjúkra- teppi af svipuSum uppruna. Þetta var fararbúnaður, sem fyrr hafði komizt í snertingu viS blóð. Það hafði vorað seint þetta ár,- þvi að hafís kom að landi og lá alllengj fram eftir. Puglar höfðu orpið seint og ungar komizt seint á legg. Hinum vígreifu ferðalöngum, búnum frönsk um og enskum stríðstólum af beztu gerð, gekk því dável herferðin gegn fuglunum. Lóurnar á Lögbergi reynd ust viðráðanlegt skotmark, rjúpur og spoar féllu i nrönnum í Þingvatta- hrauni, straumandirnar á Öxará áttu sér ekki undankomu auðið og hrossa- gaukar, sem áttu unga í grasinu á milli búðarústanna, urðu hin-um fræknu skyttum að bráð. Og eitt kvöldið gat Charles S. Forbes skrifað' þessi orð í dagbók sína: „Síðdegis í dag kom kona franska ræðismannsins með dætur sínar.úr bænum, og á morgun förum við von- andi til Reykjavíkur með vænan poka með eitthvað sex hundruð hausa af hrossagaukum, rjúpum, öndum, lóum og fleiri fuglum". Minna mátti ekki gagn' gera: Sex hundruð hausa. En eftir á að hyggja: Rjúpur og straumendur eiga marga unga, og þeir hafa verið illa fleygir, svo að skotmennirnir hafa kannski ekki ofreynt sig við fuglaveiðarnar, LOUDRAP A LOGBERGI l. ÞAÐ var seint í júlímánuði árið 1859. Póstskipið Arcturus siglir inn Paxaflóa. Það er að koma frá Leith, og á því eru fáeinir enskir og banda- rískir fanþegar, svo sem oft er á sumr- in. Sumir eru hingað komnir gagngert til þess að sjá Geysi og ætla um hæl með sflripinu til Leith. Aðrir hyggja á lengri dvöl í iandinu. f þessum hópi er Englendingur, Charles S. Forbes að nafni. Hann er íinn þeirra, sem ætla að vera hér meginhluta sumars. Tvö frönsk herskip liggja í höfn í Reykjavík, Artémise og Agile. Þau hafa fylgt hingáð frönsku skútunum, er stunda veiðar við landið, og þau eiga að veita fiskimönnunum liðsinni eftir þörfum. En vera má, að þau séu líka Iátin sinna ýmiss konar mæl- ingum og athugunum, enda er það eitt þeirra leyndarmála, sem eru á allra vitorði, að Frökkum leikur hug- ur á ag ná hér fótfestu og koma hér upp fiskimannanýlendu. Það eru ekki nema örtá ár síðan Napoleon Frakka- prins kom í heimsókn með miklu föru neyti og jós gjöfum á báða bóga. Charles S. Forbes komst fljótt í kynni við frönsku sjóliðsforingjana, og það voru ekki margir dagar liðnir, er yfirforinginn, Véron, baug honum með fríðu föruneyti til Þingvalla, ,,hins sögufræga staðar frá þjóð'veld- istímunum fornu", til þess að skjóta þar'mófugla. Þeir lögðu af stað 5. ágústmánaðar: „Ókunnugur maður hefði getað ætlað, a15 við ætluðum að setjast að á Þingvöllum fyrir fullt og allt, í stað þess að fara þar með byssu í nokkra daga. Tjöldin voru þrjú, beddar óteljandi og allt, sem heyrði til eldhúsi, ásamt víni og matvælum handa tólf soltnum mönnum í hálfan mánuð". Samt þótti eina Englendingn um, sem í förinni var, tryggara aff bæta við einum klyfjahesti með svína fleski frá Jórvík og osti frá Chester og fleiri enskum matvælum, ásamt nokkrum áfengisflöskum. Flokkurinn komst heilu og höldnu ÖGBEI þrátt fyrir fjölda hausanna. En það er af Charles S. Forbes aö segja, að afrekaskrá hans varg miklu lengri. í septembermánuði var hann. til dæmis á ferð skammt frá Hraun- gerði í Flóa. Þar reið hann tvívegis fram á rjúpur með stóran hóp unga, „og seinna drap ég þá hér um bil alla". Fáum árum siðar var annar Eng- lendingur, Sabine Baring-Gould, á leið austur Mosfellsheiði með föru- neyti sitt hinn 19. júní. Hann var ekki heppinn: Fuglarnir enn við hreiður, ungar kannski nýkomnir úr eggjum. Hann hefur sagt svo frá: „Á heiðinni var fullt af spóum og lóum. Félagar mínir skutu eins mik- ið og vig gátum borið, og auk þess hrossagauka og rjúpur í sumarbún- ingi. Kríur með svartar, spjátrungs- legar hettur, snjóhvít brjóst og rauða fætur og nef, flugu og vokuðu í kring um okkur með einkennilegum, skræk- um hljóðum. Við drápum fjórar, en neyddumst ttt þess að fleygja þeim 388 IIMINN SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.